Skotkreppan 2006; fíflin skilin eftir

Veturinn 2006 og fram á sumar var hörð erlend gagnrýni á íslensku bankana. Gagnrýnin beindist að áhættusækni bankanna, krosseignatengslum og hröðum vexti. Morgunblaðið veitti erlendu umræðunni farveg hér heima og hlaut bágt fyrir, bankar hótuðu auglýsingabanni og sökuðu blaðið um skemmdarverk.

Styrmir Gunnarsson segir í bókinni Umsátrið frá kátbroslegum aðferðum bankanna til að sýna fram á vonsku Morgunblaðsins. Bankarnir létu flokka Morgunblaðsfréttir um fjármálastofnanir í tvo flokka, góðar og slæmar. Þegar bankarnir sendu út fréttatilkynningu um taprekstur og tilkynningin birtist óbreytt í Morgunblaðinu var hún flokkuð sem neikvæð og frekari rökstuðningur fyrir hlutdrægni.

Fréttablaðið var gaggandi útrásarhæna enda safnaðist þangað auðkeyptasta lið íslenskar blaðamennsku sem gagnrýnislaust endurvarpaði lygum greiningardeilda bankanna.

Háskóli Ísland, viðskiptadeildin, var með rannsóknaráætlun árið 2006 sem átti að útskýra hvers vegna Íslendingar væru snillingar í viðskiptum.

Árið 2006 stóð ákæruvaldið í ströggli við að koma að ákærum á hendur sakborninga í Baugsmálinu á meðan hamast var á opinberum starfsmönnum og þeir sagðir hlaupatíkur Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar. Samfylkingin gaf áburðinum trúverðugleika í Borgarnesræðum og á þingi.

Nei, það var ekki vinnandi vegur að breyta rás viðburðanna árið 2006. Fjármálafurstarnir voru vaxnir stjórnvaldinu yfir höfuð og vóru með öll ráð í hendi sér.

Árið 2006 var búið að tvinna saman aðskiljanlegustu hagsmunum þjóðfélagsins; fjölmiðlar, listamenn, háskólar voru á bankaspena og stærsti hluti stjórnmálakerfisins sömuleiðis.

Lítt rannsökuð hliðaratburðarás fór af stað um þetta leiti. Stórir hópar almennings tóku að draga úr áhættusækni sinni og huga betur að fjármunum sínum. Af þeirri ástæðu eru um 80 prósent íslenskra heimila í þokkalegu standi. 

Skotkreppan 2006 skildi fíflin eftir í foraðinu.


mbl.is Hefði átt að stöðva bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er raunveruleikinn í hnotskurn.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2010 kl. 11:34

2 Smámynd:  (netauga)

Góð samantekt hjá þér

(netauga), 10.1.2010 kl. 11:48

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þannig var það víst... fín samantekt.

Villi Asgeirsson, 10.1.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband