Svartur sunnudagur Samfó og Vg

Málefnastaða Icesave-flokkana Samfylkingar og Vinstri grænna er steindauð og dó endanlega sunnudaginn 10. janúar. Í vikunni birtust greinar í erlendum fjölmiðlum eftir sérfræðinga sem tóku undir málstað meirihluta þjóðarinnar um að fyrirvarar eigi við skuldbindingar okkar á Icesave-reikningunum.

Í Silfri Egils í dag mættu Joly og Lipietz og héldu fram málstað Íslands með rökum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir reynir að þagga.

ESB-RÚV skrapar botninn í hádegisfréttum og dubbar höfund kosningastefnuskrár Samfylkingarinnar, Aðalstein Leifsson, sem óháðan sérfræðing og vitnar hann um meintar skelfilegar afleiðingar þess ef þjóðin breytir rétt og hafnar Icesave-frumvarpinu.

Ríkisstjórnin er búin að vera en ætlar ekki fremur en fyrri daginn að horfast heiðarlega í augu veruleikans. Stjórn Jóhönnu verður dregin út úr stjórnarráðinu blóðug og limlest fyrir vorið.


mbl.is Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Forseti þessarar þjóðar hefur gert meira fyrir tilverurétt þessarar þjóðar en flestir aðrir!  Hver hefði trúað því! 

Mynd af Ólafi á 10.000 kr seðilinn.

Jón Ásgeir Bjarnason, 10.1.2010 kl. 17:02

2 identicon

Rétt hjá þér afhjúpunin á algjöru á getuleysi Ríkisstjórnarinnar er svakalegt.

Það er líka rétt að Samfylkingin er kominn niður í RUSL-FLokk Íslenskra lágkúru stjórnmála í heilu lagi og virðist ætla að láta draga sig út úr stjórnarráðinu.

Því þesssu getulausa sundrunagar- og þjóð óhollustu hyski öllu saman verður fleygt á landráðbrennuna sem haldinn verður í kjölfarið.

Það skrýtna er að formaður VG og hluti þingflokks VG virðist líka vilja verða sprek á þessari Rusla og landhreinsunar ESB- Samfylkingarbrennu !    

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:03

3 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur enn ekkert á óvart !

En, Jónas kemur hér með skýringu á foringja þínum :

,,Við skulum skoða aðild að Evrópu og við skulum alls ekki skoða hana. Við skulum fara dómstólaleiðina í IceSave og við skulum alls ekki fara hana. Við skulum búa til fyrirvara við IceSave samninginn og við skulum algerlega hafna þessum fyrirvörum. Við heimtum skilyrðislaust þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave lögin og við viljum komast hjá þessari atkvæðagreiðslu. Við skulum segja já og við skulum segja nei, nei, nei. Þetta er í stuttu máli pólitísk stefnuyfirlýsing Bjarna Benediktssonar á aðeins einu ári. Hann er heimsins mesta skopparakringla. Engin furða, þótt þriðjungur kjósenda vilji hann."

JR (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

JR kemur ekki á óvart frekar en fyrri daginn. Hann hefur ekkert skilið og ekkert lært síðan þessi heiladauða ríkisstjórn tók við "stjórnartaumunum". Ekki frekar en félagi Steingrímur sem kannast ekki við, í FT í dag, að breyting hafi orðið á stöðunni síðan forsetinn synjaði undirskrift.

En ég bíð eftir vorinu þegar Jóhanna verður dregin á hárinu út úr stjórnarráðinu. Hvernig þeir fara með hinn sköllótta Steingrím hlýtur þó að vera stóra spurningin í dag. 

Ragnhildur Kolka, 10.1.2010 kl. 19:46

5 identicon

Vil benda hr. JR á að Foringi Páls Vilhjálmssonar er ekki formaður Sjálfstæðisflokksins og hefur aldrei verið að því að ég best veit. Þannig eru þessir meintu íhalds snjóboltar þínir hreint vindhögg.

Páll hefur að því að ég best veit alltaf verið sjálfum sér samkvæmur raunsæjis vinstri maður trúandi á land sitt og þjóð.

Hann hefur hinns vega alltaf verið gagnrýninn á allt og alla og þannig eiga góðir og gagnrýnir blaðamenn alltaf að vera.

Gunnlaugur Ingvarrson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 20:09

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er hollt og gott að skiptast á skoðunum um hvaðeina sem varðar mál almennings, res publica. Hvenær skyldi sá dagur renna upp að menn stunda skoðanaskipti, hrein og klár á þessum vettvangi? Já, og sleppi því að hæða eða lítillækka pólitíska andskota sína?

Flosi Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 20:37

7 identicon

Sæll Páll.

Má ekki segja það um Aðalstein og margan manninn úr Samfó Elítunni þegar kemur að Icesave.

Að, það fer ekki alltaf saman langskólaganga og góð menntun!!

Það fer einnig fram raðsönnun kenningarinnar á stórum hópum í Samfó þessar vikurnar eins og sjá má víða í fjölmiðlum þegar þeir tjá sig um Icesave lögin.

Eiginlega eins og Marsvínahópur sem veður á land í opinn dauðann, skiptir engu máli þó reynt sé að snúa þeim við, þeir koma flestir bara aftur sömu leið.

Þá er engin leið önnur en að aflífa þessi grey.

Það verður gert í þjóðarathvæðisgreiðslunni um Icesave lögin.   

Rekkinn (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 21:04

8 identicon

,,.. þannig eiga góðir og gagnrýnir blaðamenn..."

Páll Vilhjálmsson er ekki ,,blaðamaður"  !

Páll Vilhjálmsson er ,,sjálfstæðismaður"  !

Þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af mér, en ég þakka um hyggjuna !

JR (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Maður fer að spyrja sig hverjir teljist hæfir til að gefa út dánarvottorð fyrir ríkisstjórnir. Varla krefst slíkt læknis- eða dýralæknamenntunar. Hlýtur þetta ekki að vera í verkahring Stjórnmálafræðinga.

Og það má spyrja aftur hvort var ekki einmitt það sem stjórnmálafræðingurinn á Bessastöðum gerði með því að vísa málinu til þjóðarinnar.....?

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 22:40

10 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ragnhildur Kolka, það er hár víðar en á höfðinu og það á ekki minna viðkvæmum stöðum sem hægt er að draga Steingrím Júdas á. Og eru eflaust margir sem vildu taka það að sér, þyrfti kannski að útvega þeim olnbogaháa gúmmívettlinga fyrst til þeirrar iðju

Þórólfur Ingvarsson, 10.1.2010 kl. 22:50

11 identicon

  Algjörlega sammála Flosa, eru engin takmörk fyrir því hversu lágt þið getið lagst, við að koma ykkar "fallega orðaða" skoðanaofbeldi á framfæri? Eru samræður og orðanotkun á ykkar heimili eitthvað í líkingu við þetta? Er það svona sem þið alið upp börnin ykkar? Enduspeglar orðanotkunin viðhorf ykkar til lífsins og tilverunnar? Er þetta framlag hinna sértrúuðu (hvar í flokki sem þeir eru) til að sameina þjóðina og koma henni út úr þeim erfiðleikum sem yfir hana ganga. Hvað átti ráðherrann við "Guð blessi Ísland".  Í mínum huga er það alveg kristaltært í dag.- Að vissu leiti er það fagnaðarefni að orðljótustu alvitringar landsins hafi fundið vettvang fyrir sitt skítlega eðli, eins og það var orðað svo skemmtilega hérna um árið. 

Hafis (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:59

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglegt hvernig Steingrím hefur tekist að "rústa ímynd sinni & trúverðugleika" - hvað er eiginlega að gerast upp í hausnum á SteinFREÐ & Jóhönnu??  Ég & fjöldi fólks hef fengið mig fullsaddan af hráskinnaleik núverandi valdhafa og frábið mér og þjóðinni allri að veita þeim starfsfrið mikið lengur.  Eða með orðum Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni" svona getur þetta ekki haldið áfram...!  Vinnubrögð Steingríms í þessu Icesave máli minna mikið á klúðrið & hrokann tengt fjölmiðlalögunum.  Mér sýnist Steingrímur vera búinn að taka upp hrokastjórnun & viðhorfs Dabba kóngs.  Mér finnst einnig sorglegt hvernig einn maður getur breytt jafn gróflega skoðunum sínum í fjölda mála frá því að hann var í stjórnarandstöðu og yfir í að vera í stjórn.  Alveg ótrúleg upplifun.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) 

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 00:01

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    En nú er hann fölur og fár.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2010 kl. 03:30

14 Smámynd: Reið kona

Svona getur viðbjóðurinn ávallt toppað sjálfan sig. Að hin íslenska þjóð skuli þurfa að burðast með rotnandi lík siðferðislega, eins og kemur fram í tilvitnuðum ummælum hér á eftir, er langt um verra en Icesave. Langt um verra en hundaskítur á steikardiski. Viðbjóðurinn verður ekki verri. 

Ragnhildur Kolka: 

En ég bíð eftir vorinu þegar Jóhanna verður dregin á hárinu út úr stjórnarráðinu. Hvernig þeir fara með hinn sköllótta Steingrím hlýtur þó að vera stóra spurningin í dag.

Þórólfur Ingvarsson:

Ragnhildur Kolka, það er hár víðar en á höfðinu og það á ekki minna viðkvæmum stöðum sem hægt er að draga Steingrím Júdas á. Og eru eflaust margir sem vildu taka það að sér, þyrfti kannski að útvega þeim olnbogaháa gúmmívettlinga fyrst til þeirrar iðju.

Svona fólk á að skríða ofan í holu Saddams. Velunnarar siðferðis munu moka yfir. 

Reið kona, 12.1.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband