Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 7. febrúar 2023
Þóra, skipstjórinn og verðlaunasiðleysi
Lögreglurannsókn á aðild blaðamanna að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og brot á friðhelgi, er á komin til ákærusviðs. Búist er við ákærum innan tíðar.
Þessi rannsókn sem er í gangi núna hefur í sjálfu sér ekkert með Samherja að gera, þannig séð, heldur það hvort við, þessir fréttamenn, höfum mögulega séð eða dreift heimakynlífsmyndböndum Páls Steingrímssonar.
Ofanritað er haft eftir Þóru Arnórsdóttur í frétt Heimildarinnar er hún tilkynnir starfslok á RÚV. Í orðum Þóru er óbein viðurkenning að hún var með gögn úr síma skipstjórans undir höndum. En RÚV birti enga frétt upp úr síma skipstjórans, það gerðu Kjarninn og Stundin. Hlutverk Þóru var annað en að segja fréttir.
Síma Páls skipstjóra var stolið 4. maí 2021 á meðan hann var í öndunarvél vegna byrlunar. Rúmum tveim vikum síðar, 21. maí, birtu Kjarninn og Stundinni fréttir úr símanum. Staðsetningarbúnaður síma Páls sýnir að tækið var á Efstaleiti, vinnustað Þóru, og þar var síminn afritaður, klónaður.
Yfirheyrslur yfir sakborningum hófust snemma í október 2021. Gögn sýna að Þóra átti yfir 20 símtöl við konuna sem ákærð verður fyrir að byrla Páli, stela síma hans og koma yfir á Efstaleiti, - steinsnar frá Landspítalanum þar sem skipstjórinn lá milli heims og helju. Umrædd símtöl voru haustið 2021. Enn er ekki vitað um símtöl dagana fyrir og strax eftir byrlun Páls.
Lögreglan er með upplýsingar um að blaðamenn höfðu frumkvæði að tilraunum til að nota símann til að komast inn á bankareikninga skipstjórans. Þeir vildu hafa lif skipstjórans í hendi sér þótt hann væri kominn úr öndunarvél. Eftir að skipstjórinn kærði sendu blaðamenn hótanir um aðför að einkalífi hans, héldi hann kærunni til streitu.
Þóra segist hætt í fjölmiðlum og gumar af mörgum verðlaunum. Þegar ákærur verða birtar er líklegt að fleiri verðlaunablaðamenn hverfi af vettvangi. Almenningur kaupir ekki fjölmiðla gegnsósa af siðleysi. Í heild verður blaðamannastéttin að horfast í augu við verðlaunasiðleysi innan eigin raða.
Auk þess að gefa upp staðsetningu las smáforrit í síma Páls öll símanúmar sem voru í grennd við símtækið þann tíma sem þjófarnir véluðu með tækið. Eftir að Páll komst til meðvitundar sá hann að átt hafði verið við símann. Hann kærði málið til lögreglu 14. maí, viku áður en Kjarninn og Stundin birtu fyrstu fréttir með vísun í gögn skipstjórans.
Hvorki Þóra né RÚV hafa gert grein fyrir því hvernig stolinn sími komst á Efstaleiti og hvers vegna hann var afritaður þar. Augljóst er að engar faglegar forsendur lágu til grundvallar. RÚV birti enga frétt.
Efstaleiti var miðstöð aðfarirnar að skipstjóranum. Þrem dögum áður en Páli var byrlað var Aðalsteinn Kjartansson undirmaður Þóru sendur yfir á Stundina. Skipulagið var svo nákvæmt að Aðalsteinn og Þórður Snær á Kjarnanum hringdu í Pál skipstjóra með tíu mínútna millibili daginn fyrir birtingu. Símtöl voru til málamynda. Kvenlega smásmygli má lesa úr framkvæmdinni.
Fimm blaðamenn verða ákærðir. Þóra Arnórsdóttir er opinberlega sakborningur frá 14. febrúar á síðasta ári. Í heilt ár er sakborningur í lögreglurannsókn yfirmaður á ríkisfjölmiðlinum Núna tilkynnir hún starfslok á RÚV með þessum orðum: ,,Það er ekkert drama, það alveg fjarri því að vera einhver dramatík í kringum þetta."
Í viðtali við Fréttablaðið er Þóra spurð hvort sakamálið hafi haft áhrif á skyndilegt brotthvarf eftir 25 á á RÚV.
,,Nei, það hafði engin áhrif á þetta, segir hún ákveðin.
Frétt RÚV um starfslok Þóru er fáorð. Látið er eins og allt sé með felldu á Glæpaleiti kortéri fyrir birtingu ákæruskjala.
RSK-sakamálið, kennt við RÚV, Stundina og Kjarnann, hefur tekið sinn toll af RÚV. Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri urðu að hætta. Aðalsteinn Kjartansson, sem skutlaðist af RÚV yfir á Stundin rétt áður en Páli skipstjóra var byrlað, er einnig sakborningur.
Þegar Stefán útvarpsstjóri losaði sig við Helga Seljan fyrir ári lét hann eftirfarandi fylgja að skilnaði:
Hvað Helga Seljan varðar sérstaklega þá er það sigur fyrir íslenska þjóð og blaðamennsku að þessi öflugi blaðamaður haldi áfram sínum störfum.
Ekki heyrist múkk frá útvarpsstjóra þegar einn af yfirmönnum stofnunarinnar, og andlit út á við, hættir. Kannski að Stefán átti sig á að kveðjuorð hans til starfsmanna eldast illa.
Stefán fær síðar tækifæri, líklega fyrir þingnefnd, að útskýra hvernig það atvikaðist að Efstaleiti varð miðstöð glæpa; hvers vegna útvarpsstjóri upplýsti ekki alþjóð um aðkomu starfsmanna og hvað réttlætti að Þóra starfaði í heilt ár á yfirstjórn RÚV sem sakborningur í alvarlegu refsimáli. Stefán gaf lögum og siðum réttarríkisins langt nef; sagði efnislega að engum kæmi við þótt glæpir væru skipulagðir og framkvæmdir af ríkisfjölmiðlinum. Tiltrú á RÚV er brostin.
Fimm sakborningar úr röðum blaðamanna, þar af þrír af ríkisfjölmiðlinum, er auðvitað engin ,,dramatík", eins og Þóra segir.
Stærsti glæpur í íslenskri fjölmiðlasögu er réttari lýsing.
![]() |
Þóra Arnórsdóttir hættir hjá Rúv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 6. febrúar 2023
Tilfinningar og staðreyndir
Staðreynd er að jafnaði hægt að sannreyna. Annað einkenni staðreynda er að þær geta ekki aðeins átt heima i huga einhvers. Til að staðreynd standi undir nafni þarf hún að vera aðgengileg, í það minnsta fræðilega, utan vitundarinnar. Annars er aðeins um að ræða hugmynd og gæti sem best verið ranghugmynd.
Tilfinningar eru alltaf þess sem hefur þær, eða segist hafa þær, og ekki er hægt að sannreyna. Af því leiðir eru tilfinningar aldrei staðreyndir. Allir hafa rétt á sínum tilfinningum en enginn hefur þann rétt að aðrir deili þeim tilfinningu. Hvað þá að tilfinning eins sé tekin sem staðreynd af öðrum.
Það er ekki nóg að safna liði, kalla sig minnihlutahóp, og telja sér trú um ofsóknir. Sérviska fárra verða ekki sannindi þótt sérvitringarnir komi fleiri saman.
Janet Daley, dálkahöfundur Telegraph, spyr hvenær það gerðist að tilfinningar ruddu staðreyndum úr vegi í opinberri umræðu. Tilefni orða Daley er skoska translöggjöfin, sem kveður á um að tilfinningin fyrir kyni, stundum kölluð kynvitund, standi ofar hlutlægri staðreynd, sem er líffræðilegt kyn. Ímynd ofar staðreynd. Vitund brýtur á bak aftur handfastan veruleika.
Hvernig atvikaðist það að ímyndanir og tilfinningar, heldur Daley áfram, komu í stað staðreynda? Sjá menn ekki að það grefur undan undirstöðu réttlætis? Hlutlæg sannindi eru grunnstoðir laga og stjórnskipunar.
Sjónvarpsmaðurinn Bill Maher rekur tilfinningaáráttu samtímans til brjálsemi sem viðgekkst í sumum þjóðríkjum á síðustu öld - alltaf með hörmulegum afleiðingum.
Tilfinningar og ímyndanir eiga sinn stað í lífi hvers og eins. En ef tilfinningar og ímyndanir ráða ferðinni í samfélagslegum málefnum er útkoman einboðin; óreiða og siðleysi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 5. febrúar 2023
Vinnan göfgar manninn
Vinnan gefur manninum tilgang. Alsiða er að fólk kenni sig við vinnuna; sjúkraliðar, kennarar, bílstjórar, sjómenn og svo framvegis. Stór hluti af sjálfsmynd hvers einstaklings er starfið sem hann gegnir.
Þeir sem kunna sitthvað fyrir sér um sálarlíf manna, t.d. Freud, segja vinnuna ,,gleðilind." Í kverinu Undir oki siðmenningar reit Freud eftirfarandi
Engin lífsstefna tengir einstaklinginn betur raunveruleikanum en vinnan. Því að vinnan gefur manni a.m.k. traustan sess í hluta veruleikans, þ.e. í mannlegu samfélagi.
Sá sem ekki vinnur er utangátta í mannlífinu. Í íslensku manntali fyrir 300 árum fengu þeir, sem ekki unnu, algenga einkunn: aumingjar.
Maðurinn tjáir sig betur með starfsemi en orðum. Góður maður, sagði Aristóteles, fær góðsemina ekki með hugsun, heldur virkni - þ.e. athöfn. Sú athöfn sem öllum heilbrigðum er tömust er starfið, vinnan.
,,[Ó]beit manna á vinnu býður heim einhverju hinu erfiðasta félagslega vandamáli sem hugsast getur," skrifaði Freud í áðurnefndu kveri.
Að kenna vinnu við hel og fyrirlíta 893 þúsund króna mánaðarlaun er félagslegt vandamál sem kenna má við Eflingu.
![]() |
Þurfa að vinna sig nánast í hel til að ná 893.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. febrúar 2023
10 prósent sósíalismi persónulegur
Persónulegur sósíalismi Sólveigar Önnu er lífið og sálin í verkfallsaðgerðum Eflingar. Sósíalískt prósentuhlutfall í Eflingu er um eða við tíu prósent.
Verkefni Sólveigar Önnu er að finna þessi tíu prósent og fá þau til að greiða atkvæði, bæði í stjórnarkjöri og þegar atkvæði eru greidd um verkfallsaðgerðir.
Aðferðin tryggir Sólveigu Önnu völd yfir 90 prósent félaga Eflingar og, ef aðgerðin heppnast, tækifæri til að sprengja upp samninga sem önnur verkalýðsfélög hafa gert á almennum vinnumarkaði.
Aðferðafræði Sólveigar Önnu var notuð á ASÍ-þingi í vor og sprengdi það upp. Þinginu var frestað.
Sviðin jörð félagslega og sviðin jörð efnahagslega er rökrétt afleiðing af persónulegum sósíalisma Sólveigar Önnu.
![]() |
Að sjálfsögðu er þetta ekki persónulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. febrúar 2023
Ráðherra afneitar transkonu sem nauðgaði
Karl nauðgaði tveim konum, komst undir manna hendur, en varð transkona til að afplána dóm í kvennafangelsi. Þetta er stutta sagan af transkonu, Isla Bryson, sem hét Adam Graham og nauðgaði tveim konum. Á milli ákæru og dóms skipti Adam um nafn og kyn.
Isla/Adam er skoskur þegn. Samkvæmt lögum Skotlands má skipta um kyn með yfirlýsingu. Karl segir: ég er kona og púff Adam verður Eva, nei, reyndar Isla. Mergjaður galdramáttur einfaldrar yfirlýsingar.
Aðalhöfundurinn að translögum Skota er Nicola Sturgeon forsætisráðherra. En nú ber svo við að í fyrirspurnartíma á þingi treystir Sturegeon sér ekki til að staðfesta að transkonan Isla Bryson sé kona.
Hver þremillinn. Þarf hreint sakavottorð til að vera kona? Eða er translöggjöf sem segir að kyn sé hugmynd, en ekki hlutlægur veruleiki, komin í ógöngur?
Breskir dálkahöfundar segja skosku translöggjöfina járnbrautaslys í beinni og sýni Sturgeon sem fífl.
Vandræði forsætisráðherra Skota stafa af veruleikafirringu. Kyn er hlutlæg staðreynd sem verður ekki breytt með yfirlýsingu.
Hugtakið kynvitund á að vísa til þess hvernig einstaklingur skynjar kyn sitt. Hugtakið blekkir, það er einmitt tilgangurinn. Ekki er hægt skynja kyn sitt fremur en að skynja sjón eða heyrn, maður sér og heyrir. Eða hefur einhver séð sjónina sína? Heyrt heyrnina? Maðurinn er annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Að vera er eitt, að skynja er annað. Sá sem skynjar sig af öðru kyni en hann eða hún fékk í móðurkviði er haldinn kynfirringu, - sem er allt annað en kynvitund.
Kynfirringin í Skotlandi er víti til að varast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 2. febrúar 2023
Fríverslun við Breta, fordæmi gagnvart ESB
Fríverslunarsamningar eru gerðir á milli fullvalda þjóða til að auðvelda viðskipti. Samningurinn við Bretland sýnir að fullgerlegt er að eiga ,,náin viðskiptatengsl", eins og segir fréttatilkynningu stjórnarráðsins, án fullveldisframsals.
Fyrir aldarfjórðungi var íslensku þjóðinni talin trú um að fríverslunarsamningar væru liðin tíð, ekki væri lengur til siðs að gera slíka samninga. Nei, nú yrði að framselja fullveldið til útlanda svo að Íslendingar gætu áfram verið þjóð meðal þjóða.
Undir þessum formerkjum gekk Ísland Evrópusambandinu á hönd, með ESS-samningnum um miðjan tíuunda áratug síðustu aldar.
Endalaus vandræði eru af EES-samningnum, með hvað skýrustu birtingarmyndinni í orkupökkum sem reglulega eru sendir frá Brussel og veita framkvæmdastjórn Evrópusambandsins íhlutunarrétt í íslensk orkumál.
Ísland er sögulega og menningarlega til muna nánari Bretlandi en meginlandi Evrópu. Ef fríverslunarsamningur er nægilegur til að eiga samskipti við Bretland er augljóst að tvíhliða samningur við ESB um fríverslun er kappnóg til að mæta þörfum okkar.
Stofnað var til EES-svæðisins af hálfu Evrópusambandsins með það fyrir augum að EES-samningurinn væri áfangi á leið inn í sambandið. Íslendingar tóku umræðuna 2009-2012, þegar aðildarumsókn Samfylkingar var á dagskrá, og niðurstaðan varð ótvíræð: Ísland er ekki á leið inn í ESB.
Eftir úrsögn Breta, Brexit, 2016 má öllum vera ljóst hvorki er Ísland á leið inn í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð né hentar okkur aðildin að EES-samningnum. Bretar litu ekki við EES-aðild eftir Brexit. Fullvalda þjóðir gera einfaldlega ekki slíka samninga.
Löngu tímabært er að segja upp EES-samningnum og gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið.
![]() |
Fríverslunarsamningurinn formlega genginn í gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. febrúar 2023
Nánast útilokað að Úkraína sigri
,,Sárt en satt: Úkraínskur sigur verður ólíklegri dag frá degi. Her Kíev-stjórnarinnar tapar bæði mannskap og hergögnum, óvinurinn kemur sér betur fyrir og býr að gífurlegum vopnabirgðum. Engin furða að vestrænir stjórnmálamenn tala æ oftar um vopnahlé."
Tilvitnunin að ofan er fengin úr þýsku útgáfunni Die Welt, sem er hlynnt málstað Úkraínu og klappar að jafnaði þann stein að stutt sé í sigur Úkraínu. Fyrirsögnin á umfjöllun Die Welt er sú sama og á blogginu.
Rússar staðfesta að þeir sem ráða ferðinni í Úkraínu, bandarískir ráðamenn, sendi reglulega skilaboð um að Rússar láti af hernaðaraðgerðum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Rússar treysta ekki vesturlöndum. Friðarsamningar frá 2015 milli Úkraínu og Rússlands, kenndir við Minsk I og II, voru gerðir að undirlagi vesturlanda. Merkel þáverandi kanslari Þýskalands og Hollande þáverandi forseti Frakklands staðfestu síðar að Minsk-samningarnir voru til að kaupa tíma fyrir Úkraínu að vígbúast.
Síðustu fréttir af vestrænum hergögnum til Úkraínu eru um 100 skriðdrekar, sem afhentir verða næstu vikur og mánuði. Í Die Welt segir að Rússar ráði yfir um 4000, já fjögur þúsund, skriðdrekum. Ólíku saman að jafna.
Rússar eru með um 20 prósent af Úkraínu undir sinni stjórn. Sá hlutur fer stækkandi. Rússar eru í sókn en Úkraína í vörn og nauðvörn sums staðar, t.d. við Bakmút.
Um 60 til 70 prósent innviða Úkraínu eru ónýtir eftir árásir Rússa, samkvæmt Die Welt. Engar líkur eru á að viðgerðir lagi ástandið á meðan stríðið stendur yfir.
Mannfall í Úkraínuher er það mikið að karlar eldri en sextugir kvaddir í herinn. Rússar eiga 30 milljónir á herskyldualdri og geta bætt í herinn eftir þörfum.
Strax og Úkraínumenn fengu loforð um skriðdreka báðu þeir um herþotur. Þótt svo ólíklega færi að vesturlönd samþykktu myndu þotur litlu breyta. Til að bjarga Úkraínu verða Nató-ríkin að senda herlið í stórum stíl, mælt í hundruðum þúsunda. Vesturlönd hafa hvorki pólitískan vilja né bardagasveitir til að skipta sköpum í Úkraínu.
Bandarískir hershöfðingjar vilja ekki stríð við Rússa, segir Douglas Mcgregor fyrrum ofursti í Bandaríkjaher. Hann bætir við: Úkraína er að hrynja, hafa misst um 150 þúsund hermenn. Þá eru ótaldir aðrir fallnir auk örkumlaðra. Að ekki sé talað um milljónir flóttamanna.
Í lok viðtalsins við Mcgregor kemur fram að bandarísku skriðdrekarnir, sem nýlega var lofað, verða ekki tilbúnir fyrir en eftir marga mánuði. Ástæðan er sú að brynvörn skriðdrekanna er hernaðarleyndarmál sem Bandaríkjamenn vilja ekki að falli í hendur Rússa. Brynvörninni verður skipt út fyrir eldri og lélegri vörn. Vesturlönd senda rusl til Úkraínu og heimta slavneskt blóð í skiptum.
Í gær bárust fréttir að Rússar tóku smáþorp með stóru nafni: Sacco Vanzetti. Félagarnir Nicola Sacco og Bartolomeo Vanzetti voru ítalskir innflytjendur í Bandaríkjunum, dæmdir til dauða fyrir hundrað árum. Dómsmorð af pólitískum hvötum, var viðkvæði margra, en Sacco og Vanzetti voru stjórnleysingjar. Þegar frá líður Úkraínustríðinu verður spurt um hvatir að baki. Vesturheimskir munu sumir bera fyrir sig lýðræðis- og frelsisást. Nær er að tala um nekrófílíu.
![]() |
Flókið og viðhaldsfrekt vopnakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 31. janúar 2023
Helgi Seljan: vitni eða sakborningur?
RSK-sakamálið, kennt við RÚV, Stundina og Kjarnann, fagnar þeim áfanga 14. febrúar að ár er liðið síðan fjórir blaðamann kynntu sig sem sakborninga. Þóra Arnórsdóttir á RÚV, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson eru með réttarstöðu grunaðra í lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og brot á friðhelgi.
Brotið gegn skipstjóranum var framið í byrjun maí 2021. Stundin og Kjarninn birtu fréttir upp úr síma Páls en ekki RÚV. Skipulagið var að RÚV kæmi í kjölfar frétta jaðarmiðlanna og krefði stjórnmálamenn um álit á ,,uppljóstrunum" Stundarinnar og Kjarnans, sem nú hafa sameinast í nýjum miðli, Heimildinni. Markmiðið var að efna til reiðibylgju á fjöl- og samfélagsmiðlum. Það tókst, - en ekki án glæps.
Út frá skipulaginu, og að Þóra er sakborningur, má álykta að miðstöð aðfararinnar að Páli hafi verið á Efstaleiti. Vitað er hver byrlaði skipstjóranum, það var kona sem ekki gengur heil til skógar.
Páll skipstjóri er starfsmaður Samherja og hafði haft sig í frammi vegna ásakana RSK-miðla á hendur Samherja um meinta ólöglega starfsemi í Namibíu. Í reynd er Samherji brotaþoli í dómsmáli þar syðra.
Tilræðið þjónaði tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að kæfa gagnrýni á RSK-miðla og í öðru lagi að afla upplýsinga um tengslanet Páls skipstjóra. Fréttirnar sem Stundin og Kjarninn birtu gengu út á að grafa undan trúverðugleika skipstjórans og kasta rýrð á þá sem voru í samskiptum við hann. Arna McClure lögfræðingur Samherja er brotaþoli í sakamálinu ásamt Páli. Lögreglan er með upplýsingar um meingjörð blaðamanna RSK-miðla gegn Örnu.
Áður en Páll skipstjóri varð fyrir atlögunni höfðu hann og Samherji náð árangri að svara fyrir tilhæfulausar ásakanir RSK-miðla. Helgi Seljan var úrskurðaður sekur um alvarlegt brot á siðareglum RÚV rúmum mánuði fyrir tilræðið gegn skipstjóranum. RSK-miðlar voru í vörn og ákváðu að grípa til ráðstafana utan ramma laga og siða.
Eftir úrskurðinn fór Helgi Seljan huldu höfði, sást ekki á skjá RÚV. Hann vann á bakvið tjöldin, sinnti skipulagi á fréttamáli sem alls ekki mátti rekja til Efstaleitis.
Haustið 2021 varð yfirstjórn RÚV ljóst að sakamálarannsókn stóð yfir þar sem lykilmenn á fréttadeild komu við sögu. Stefán útvarpsstjóri losaði sig við Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra í nóvember. Útvarpsstjóri gat ekki ráðið í stöðu fréttastjóra fyrr en eftir miðjan febrúar, þegar fyrir lá hverjir hefðu stöðu grunaðra um glæp.
Um áramótin skildu leiðir Helga Seljan og RÚV. Helgi hafði gert sig að grátbólgnu fórnarlambi um miðjan október, í beinni útsendingu hjá Gísla Marteini. En allt kom fyrir ekki, verðlaunablaðamaðurinn varð að víkja. ,,Útvarpsstjóri segir að Samherjamálið hafi reynst fréttafólki stofnunarinnar erfitt," er fyrsta setningin í inngangi umfjöllunar Fréttablaðsins um starfslok Helga á RÚV. Sjálfur talar fréttamaðurinn um að enginn hafi séð fyrir ,,brjálæðið." En hann kemst upp með að gera ekki nánari grein fyrir í hverju ,,brjálæðið" fólst.
Helgi hélt yfir á Stundina og hitti þar fyrir sakborninginn Aðalstein. Nýliðin áramót sameinuðustu þeir tveim öðrum sakborningum, Arnari Þór og Þórði Snæ, og starfa nú allir undir merkjum Heimildarinnar, sem hefur viðurnefnið sakborningatíðindi.
Það hefur ekki verið upplýst hvort Helgi sé vitni eða sakborningur í RSK-sakamálinu. Ekki heyrist hósti né stuna frá honum sjálfum, en hann ber starfsheitið ,,rannsóknaritstjóri" á Heimildinni. Ekki heldur hafa aðrir blaðamenn á öðrum fjölmiðlum innt Helga Seljan eftir réttarstöðu hans.
Rannsóknaritstjórinn er í felum þegar kemur að stöðu hans sjálfs í sérstæðasta sakamáli íslenskrar fjölmiðlasögu. Má nærri geta að blaðamenn væru aðgangsharðari ef aðrir ættu í hlut en samstarfsfélagar. Réttarstaða Helga kemur ekki síðar í ljós en við ákæru í RSK-sakamálinu.
Hvenær ákært verður er opin spurning. Tvenn afmæli má hafa til viðmiðunar. Eftir tvær vikur er ár síðan að réttarstaða sakborninga var tilkynnt; í maí eru tvö ár frá glæpnum gegn Páli skipstjóra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. janúar 2023
Samningsfrelsið er í höndum sósíalista
Verkalýðsfélög einoka sölu á vinnuafli. Launþegar eru leiksoppar. Aðeins 10 til 20 prósent félagsmanna verkalýðsfélaga greiða atkvæði um kjarasamninga. Álíka hlutfall tekur þátt í stjórnarkjöri.
Launþegar sem einstaklingar hafa ekkert samningsfrelsi. Það er löngu búið að taka það af þeim. Róttækir verkalýðsrekendur eru með öll ráð launþega í hendi sér.
Verkalýðshreyfingin og pólitískir bandamenn segja miðlunartillögu sáttasemjara atlögu að samningsfrelsi. En samningsfrelsið er einskins virði fyrir 80 til 90 prósent launamanna. Einokun á kjarasamningum er aftur gulls ígildi fyrir púkana á fjósabitanum, verkalýðsrekendur.
Verkalýðshreyfingin er að stórum hluta í höndum róttæklinga sem leynt og ljóst grafa undan samfélagslegum stöðugleika. Hótanir um verkföll valda ókyrrð í samfélaginu. Þegar til verkfalla kemur eru hagsmunir saklausra, almennings, teknir í gíslingu af fámennum hópi róttæklinga. Þeir arðræna vinnandi fólk með innheimtu félagsgjalda og fylla sjóði með fjármunum, sem annars færu beint til launamanna. Sjóðirnir eru matarhola forréttindastéttar, verkalýðsrekenda, annars vegar og hins vegar eru sjóðirnir notaðir til áhrifakaupa, með úthlutun bitlinga.
Í frjálsu samfélagi á samningsfrelsið að vera í höndum einstaklinganna sjálfra. Það er þeirra að semja um kaup og kjör fyrir vinnu sína.
Verkalýðsfélög eru barn síns tíma, þjónuðu hlutverki í annarri samfélagsgerð en við búum við í dag. Verkalýðsfélög eru óþarfur milliliður milli launamanna og atvinnurekenda. Samningsfrelsið til launþeganna sjálfra, þar á það heima.
![]() |
Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 29. janúar 2023
Kyn og ímyndun, Messi og mannréttindi
Líffræðileg kyn eru tvö, karl og kona. Meðvitundin og líkaminn eru einn og sami hluturinn, ekki aðskildar einingar. Af þessum tveim staðreyndum leiðir að enginn fæðast í röngum líkama og nýburi getur aðeins verið annað tveggja, karlkyns eða kvenkyns. Í örfáum tilvikum eru kyneinkenni óræð. Í samráði við foreldra er nýbura veitt læknisaðstoð.
Þótt eitthvað sé ómögulegt, t.d. að fæðast í röngu kyni, má hver og einn ímynda sér að kyn og meðvitund fari ekki saman hjá sér. Það er ranghugmynd á ábyrgð þess sem fóstrar hana með sér. Viðkomandi mætti einnig ímynda sér að kynin séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða seytján.
Ímyndanir eru frjálsar hverjum og einum. Sá sem ekkert kann í fótbolta má ímynda sér að hann sé í raun betri en Messi. Heimurinn eigi bara eftir að uppgötva þau sannindi. Tuðrusparkarinn gæti jafnvel nýtt sér að félagafrelsi er í landinu og stofnað félagsskapinn Ég-er-betri-en-Messi.
En hvorki þeir sem ímynda sér kynin fleiri en tvö og að vitund og líkami séu aðskilin fyrirbæri né fótboltastrákurinn Ekki-Messi eiga þau mannréttindi að aðrir trúi ímynduninni. Ef svo væri yrði almenningur uppfullur af fáránlegustu hugmyndum; að jörðin sé flöt, fljúgandi furðuhlutir staðreynd, Ísland sé stórasta landi í heimi, manngert veðurfar og svo framvegis.
Mannréttindi eru ekki fyrir sértrúarhópa sem vilja troða ímyndun sinni ofan í kokið á náunganum. Einstaklingar sem ekki hafa framselt dómgreind sina sértrúarsöfnuði eru í fullum rétti að andmæla ímyndun annarra þegar hún birtist í opinberri umræðu. Mætti þar tala um þegnskap. Ímyndanir, sem fá fjöldafylgi, geta orðið samfélaginu skaðlegar. Nægir þar að nefna ýmsa isma sem urðu vinsælir um miðja síðustu öld.
Mannréttindi eru einstaklinga, ekki hópa. Einstaklingur má kenna sig við hvað sem vera skal. Hann má kalla sig FH-ing, skáta, Seltirning eða trans. En alveg sama við hvaða ímyndun eða félagsskap menn kenna sig við fylgja þeim engin mannréttindi.
Á seinni tíð ber við að ef félagahópi er hallmælt, t.d. FH-ingum, sé það til marks um hatursorðræðu. FH-ingar eru vissulega jaðarsettur hópur og stríðir við bágindi. Félagið er nær gjaldþrota og rétt slapp við fall úr efstu deild á liðnu sumri.
Hatur er aftur tilfinning sem fer verst með þann sem elur hana með sér. Okkar minnstu bræður og systur sligast undan hatursfullum huga. Við eigum að finna til með þeim sem burðast með ónotin og hughreysta. Kannski fellur FH í sumar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)