ESB hirti fullveldið af Bretum - barátta að fá það tilbaka

Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 að segja sig úr Evrópusambandinu. Úrsagnarferlið sýnir að ESB lætur ekki svo glatt af hendi valdheimildir sem það hefur náð frá aðildarríkjum.

Óvissuástand er varanlegur þáttur í breskum stjórnmálum sl. 2 ár. Afsagnir ráðherra sem telja ESB reyna að gera Bretland að hjálendu sinni eru til marks um það.

Skýr niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki virt af Evrópusambandinu sem leggur sig fram um að gera Bretum óleik. Lærdómur fyrir fullvalda þjóðríki er að gefa ekki ESB færi á sér.


mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

ESB er eins og óútfylltur kaupsamningur með undirskrift stjórnvalda með veði í fólkinu  sem þarf alltaf að standa við skuldbindingar sínar. 

ESB var í tísku fyrir nokkrum árum. Það þótti kúl, eða eins og ungur evrópusinni sagði, "ef við göngum ekki í Evrópusambandið mun unga fólkið fara í Evrópusambandið" (beint í atvinnuleysið). Popp og kók kostaði víst minna í ESB en á Íslandi, en þökk sé "ónýtri" krónu hafa "rökin" fyrir inngöngu horfið eins og dögg fyrir franska sólu. Þau snerust bara um peninga, ekkert um fullveldi, sjálfsstæði og sjálfsvirðingu.

Benedikt Halldórsson, 15.11.2018 kl. 09:05

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Macron franski vill að við hættum að hugsa um eigin hag en förum frekar að hugsa um hag annarra. Við getum ekki einu sinni komið okkur saman um hvað okkur sjálfum er fyrir bestu, hvað þá að við vitum hvað öðru fólki sem við þekkjum ekki - hvað því sé fyrir bestu - án þess að spyrja það álits.

Jú, Macron er með lausnina. Hann mun sjálfur taka að sér að segja okkur hvað öðrum er fyrir bestu og öðrum hvað okkur er fyrir bestu.

Macron vill Evrópuher og lítur á sig sem umboðsmann fólksins (sem hann spyr ekki álits). Macron stefnir í sólkonunginn.

Benedikt Halldórsson, 15.11.2018 kl. 09:11

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Samtal eða samvinna milli manna, eða samstaða og samvinna milli þjóða ætti ekki endilega að hafa það með í för að að lúta þurfi allri sérvisku og kenjum mannsins eða öllum lögum og reglum og órum viðkomandi þjóðar til að sú samstaða, samvinna geti verið farsæl.       

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2018 kl. 12:16

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Leiðtogar ESB fagna sáttmálanum" en fimm ráðherrar bresku stjórnarinnar segja af sér embætti.  Brexit er ekki auðfengið og öðrum til viðvörunar.

Kolbrún Hilmars, 15.11.2018 kl. 12:18

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Samtal og samvinna um tiltekinn mál er hið besta mál. En reynslan sýnir að ef menn "játast" ESB fer það haga sér eins og húsbóndi sem gefur fyrirskipanir. 

Benedikt Halldórsson, 15.11.2018 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband