Einstaklingar, þjóðin og ábyrgðin

Ef Björgólfur Thor væri félagsmaður í rússnesku mafíunni frá bjórverksmiðjudögum sínum í Pétursborg væri íslenska þjóðin ábyrg? Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir sviðinni jörð sem Jón Ásgeir Jóhannesson skilur eftir sig í Danmörku og London? Nei, vitanlega ekki. Tvímenningarnir eru einstaklingar og hafa frelsi og ábyrgð sem slíkir - kemur þjóðerni þeirra ekkert við.

Björgóflur Thor var ásamt föður sínum aðaleigandi Landsbankans sem bauð almenningi í Bretlandi og Hollandi betri vexti en gekk og gerðist undir vörumerkinu Icesave. Feðgunum leyfðist þetta vegna evrópskra reglna sem gerðu engan greinarmun á einkabanka í eigu manna með vafasama fortíð og einkabanka með langa og trúverðuga sögu. Í ljósi reynslunnar eru Evrópureglurnar í endurskoðun.

Hávaxtareikningar Icesave reyndust glópska þar sem bankinn fór í þrot. Stjórnvöld í Bretlandi og Holland hefðu getað sagt við sparifjáreigendur; sko, svona fer þegar þið leggið inn á hávaxtareikninga, þið takið áhættu sem getur leitt til taps. En stjórnirnar í London og Haag sögðu ekkert slíkt vegna þess að allt bankakerfi álfunnar lék á reiðiskjálfi haustið 2008. Sparifjáreigendum var bættur skaðinn í samræmi við evrópsku reglurnar. 

Víkur sögunni aftur til Íslands þar sem kemur til valda stjórn skipuð ráðamönnum blautum á bakvið eyrun, vart mælandi á erlend mál. Þessir ráðamenn ákváðu að bukta sig og beygja fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vegna efnahagshrunsins. Þegar Bretar og Hollendingar kröfðust endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna Icesave voru íslensku ráðamennirnir óðara tilbúnir að krjúpa. Einn þeirra sagði meira að segja upphátt að það stefndi í ,,glæsilega niðurstöðu" í samningum við Breta og Hollendinga.

Icesave-samningurinn er upp á 200 - 700 milljarða króna og fellur í gjalddaga þegar ráðherrarnir sem skrifa undir eru komnir á eftirlaun.

Til að undirstrika siðblindu sína stóðu ráðherrarnir að frumvarpi til laga um að gagnaver Björgólfs Thors fái sérstaka skattameðferð.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu fáum við tækifæri að segja álit okkar ríkisstjórninni sem kann ekki skil á alþjóðlegum samskiptum og þeim grundvallarmun sem er á ábyrgð einstaklinga og þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr -  Heyr

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Ægir

Sammála!!!Heyr heyr....

Ægir , 9.1.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Eygló

Eygló, 10.1.2010 kl. 00:00

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það logar glatt í kyndli okkar,´höldum honum hátt á lofti,takk fyrir Páll.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2010 kl. 00:16

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

En kannski liggur vandamálið í því að bankinn var í raun aldrei einkavæddur, heldur aðeins lánaður til afnota og síðan skilað aftur í þessu ömurlega ástandi....

Björgólfarnir áttu nefnilega aldrei bankann því þeir borguðu ekki fyrir hann.... í því liggur vandinn og kannski er það eitt af því sem verið er að reyna að halda leyndu fyrir þjóðinni....?

Og má ekki deila um hvort þeir áttu nokkurn tíma þessa bjórverksmiðju? Er ekki líklegra að þeir hafi alla tíð verið leppar fyrir það fyrirbæri sem  nefnt er í upphafi þessarar bloggfærslu....? Og séu það e.t.v. enn. Það verður ekki amarlegt þegar risið verður rússneskt gagnaver á Miðnesheiði. Þá glotta væntanlega einhverjir....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 00:46

6 identicon

Páll Vilhjálmsson reynir að vera eins og foringi sinn formaður sjálfstæðisflokksins , segir bara það sem hentar mér og þegar það hentar mér !

Kjörorðið flokksins ykkar er :  Fólk er fífl !

JR (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:04

7 identicon

Talandi um fífl JR. Eva Joli er ein af mörgum marktækum erlendum aðilum sem hafa fært fullgild rök fyrir því núna á síðustu dögum og vikum að Ísland ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til að greiða þetta tjón sem Landsbankinn olli í þessum löndum.

Eva ásamt mörgum öðrum heldur því fram að íslendingar hafi verið beittir fantaskap og bolabröggðum til að þvinga upp á þjóðina þessum Icesave skuldum sem hún á með réttu ekki að greiða.

En í stað þess að notfæra sér nýja opnun vegna þessa og neitunar Forsetans er rekið upp ramakvein úr röðum fylgismanna SF og VG sem heimta að fá að borga, þó flestir skynsamir menn sjái þetta sem tækifæri að fara að lögum ESB um innistæðutryggingasjóði og borga ekki.

Ekki vill þessi hópur spekinga gerast sjálfboðaliðar til að greiða. Nei, en eru tilbúnir  að kasta peningum skattgreiðendi í hítina eins og fyrri daginn vegna ímyndaðra stjórnmálahagsmuna augnabliksins. 

Eru það ekki alger fífl sem ekki sjá að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að fá reikninginn vegna falls Landsbankans í Englandi og Hollandi.

Eitt dæmi hér til gamans alveg arfa vitlaust, þó ekki vitlausara en rökstuðningurinn að baki því að gera íslendinga alla ábyrga fyrir Icesave reikningum Landsbankans.

Bretar réðust inn í Írak, sennilega í trássi við alþjóðalög. Á að senda breskum skattgreiðendum reikninginn vegna þess gríðarlega tjóns sem þeir ollu á mönnum og mannvirkjum í því landi!!!!

Hvað ætli sá reikningur verði hár!!! Hvað ætli þeim finnist um það bretunum sem vilja að íslendingar borgi Icesave!!!

Það hefur verið tekist á um þetta mál í Bretlandi og talað um að draga þá til ábyrgðar sem stóðu að ákvörðunni, hvort hún hafi verið löglega tekin.Það eru eðlileg viðbrögð, eins og okkar viðbrögð að rannsaka bankahrunið og draga til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera.

En það hefur engum manni dottið í hug að stinga upp á því að senda bresku þjóðinni reikninginn vegna tjónsins sem varð.

Það er þó ekki vitlausari reikningur en Icesave reikningurinn sem sendur var á íslendinga frá bretum, er það!!!

Það er t.d. hægt að nota sömu rök á breta og sumir úr röðum SF og VG nota hér heima fyrir greiðslu á Icesave að íslendingar eigi ekki betra skilið enda hafi þeir kosið yfir sig hrunflokkana, þó SF séu búnir að gleyma í hvaða liði þeir voru.

Með sömu rökum eiga bretar íraksreikninginn, þeir kusu jú yfir sig Blair og kratana oftar en einu sinni!!! 

Rekkinn (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 04:34

8 identicon

Auðvitað ætti þjóðin ekki að bera ábyrgð á neinum einkafyrirtækjum.

En ef "RÍKIÐ" (Fyrrv.ríkisstjórn) LOFAR að baktryggja og bera ábyrgð; í þessu tilfelli á ICESAVE-samningum; með skriflegum samningum.

Þarf RÍKIÐ þá ekki að standa við þannig samninga?

Alveg eins og ef RÍKIÐ tæki lán vegna Kárahnúka; þarf ekki að standa við samninga?

Er þá ekki frekar við FYRRVERANDI RÍKISSTJÓRN að sakast frekar en Breta;

að hafa lofað einhverju sem ekki er hægt að standa við?????????????????

Jón (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 10:47

9 Smámynd: Eygló

Jón, játning fyrir framan byssukjaft er ekki gild skv. lögum.

Eygló, 10.1.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband