Biður RÚV Samherja afsökunar?

Níu Namibíumenn eru ákærðir í dómsmálinu sem rekið er í Namibíu, og snýst um úthlutanir veiðiheimilda. Kjarni dómsmálsins breytingar eru sem gerðar voru á fiskveiðilöggjöf landsins árið 2015 og hvernig þeim var framfylgt.

Einn ákærðra, Bernhardt Esau, var sjávarútvegsráðherra Namibíu 2010 til 2019. Namibian Sun hefur eftir Esau að tilgangur lagabreytinganna 2015 hafi verið  ,,að opna iðnaðinn og afnema einokun Namsov og Erongo Marine Enterprises."

,,Mér var hótað fangelsi eftir að ég lækkaði kvóta Namsov og Erongo Marine Enterprises," segir Esau í frétt Namibian Sun.

Lagabreytingarnar 2015 fólu í sér að opinberri stofnun, Fishcor, var heimilt að selja kvóta í þágu samfélagslegra verkefna. Kvóti Fishcor var tekinn af heildarkvóta. Aðrir, t.d. Namsov og Erogo, fengu minna úthlutað

Tilfallandi athugasemd sagði frá einu aðkomu Samherja að dómsmálinu þar syðra. Samherji einfaldlega keypti kvóta af Fishcor og greiddi fyrir samkvæmt gildandi lögum og reglum. Samherji er brotaþoli, útgerðin var blekkt af namibískum embættismanni, undirmanni Esau.

Fyrir utan dómsmálið í Namibíu eru íslensk yfirvöld með til rannsóknar gögn sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson og RÚV afhentu í framhaldi af Kveiks-þætti haustið 2019.

Bréf sem héraðssaksóknari sendi til Namibíu síðast liðinn október og Tilfallandi athugasemd fjallaði um gefur til kynna að rannsóknin hér á landi sé enn á byrjunarreit. Auk héraðssaksóknara er skattrannsóknastjóri með gögn Jóhannesar og RÚV til skoðunar.

Þegar það rennur upp fyrir íslenskum sakamálayfirvöldum að þar syðra í Namibíu er rekið dómsmál sem lýtur eingöngu að spillingu í embættismannakerfinu eru meiri líkur en minni að Namibíumálið, sem RÚV og RSK-miðlar kalla alltaf Samherjamálið, verði fellt niður á Íslandi.

Mun RÚV biðja Samherja afsökunar?

Önnur spurning, öllu mikilvægari:

Verður RÚV lagt niður þar sem stofnunin er stórhættuleg réttarríkinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vona svo sannarlega að svarið við loka spurningunni verði JÁ.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.12.2022 kl. 11:26

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég held að við fáum hvergi minna fyrir peningana en í RUV. Öll veiðileyfagjöldin renna í þessa stofnun sem  þröngur hópur vinstri manna er búinn að hertaka. Stanslaus áróður og móðga stóran hluta þjóðarinnar alla daga. Þessi stofnun er eins og millusteinn um háls skattgreiðenda. Hvað gerist ef ríkissjónvarpinu er lokað? Það myndi losna um gífurlegar fjárhæðir sem gætu farið í betri þarfir. Allir sem eru hræddir við RUV og þeir sem RUV á eftir að hræða gætu andað léttar þar með taldir stjórnmálamenn. Ráðamenn leika sér með fjármuni þjóðarinnar eins og enginn hafi þurft að vinna fyrir þeim. Algjört virðingarleysi fyrir íslenskum almenningi. Stofnun sem tekur að sér að hræða fólk og fyrirtæki og stundar áróður fyrir stórfé getur ekki átt rétt á sér. 

Kristinn Bjarnason, 25.12.2022 kl. 15:01

3 Smámynd: rhansen

Gæti ekki verið meira sammála en orðum Kristins Bjarnasonar her á undan 

Það er meira en undravert hvernig fólk lætur þetta siðlausa Rúv glamra áróðri  og sundrandi orðræðum vinsti manna yfir þjóðina .og innheimta stórpening fyrir ?  ...Lokum þvi núna ! 

rhansen, 25.12.2022 kl. 16:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svarið við fyrri spurningu þinni Páll, er nei. Ruv mun aldrei biðjast afsökunar, hvorki í þessu máli né neinum öðrum. Þar á bæ telja menn sig hafna yfir lög og siðferði. Og ruv mun halda áfram að tala um Namibíumálið löngu eftir að allir hugsanlegir dómar hafa fallið þar.

Svarið við seinni spurningunni er einnig nei. Ruv verður ekki lagt niður, þó full ástæða sé til. Þar hafa sum pólitísk öfl of miklu að tapa og önnur ekki kjark til að láta öxina falla. Að öðru leyti vísa ég í ágæt athugasemd Kristins, hér fyrir ofan.

Ég vil endurtaka orð Ragnhildar,

   ...Lokum því núna!

Gunnar Heiðarsson, 25.12.2022 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband