Rósa B: kynferðisleg áreitni ok, baktal ekki

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir stjórnarandstöðuþingmaður Vinstri grænna segir kynferðislega áreitni léttvægari en baktal. 

Nú vita allir læsir að ef hlutverkin væru önnur, t.d. að þingmaður Sjálfstæðisflokks hefði viðurkennt kynferðislega áreitni en þingmaður Samfylkingar staðinn að því að baktala einhvern, myndi  Rósa Björk ekki ná upp í nef sér af hneykslun og segja tilraun til nauðgunar margfalt verri en dónaleg og ólöglega hleruð ummæli.

Stjórnmálamenn velja sér sérkennilegar leiðir að lýsa sig ómarktæka.


mbl.is Óviss hvort málið eigi erindi við siðanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ómarktækir umræðustjórar og bloggarar velja sér ekki umræðuefni. Þeim er sagt hvað skal ráðast á og hvað skal verja. En hvaðan kemur dagskipunin?  Hvernig væri að síðuhöfundur upplýsti lesendur um það. Eða gildir það bara um áhrifavalda sem auglýsa vörur?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2018 kl. 22:05

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jóhannes, þú hefur áður spurt mig sömu spurningar og færð sama svar: ég skrifa fyrir eigin reikning.

Páll Vilhjálmsson, 8.12.2018 kl. 22:10

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er full vinna að fylgjast með fjölmiðlaumræðunni og blogga um hana á hverjum degi eins og þú hefur gert undanfarin ár.  Svo ég spyr enn, hver greiðir fyrir þessa vinnu?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2018 kl. 22:17

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Og ég svara enn: ég fæ engar greiðslur fyrir að blogga, hvorki frá einstaklingum, félögum eða hagsmunahópum. Ekki krónu.

Páll Vilhjálmsson, 8.12.2018 kl. 22:25

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ok, það er hægt að fóðra slíkt með ýmsu móti. Kannski færðu laun frá Heimssýn eða ert á launaskrá einhvers fyrir óskilgreinda ráðgjöf!!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2018 kl. 22:41

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta þykir mér líklegt.

Sigurður Þórðarson, 8.12.2018 kl. 22:42

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég fékk laun frá Heimssýn sem framkvæmdastjóri á sínum tíma, hætti þar við mikinn fögnuð vinstrimanna áramótin 2012/2013.

Og nei, ég stunda ekki ráðgjafastörf.

Páll Vilhjálmsson, 8.12.2018 kl. 22:47

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Páll ég var bara að lýsa mig sammála þér. Tel sem sé líklegt að félagshyggufólkið svokallað setji önnur siðferðisviðmið fyrir sig og sína en aðra. Mér þykir t.d. ekki líklegt að að skríll hefði safnast í Ráðhús Reykjavíkur til að hrópa ókvæðisyrði að Ólafi F Magnússyni þegar hann kom úr veikindaleyfi ef hann hefði verið í Samfylkingunni. Raunar tel ég það útilokað.

Sigurður Þórðarson, 8.12.2018 kl. 23:00

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, Siguður.

Páll Vilhjálmsson, 8.12.2018 kl. 23:02

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel á minnst Páll, varðandi brottför þína frá Heimsýn. Ég var á þesum fundi þegar þú varst gagnrýndur af einum manni, sá var að vísu talsvert fúll út í þig. En það var honum ekki nóg að þú hættir því hann hætti skömmu síðar sjálfur með einhverjum sviguryrðum. Í okkar samtökum eru bæði vinstri og hægrimenn. Sjálfur átta ég mig ekki á hvar ég á heima í þeirri katagoríu. Mér nægir að vita að menn vilja landinu og þjóðinni okkar vel til að kalla þá samherja. Það veitir ekki af slíkum.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2018 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband