Ráðherra afneitar transkonu sem nauðgaði

Karl nauðgaði tveim konum, komst undir manna hendur, en varð transkona til að afplána dóm í kvennafangelsi. Þetta er stutta sagan af transkonu, Isla Bryson, sem hét Adam Graham og nauðgaði tveim konum. Á milli ákæru og dóms skipti Adam um nafn og kyn. 

Isla/Adam er skoskur þegn. Samkvæmt lögum Skotlands má skipta um kyn með yfirlýsingu. Karl segir: ég er kona og púff Adam verður Eva, nei, reyndar Isla. Mergjaður galdramáttur einfaldrar yfirlýsingar.

Aðalhöfundurinn að translögum Skota er Nicola Sturgeon forsætisráðherra. En nú ber svo við að í fyrirspurnartíma á þingi treystir Sturegeon sér ekki til að staðfesta að transkonan Isla Bryson sé kona.

Hver þremillinn. Þarf hreint sakavottorð til að vera kona? Eða er translöggjöf sem segir að kyn sé hugmynd, en ekki hlutlægur veruleiki, komin í ógöngur?

Breskir dálkahöfundar segja skosku translöggjöfina járnbrautaslys í beinni og sýni Sturgeon sem fífl.

Vandræði forsætisráðherra Skota stafa af veruleikafirringu. Kyn er hlutlæg staðreynd sem verður ekki breytt með yfirlýsingu.

Hugtakið kynvitund á að vísa til þess hvernig einstaklingur skynjar kyn sitt. Hugtakið blekkir, það er einmitt tilgangurinn. Ekki er hægt skynja kyn sitt fremur en að skynja sjón eða heyrn, maður sér og heyrir. Eða hefur einhver séð sjónina sína? Heyrt heyrnina?  Maðurinn er annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Að vera er eitt, að skynja er annað. Sá sem skynjar sig af öðru kyni en hann eða hún fékk í móðurkviði er haldinn kynfirringu, - sem er allt annað en kynvitund.

Kynfirringin í Skotlandi er víti til að varast.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er íslenska ríkið eitthvað skárra í öllu þessu rugli? 

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Það er greinilega komin þörf fyrir KRISTILEGAN FLOKK á Íslandi.

Jón Þórhallsson, 3.2.2023 kl. 08:43

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Jón Þórhallsson það er tímabært að þjóðin mótmæli þessu og haldi sig við staðreyndir lífsins. Kynin eru tvö. Karlmaður getur aldrei verið kona, móðir eða lesbía og öfugt, kona getur aldrei verið karl, faðir eða hommi. Hér eru tvær baráttukonur í Noregi, mættum taka okkar þær til fyrirmyndar. Transkona kærði þær. Doc-TV spesial: Intervju med Christina Ellingsen og Tonje Gjevjon – Document

Helga Dögg Sverrisdóttir, 3.2.2023 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband