Vinnan göfgar manninn

Vinnan gefur manninum tilgang. Alsiða er að fólk kenni sig við vinnuna; sjúkraliðar, kennarar, bílstjórar, sjómenn og svo framvegis. Stór hluti af sjálfsmynd hvers einstaklings er starfið sem hann gegnir.

Þeir sem kunna sitthvað fyrir sér um sálarlíf manna, t.d. Freud, segja vinnuna ,,gleðilind." Í kverinu Undir oki siðmenningar reit Freud eftirfarandi

Engin lífsstefna tengir einstaklinginn betur raunveruleikanum en vinnan. Því að vinnan gefur manni a.m.k. traustan sess í hluta veruleikans, þ.e. í mannlegu samfélagi.

Sá sem ekki vinnur er utangátta í mannlífinu. Í íslensku manntali fyrir 300 árum fengu þeir, sem ekki unnu, algenga einkunn: aumingjar.

Maðurinn tjáir sig betur með starfsemi en orðum. Góður maður, sagði Aristóteles, fær góðsemina ekki með hugsun, heldur virkni - þ.e. athöfn. Sú athöfn sem öllum heilbrigðum er tömust er starfið, vinnan.

,,[Ó]beit manna á vinnu býður heim einhverju hinu erfiðasta félagslega vandamáli sem hugsast getur," skrifaði Freud í áðurnefndu kveri.

Að kenna vinnu við hel og fyrirlíta 893 þúsund króna mánaðarlaun er félagslegt vandamál sem kenna má við Eflingu.

 

 


mbl.is Þurfa að „vinna sig nánast í hel“ til að ná 893.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband