Krím, Kúrdar og vestræn hræsni

Vesturlönd hrukku af hjörunum þegar Rússland innlimaði Krímskaga 2014. Krímskaginn er byggður Rússum en Úkraína fékk skagann að ,,gjöf" á tíma Sovétríkjanna. Ísland er í viðskiptastríði við Rússa útaf Krím, ekki að eigin frumkvæði, heldur vegna aðildar okkar að Nató og ófrelsinu sem fylgir EES-aðild.

Víkur nú sögunni til landamærahéraða Sýrlands og Tyrklands. Þar búa Kúrdar sem lengi dreymir um sitt eigið ríki, Kúrdistan. Allt bendir til þess að Tyrkjum verði leyft að taka sér nýtt land, sem áður tilheyrði fullvalda ríki, Sýrlandi, til að bæta hag sinn, á kostnað Sýrlands og Kúrda.

Verður rokið upp til handa og fóta á Vesturlöndum gegn landvinningum Nató-Tyrklands? Ekki veðja á það.


mbl.is Sameinuðu þjóðirnar búa sig undir hið versta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Erdogan virðist ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi í boði Donalds Trump.

Hörður Þormar, 7.10.2019 kl. 12:54

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allar svona umræður þyrfti að skoða í ró og næði í sérhæfðum sjónvarpsþætti í RÚV með íslenskum spekingum þar sem að eingöngu væri unnið með LANDAKORTA-TÆKNITEIKNINGAR sem að sýndu hver væri að sækja að hverjum úr hvaða áttum og af hverju. Live-caos-myndir af vettvangi leiða ekki til lausna en auka bara á ringulreiðina: Kastljósið mætti beinast oftar að

FRIÐARGÆSLUHER SAMEINUÐUÞJÓÐANA og hershöfðinga þess hers: https://peacekeeping.un.org/en

Jón Þórhallsson, 7.10.2019 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband