Fyrningarleiðin inn í ESB

Fyrningarleiðin í sjávarútvegi er aðferð til að koma Íslendingum inn í Evrópusambandið. Talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegi, Ólína Þorvarðardóttir, telur fyrningarleiðina forsendu fyrir aðild Íslands að ESB. Samkvæmt fréttastofu RÚV

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að það sé aðkallandi að flytja fiskveiðiheimildir frá útgerðum í sameiginlegan auðlindasjóð ef Ísland á að ganga í Evrópusambandið.

Samfylkingin hefur lengi haft horn í síðu sjávarútvegs. Flokkurinn er tilbúinn að fórna (eða fyrna) fullveldi Íslendinga og forræði eigin mála til að jafna sakirnar við sjávarútveginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll,

   Þú ert eitthvað að misskilja hlutina. Fyrningarleiðin er góð lausn á handónýtu, og umdeildu kvótakerfi. Reyndar er fyrningin óhóflega hæg, en það er annað mál. 

  Fyrningarleiðin er ekki forsenda til að ganga í ESB, heldur forsenda að innganga í ESB verði landinu, til enn meiri heilla, en ella hefði orðið. 

  Nú er ekki víst hvort það verður, en við skulum nú vona að þú skiljir hlutina núna

p.s. nema kannski þú hafir skilið þá, og vildir vera misskilinn, getur það nokkuð verið

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:47

2 identicon

Jóhannes, það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tjá þig um. Tvöfeldni Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er öskrandi.

Með annarri höndinni hótar samfylkingin fyrningarleiðinni og virðist sama þótt það setji öll sjávarútvegsfyrirtæki í þrot, kippi stoðunum undan gjaldeyrissköpun, sem svo mun veikja krónuna og setja landið í ruslflokk matsfyrirtækja....

en með hinni veifa þau sjálfbærum og arðbærum sjávarútvegi sem muni gagnast ESB mjög mikið til að takast á við ömurlega stjórnun sjávarútvegsmála þar.

Framtíð íslands í ESB virðist eingöngu nást með því að drepa allt landið fyrst og draga svo líkið inn um hundalúguna í Brussel.

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 00:34

3 identicon

Hlekkurinn á RÚV fréttina hefur breyst, hann er nú:

http://frettir.ruv.is/frett/veidiheimildir-i-audlindasjod

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög merkileg frétt sem þú upplýsir mig hér um, Páll.

Eru yfirhöfuð nokkur takmörk til fyrir óþjóðhollustu Samfylkingar?

Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 00:56

5 identicon

Sigurður Gunn,

  Þér tekst algjörlega #1 að sigla framhjá minni athugasemd, og #2 að sigla algjörlega framhjá yfirlýsingu þinni í fyrstu setningunni þinni. 

   EF ÞETTA KALLAST EKKI ALGJÖRT RÖKÞROT, ÞÁ ER ÞAÐ EKKI TIL

     ...maður hefur nú séð margt á blogginu, en ég held að þetta toppi allt saman, spurning hvort ég fái að vitna í þetta hjá þér

  Þessi væga fyringarleið, sem er ótrúlega mjúk aðgerð, en ætli menn verði ekki að sýna LÍÚ smá linkind til að hafa þá góða, þá mun hún hjálpa okkur í að ganga í ESB, þannig að þjóðin fái að halda fiskimiðunum í sinni eign. 

   Bíddu nú við, þið viljið sem sagt hafa þetta ennþá í eign LÍÚ, þannig að þeir geti veðsett, skuldsett, og selt(með ýmsum aðferðum-reyndar búið að því nú þegar að stórum hluta, en það er annað mál). 

  Þeir einu sem eru þjóðarníðingar, eruð þér, Jón Valur, og Sigurður Gunn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 03:11

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samfylkingin mun  svívast einskis til að koma okkur undir hælinn á ESB.

Það eru engin takmörk fyrir virðingarleysinu hjá þessu fólki.

Nú þegar það er búið að átta sig á því að innganga yrði sennilega felld í kosningu, þá ætla þeir að læða okkur inn með því að breyta lögum að vilja ESB, þannig að ekkert verði um að kjósa þegar og ef að því kemur. 

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2010 kl. 05:38

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Bendi á frétt á www.baggalutur.is ,,Broskallinn er fluttur til Noregs''

Valmundur Valmundsson, 26.2.2010 kl. 07:42

8 Smámynd: Haraldur Pálsson

Það er ótrúlegt að sjá hvað Ólína segir í fréttum í gær,

hrikalega tekst henni að misskilja alltaf hlutina greyið.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498204/2010/02/25/4/

"Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir yfirburði íslenska fiskveiðikerfisins og segir kerfi sambandsins verði hugsanlega breytt með hliðsjón að því íslenska" [Sem er framseljanlegur nýtingaréttur auðlindarinnar].

"En íslenskum reglum verður að breyta á þann hátt að íslendingar geta ekki takmakmað fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi eins og nú er"

Síðan er talað við Ólínu um þetta mál og þá segir hún:

"Ef ber að skilja þessa athuga semd sem svo að þessu ber að breyta í íslenskri löggjöf, þá er nú orðið mjög tímabært vegna aðildarumsóknar og huganlegrar inngöngu að við breytum þá fiskveiðistjórnunarkerfinu og forðum fiskveiðiheimildunum úr einkaeigu sjávarútvegsfyrirtækjanna inn í sameiginlegan auðlindasjóð."

Hversu mikið er hægt að fara mis við þessa hluti ? Þarna er esb að viðurkenna að íslenskakerfið hafi yfirburði en takmarkanir erlendra aðila í íslenskan sjávarútveg verði að víkja, en Ólína talar um nauðsynlega byltingu á kerfinu,.. Kannski útaf því að ESB telur kerfið svona gott!

Haraldur Pálsson, 26.2.2010 kl. 08:56

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ótrúlega óþenkjandi menn og gleypa við hverju eina sem frá þessu Evrópubandalagi kemur, jafnvel augljósasta skjalli og skrumi. Svo harðneituðu þau því, að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning (inngöngusáttmála, eins og það raunar heitir) yrði bindandi, ef málið yrði fellt, t.d. með naumum minnihluta innlimunarsinna. Reyndar hefði lýðveldið átt að njóta vafans og kröfur gerðar um minnst 66,7% og helzt um 75% atkvæða (eins og um Sambandslögin 1918–44) til að afgreiða þetta mál sem krefst byltingar á stjórnarskránni með framsali löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds til Evrópu.

Það sjá það vitaskuld allir, sem unna okkar sjálfstæði, að þetta eru raknir svikarar við það sem áunnizt hefur í sjálfstæðisbaráttunni allt frá 19. öld.

Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 09:54

10 identicon

:-)

Point taken Jóhannes, þú segir

"Fyrningarleiðin er góð lausn á handónýtu, og umdeildu kvótakerfi"

-Sýnt hefur verið fram á að fyrningarleiðin setur fyrirtækin á hausinn. Ríkisrekinn og pólitískt handstýrður sjávarútvegur hefur þegar verið reyndur hér á landi, það voru hörmungar einar. Kvótakerfið er umdeilt af þeim sem seldu sig út úr kerfinu því þeir höfðu ekki trú á því. Nú vilja þeir vega að þeim sem keyptu af þeim.

"Fyrningarleiðin er ekki forsenda til að ganga í ESB, heldur forsenda að innganga í ESB verði landinu, til enn meiri heilla, en ella hefði orðið"

Fyrri fullyrðingin er rétt. Fáránleikann liggur í því að flagga arðbærum sjávarútvegi framan í ESB, en þar sem kröfur ESB eru óaðgengilegar fyrir sjávarútveginn þarf að setja hann í þrot áður en farið er inn. Jafna sem gengur ekki upp.

"Þessi væga fyringarleið, sem er ótrúlega mjúk aðgerð"

Nei, hún setur fyrirtækin í þrot. Það er óumdeilt. Skýrsla Deloitte sýnir fram á það. Ekkert hefur komið fram sem hefur hrakið það.

Bretar gengu í ESB, þeir töpuðu fiskimiðum sínum til spánverja. Nú er ESB að opna á að spánverjar megi herja á fiskimið Skota. Er eitthvað sem bendir til þess að hér verði eitthvað annað uppi á teningnum.

Við munum tapa forræði yfir samningum um deilistofna, þar með eru samningar okkar um veiðar í barentshafi, makríl, síld og fleiri tegundir orðnar að skiptimynt ESB!

Aðrar atvinnugreinar eru mun skuldsettari en íslenskur sjávarútvegur. Að auki eru tekjur sjávarútvegsins erlendar og en skuldirnar eru mældar í krónum. Því hefur sjávarútvegur mun meiri burði til að greiða þær niður.

Nýfundnaland fór þá leið sem Samfylkingin boðar með ESB. Þeir gengu inn í ríkjasamband Kanada. Nýfundnaland er það land sem hvað mest líkist íslandi. Efnahagur þeirra var nánast fluttur úr landi og varð bara auðlinda úthverfi kanada.

Þegar ESB er komið með töglin og haldir í öllu skiptir engu hvað Samfylkingin þykist ætla að gera til að verja hagsmuni okkar.

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 10:45

11 identicon

SG skrifar, 

   Sýnt hefur verið fram á að fyrningarleiðin setur fyrirtækin á hausinn. Ríkisrekinn og pólitískt handstýrður sjávarútvegur hefur þegar verið reyndur hér á landi, það voru hörmungar einar. Kvótakerfið er umdeilt af þeim sem seldu sig út úr kerfinu því þeir höfðu ekki trú á því. Nú vilja þeir vega að þeim sem keyptu af þeim.

    ---Ég hélt að pantaðar greinar fyrir hagsmunahópa væru liðinn tíð á Íslandi!! Er reyndar sjálfur í þessum geira, en það er mjög létt að búa til svona niðurstöðu. Sjávarútvegurinn fer ekkert á hausinn. Hann hefur þolað handónýta krónu og handónýtt kvótakerfi í öll þessu ár. Þetta er "peanuts" miðað við það. 

 SG skrifar,

Bretar gengu í ESB, þeir töpuðu fiskimiðum sínum til spánverja. Nú er ESB að opna á að spánverjar megi herja á fiskimið Skota. Er eitthvað sem bendir til þess að hér verði eitthvað annað uppi á teningnum.

  ---Þú getur tekið gleði þína á ný. Málið er nefninlega að Ísland er eyja, og stofnarnir sem hér eru eru 85-90% í okkar lögsögu, þannig að þessi sameiginlega fiskveiðistefna á ekki við nema að þessu litla leyti við okkur. 

   Við missum ekkert forræði yfir deilistofnum. Við munum halda áfram að veiða úr þeim, og ef eitthvað er þá munu íslensk skip geta veitt ennþá meira, með því að vera í ESB. 

SG skrifar, 

Aðrar atvinnugreinar eru mun skuldsettari en íslenskur sjávarútvegur. Að auki eru tekjur sjávarútvegsins erlendar og en skuldirnar eru mældar í krónum. Því hefur sjávarútvegur mun meiri burði til að greiða þær niður.

  #1, þá eru alls ekkert allar skuldirnar í ísl. krónum, og síðan (vonandi) verður krónan ekki stödd á þessum stað sem hún er núan næstu áratugina. Kannski það sé meginmarkmið sjávarútvegsins, að halda þjóðinni í gíslingu, í helsi sinnar eigin auðlindar............það kemur manni nefninlega ekkert á óvart þegar yfirgangur þessara aðila er annars vegar. 

SG skrifar, 

    Nýfundnaland fór þá leið sem Samfylkingin boðar með ESB. Þeir gengu inn í ríkjasamband Kanada. Nýfundnaland er það land sem hvað mest líkist íslandi. Efnahagur þeirra var nánast fluttur úr landi og varð bara auðlinda úthverfi kanada.

   he he, Karlinn bara kominn í grín-gírinn

    Fyrir 1949 var Labrador með sjálfræði, en hlutur af breska heimsveldinu. Þar varð algjört efnahagshrun, og þá var það tekið inn í Kanada. Þetta "point" sem þú ert að reyna meika, er vandræðalega langsótt. Þeir græddu líklega miklu meira á þessari"innlimun" heldur en Kanadabúar, þ.e. skattborgarar Kanada borguðu frekar brúsann. 

   SG skrifar,

Þegar ESB er komið með töglin og haldir í öllu skiptir engu hvað Samfylkingin þykist ætla að gera til að verja hagsmuni okkar.

    --Íslensk stjórnmálastétt hefur nú ekki staðið sig vel að verja hagsmuni Íslands undanfarin ár. Alþingi Íslendinga mun að sjálfsögðu vera okkar löggjafarsamkunda þar sem öll mikilvæg mál verða afgreitt. 

    Nú toppar þú þig algjörlega. Það er fólk í öllum flokkum, nema kannski helst Vinstri-grænum, sem sér kostina við að ganga í ESB. Við skulum bara anda, og sjá hvað verður upp á borðinu áður en við missum okkur í móðursýki.....eða einhverja leikræna tilburði

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 15:03

12 identicon

#1

Ekki léttara en það að það hefur ekkert komið fram frá Ríkisstjórninni sem hrekur það. Þú getur kannski græjað eitthvað í lit fyrir þá. Deloitte leggur ekki nafn sitt við pantaðar niðurstöður. Þetta kvótakerfi hefur skapað fyrirtækjunum þann grundvöll að sjávarútvegur er ekki lengur ríkisstyrktur, ekki hefur þurft að fella gengið til að bjarga honum eins og áður og hann hefur sterka markaðsttöðu á erlendum mörkuðum sökum sjálfbærni, gæða og stöðugs framboðs. Sjávarútvegurinn hefur minnkað áhættuna gegn flökti krónunnar með lántöku í sömu mynt og tekjurnar. Þú virðist ekki átta þig á því að 5% afskrift þýðir hjá flestum fyrirtækjum að þar með er allur afgangur úr rekstri farinn, leggja þarf skipi eða það verður ekki nýtt að fullu... og þar af leiðandi hnignar þeim hratt.

#2

Þetta er óskhyggja. Kynntu þér hugtakið "kvótahopp". Það er lítið mál fyrir erlenda aðila að komast framhjá þessu. Yfirlýsingin sem kom nú frá ESB um að erlendir eigi að fá að fjárfesta í sjávarútvegi íslendinga er einmitt grundvöllurinn fyrir kvótahoppið.

#3

Við missum víst forræðið yfir deilistofnunum. Tilvitnun í yfirlýsinguna sem kom nú frá ESB:

"Its international relations in fishery matters will have to be incorporated into the EU’s international arrangements"

#4

Ef fyrningarleiðin verður farin getur þú gengið að því sem vísu að krónan mun hrynja mun lengra og verða álíka verðmæt og gjaldmiðill Zimbabwe. Það væri gaman að heyra nánari útskýringar frá þér hvernig sjávarútvegurinn getur haldið þjóð sinni í gíslingu. Ég hef a.m.k. ekki hugarflug til að átta mig á því hvernig það er hægt, nema ef þú værir að tala um að knésetja sjávarútveginn. Hver er að ganga yfir hvern? Stjórnvöld settu kvótakerfið á, seldu sjálf kvóta frá ríkinu og bæjarfélögum, samþykktu frjálst framsal. Nú er því fólki sem keypti hótað upptöku þess nýtingarréttar sem það hefur keypt samkvæmt lögum.

#5

Ekki langsóttara en að til er heimildarmynd sem fjallar um það hversvegna íslandi vegnaði svo miklu betur en Nýfundnalandi. "Hard rock and water". Til að fræðast betur um það máttu hlusta á höfundinn hér:

http://video.google.com/videoplay?docid=-1585916770036577104&ei=JzAYS6HIPM_J-AbmtPGaCA&q=%22barbara+doran%22#

Þeir græddu ekkert "líklega" á því, öll bjargráð voru tekin af þeim. Þeir hafa ekkert til að byggja á, orkuver og nýting fiskistofna færðust í eign stórra kanadískra fyrirtækja og það verður ekkert eftir af fjármagni í Nýfundnalandi.

#6

Það eru ekki rök að þar sem embættismönnum hér hafi tekist illa upp að þá megi bara afhenda útlendingum allt draslið. Alþingi verður bara tengiliðaskrifstofa fyrir Brussel og mun ekki hafa um neitt að segja. Yfirlýsingin frá ESB tók fram að íslendingar muni ekkert hafa um sjávarútveginn að segja, ekkert um landbúnað. Það tekur því ekki að skoða annað, þetta er óaðgengilegt.

Þetta er þegar komið upp á borðið.. við þurfum ekkert að bíða meira. Það er búið að segja í mörg ár að við höfum ekkert um stefnu ESB að segja og fáum ekki undanþágu. Samfylkingin rembist samt enn við staurinn og virðist ekki einu sinni ætla að reyna að sveigja ESB neitt, Ólína tilkynnti það í fréttum RÚV í gær að nú þyrfti bara að stokka upp sjávarútveginn af því að ESB segir það.

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 21:09

13 identicon

Svar, við aths. númer 1 og svo videre:

   Deloitte getur nefninlega nákvæmlega gert þetta. Það er hægt að búa til fræðilegt gjaldþrot í öllum greinum ef því er að skipta, bara með "réttum forsendum. Þetta verður þú að skilja!!

  Er sjávarútvegurinn ekki ríkisstyrkur, ha ha, hvað með sjómannaafsláttin, og hvað með að sjávarútvegnum voru gefnar auðlindirnar eins og þær leggja sig, en samt ekki ríkisstyrktur. Aftur er karlinn kominn í grín-gírinn, gaman að því  Þetta varðandi það að minnka áhættu með því að taka lán í erlendri mynt, Þeir hefðu nú betur sleppt því. Þetta snérist ekkert með áhættustýringu, heldur var þetta einfaldlega fjármálabrask. Það blasir núna við, en þú heldur þessu samt fram

#2

  Nú þegar hafa erlendir aðilar eignast hlut í íslenskum sjávarútvegi, og án þess að við erum í ESB. Þetta er gert í gegnum lepp-fyrirtæki, og öðrum skúffufyrirtækjum. Þetta er allt vitað. Við skulum ekki vera að plata okkur

#3  Við fáum ennþá að veiða úr deilistofnum, og fáum síðan að veiða úr sameiginlegum stofnum meira en við gerum núna. Við gefum eitthvað eftir, en fáum annað í staðinn. Hver er annars punkturinn þinn?

#4 Nenni varla að svara þessu. Krónan er í sögulegu lágmarki, en þú reynir að snúa út úr, með því að vísa í einræðisherra í Afríku  magnað  Síðan bara að minna þig á að kvótinn var gefinn, og líka minna þig á að þó hann hafi gengið kaupum og sölum, þá eru þetta meira og minna sömu aðilarnar sem eru með kvótann og fengu hann. Hins vegar vissi fólk alveg að þetta var ákv. nýtingarréttur sem það var að kaupa, sem var aldrei og er aldrei, óafturkræfur. Aftur á móti er fólki sýndur skilningur með fyrningarleiðinni, og því gefið ráðrúm til að aðlaga sig, betra kerfi. 

#5 Aftur dottinn í grín gírinn í 3 skipti í kvöld, ja hérna. Þú verður nú að fara átta þig á því að þeir fóru í gjaldþrota 1949 þegar þeir voru sjálfstæðir. Ertu búinn að ná því?  Það sem eftir á gekk, var sambland af mörgu, og meðal annars óstjórn heima fyrir.

   Síðan mun Ísland ekki missa neitt af sínu sjálfstæði, heldur munum við stjórna flestum málum okkar sjálf, og getum alltaf farið úr sambandinu ef við viljum. Líka munum við fá áhrif, langt umfram fólksfjölda innan ESB, en í dag eru áhrifin engin í gegnum EES. Þú vilt kannski ganga úr EES?!

#6

  Þú ert greinilega ekki kunnugur ESB. T.d. er eitthvað sem heitir heimastjórnarregla, og þar er horft til aðstæðna í hverju landi. Við munum ennþá að stórum hluta þurfa stjórna, og framfylgja rammanum sem ESB setur, sem ég get lofað að verður skárri heldur en allt ruglið sem er gert hér á Íslandi. T.d. varðandi landbúnaðinn, ástandið getur ekki versnað. Nú er t.d. allt í rugli varðandi kúabúin, eitt af fjölmörgu. 

 Síðan að lokum. Við erum að stokka upp sjávarútveginn, af því að þetta er líklega versta kerfi í gjörvallri veröld. Einhvern veginn tókst okkur með þessu kerfi að gera það hræðilegt fyrir byggirnar, hræðilega óréttlátt, hræðilegt efnahagslega, og lagalega framkvæmt, sbr. veð o.fl.. 

  Til að kóróna þetta síðan allt saman, þá hefur öll þessi stjórnun í þessu kerfi skilað okkur töluvert minni fiskstofnum eftir 3 áratugi. Það þrátt fyrir að við setjum ein aÐ þessu, erum örfáar hræður, og miðin er laus við mengum og annan skarkala að mestu leyti.

                      HVERNIG ER ÞETTA HÆGT 

 Af hverju minnistu alltaf á Samfylkinguna eina. Það eru fjölmargir í öllum stjórnmálaflokkum sem sjá mikla kosti að allavega íhuga vel að ganga í ESB. 

  Hvernig væri nú svon til að byrja með að stilla allri móðursýkinni í hóf!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:55

14 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Mér þykir annað af tvennu líklegt, að þú Jóhannes samfylkingarmaður hafir ekki ekki mikið vit á útgerð og haldir því að fyrningarleiðin sé góður kostur, en líklegra þykir mér þó að þú hafir selt kvótann þinn, sért búinn að eyða peningunum sem þú fékkst fyrir hann og viljir fá kvótan aftur án þess að borga það sama fyrir hann og þú seldir hann á.

Hreinn Sigurðsson, 27.2.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband