Samningsfrelsið er í höndum sósíalista

Verkalýðsfélög einoka sölu á vinnuafli. Launþegar eru leiksoppar. Aðeins 10 til 20 prósent félagsmanna verkalýðsfélaga greiða atkvæði um kjarasamninga. Álíka hlutfall tekur þátt í stjórnarkjöri.

Launþegar sem einstaklingar hafa ekkert samningsfrelsi. Það er löngu búið að taka það af þeim. Róttækir verkalýðsrekendur eru með öll ráð launþega í hendi sér.

Verkalýðshreyfingin og pólitískir bandamenn segja miðlunartillögu sáttasemjara atlögu að samningsfrelsi. En samningsfrelsið er einskins virði fyrir 80 til 90 prósent launamanna. Einokun á kjarasamningum er aftur gulls ígildi fyrir púkana á fjósabitanum, verkalýðsrekendur.

Verkalýðshreyfingin er að stórum hluta í höndum róttæklinga sem leynt og ljóst grafa undan samfélagslegum stöðugleika. Hótanir um verkföll valda ókyrrð í samfélaginu. Þegar til verkfalla kemur eru hagsmunir saklausra, almennings, teknir í gíslingu af fámennum hópi róttæklinga. Þeir arðræna vinnandi fólk með innheimtu félagsgjalda og fylla sjóði með fjármunum, sem annars færu beint til launamanna. Sjóðirnir eru matarhola forréttindastéttar, verkalýðsrekenda, annars vegar og hins vegar eru sjóðirnir notaðir til áhrifakaupa, með úthlutun bitlinga.

Í frjálsu samfélagi á samningsfrelsið að vera í höndum einstaklinganna sjálfra. Það er þeirra að semja um kaup og kjör fyrir vinnu sína.

Verkalýðsfélög eru barn síns tíma, þjónuðu hlutverki í annarri samfélagsgerð en við búum við í dag. Verkalýðsfélög eru óþarfur milliliður milli launamanna og atvinnurekenda. Samningsfrelsið til launþeganna sjálfra, þar á það heima.


mbl.is Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Verkalýðs og stéttarfélög eru ein versta illmennska sem Félagshyggjan hefur komið inn á fólk og samfélög. Sorglegt hversu fáir sjá í gegnum þessa þjóðfélagsverkfræði öfga-kommúnismans.

Guðjón E. Hreinberg, 30.1.2023 kl. 17:20

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Páll en vill samt viðhalda stéttarfélögum sem þjónustuskrifstofum við félagsmenn sem vilja vera í þessum félögum. Þessi félög eru að mestu í að reka orlofshús á landsbyggðinni og greiða styrki til félagsmanna. Finnst að þau eig að vera sem faglegt teymi aðstoðarfólks við vinnustaðasamninga, innheimtu launa og ráðgjöf fagaðila. Þessar tómu forustu tunnur sem glymja svona hátt hjá stéttarfélögum eru oftast afætur og tjónvaldar fyrir félögin enda er tími þeirra löngu liðinn í raun. Vinnuveitendur vilja viðhalda núverandi kerfi því það heldur niðri launum og skerðir kostnað fyrir SA, ef félögin yrðu látin gossa með laga og samningsbreytingum þá yrði SA fyrir endalausu áreiti minni hópa og enginn friður. Spurning um að taka upp alvöru velferðarstefnu og krefjast hlutdeildar starfsmanna í hagnaði sem og eignarhluta í fyrirtækjum, þá væri það á ábyrgð launþega að tryggja góða afkomu fyrirtækjanna því þeir ættu beina hagsmuni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2023 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband