Nánast útilokað að Úkraína sigri

,,Sárt en satt: Úkraínskur sigur verður ólíklegri dag frá degi. Her Kíev-stjórnarinnar tapar bæði mannskap og hergögnum, óvinurinn kemur sér betur fyrir og býr að gífurlegum vopnabirgðum. Engin furða að vestrænir stjórnmálamenn tala æ oftar um vopnahlé."

Tilvitnunin að ofan er fengin úr þýsku útgáfunni Die Welt, sem er hlynnt málstað Úkraínu og klappar að jafnaði þann stein að stutt sé í sigur Úkraínu. Fyrirsögnin á umfjöllun Die Welt er sú sama og á blogginu.

Rússar staðfesta að þeir sem ráða ferðinni í Úkraínu, bandarískir ráðamenn, sendi reglulega skilaboð um að Rússar láti af hernaðaraðgerðum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Rússar treysta ekki vesturlöndum. Friðarsamningar frá 2015 milli Úkraínu og Rússlands, kenndir við Minsk I og II, voru gerðir að undirlagi vesturlanda. Merkel þáverandi kanslari Þýskalands og Hollande þáverandi forseti Frakklands staðfestu síðar að Minsk-samningarnir voru til að kaupa tíma fyrir Úkraínu að vígbúast.

Síðustu fréttir af vestrænum hergögnum til Úkraínu eru um 100 skriðdrekar, sem afhentir verða næstu vikur og mánuði. Í Die Welt segir að Rússar ráði yfir um 4000, já fjögur þúsund, skriðdrekum. Ólíku saman að jafna.

Rússar eru með um 20 prósent af Úkraínu undir sinni stjórn. Sá hlutur fer stækkandi. Rússar eru í sókn en Úkraína í vörn og nauðvörn sums staðar, t.d. við Bakmút. 

Um 60 til 70 prósent innviða Úkraínu eru ónýtir eftir árásir Rússa, samkvæmt Die Welt. Engar líkur eru á að viðgerðir lagi ástandið á meðan stríðið stendur yfir.

Mannfall í Úkraínuher er það mikið að karlar eldri en sextugir kvaddir í herinn. Rússar eiga 30 milljónir á herskyldualdri og geta bætt í herinn eftir þörfum.

Strax og Úkraínumenn fengu loforð um skriðdreka báðu þeir um herþotur. Þótt svo ólíklega færi að vesturlönd samþykktu myndu þotur litlu breyta. Til að bjarga Úkraínu verða Nató-ríkin að senda herlið í stórum stíl, mælt í hundruðum þúsunda. Vesturlönd hafa hvorki pólitískan vilja né bardagasveitir til að skipta sköpum í Úkraínu.

Bandarískir hershöfðingjar vilja ekki stríð við Rússa, segir Douglas Mcgregor fyrrum ofursti í Bandaríkjaher. Hann bætir við: Úkraína er að hrynja, hafa misst um 150 þúsund hermenn. Þá eru ótaldir aðrir fallnir auk örkumlaðra. Að ekki sé talað um milljónir flóttamanna.

Í lok viðtalsins við Mcgregor kemur fram að bandarísku skriðdrekarnir, sem nýlega var lofað, verða ekki tilbúnir fyrir en eftir marga mánuði. Ástæðan er sú að brynvörn skriðdrekanna er hernaðarleyndarmál sem Bandaríkjamenn vilja ekki að falli í hendur Rússa. Brynvörninni verður skipt út fyrir eldri og lélegri vörn. Vesturlönd senda rusl til Úkraínu og heimta slavneskt blóð í skiptum.

Í gær bárust fréttir að Rússar tóku smáþorp með stóru nafni: Sacco Vanzetti. Félagarnir Nicola Sacco og Bartolomeo Vanzetti voru ítalskir innflytjendur í Bandaríkjunum, dæmdir til dauða fyrir hundrað árum. Dómsmorð af pólitískum hvötum, var viðkvæði margra, en Sacco og Vanzetti voru stjórnleysingjar. Þegar frá líður Úkraínustríðinu verður spurt um hvatir að baki. Vesturheimskir munu sumir bera fyrir sig lýðræðis- og frelsisást. Nær er að tala um nekrófílíu.

 


mbl.is Flókið og viðhaldsfrekt vopnakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Takk Pall fyrir goda grein.

Ólafur Árni Thorarensen, 1.2.2023 kl. 07:09

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

En það eru líka valdamiklir aðilar sem vilja ekkert frekar en stríðið haldi áfram

Exxon hagnaðist um 56 milljarða dala - RÚV.is (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 1.2.2023 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Veit ekki hvort þykir verra, mistúlkun á stöðu þess ríkis sem Tilfallandi lítur mikið til og dáir úr hófi fram, sem réðist inn í annað sjálfsstætt ríki eða margnota framsetning á "meinum sakborningum" (lesist sem þeir blaðamenn sem hafa verið boðaðir til yfirheyrslu um miðlun ein nota efnis á síma einum frá AK).

Spurning að stofna kaffiklúbb til að fá kórinn hér til að mæta og ræða þar í stað þess að eyða dýrmætum kílóbætum og óþarfa notkun á vélbúnaði.

Tími til að snúa sé að öðru ágæti Tifallandi ? 

Lítið nýtt hér undir sólinni....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.2.2023 kl. 15:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það lítur út fyrir að þér hafi tekist að lækka standard heimilda þinna, gamalmennin sem þú vitnar ótt og títt í lofslagspistlum þínum voru jú sum hver vísindamenn áður en þau ákváðu að fjármagna þægilega elli með bulli sínu, en að finna þennan JúTúb link, það er afrek.

Hringdu samt engar aðvörunarbjöllur Páll þegar þú last þetta í fyrstu athugasemd; "@SoulOfRussia fyrir 21 klukkustund. Well done Judge. Thank you to both of you for being voices of reason. Truth always finds a way, if one seeks it."

Og þó margir hafi fallið í Úkraínu, hvaða heimild hefur þú fyrir þessari 150 þúsund tölu, svona fyrir utan youtube myndbandið??

Það er vissulega rétt að það er erfitt að þrauka í stríði með stórskemmda innviði, en svona svarthvít frásögn, með mjög vafasömum heimildum, er í svona grafalvarlegu máli Páll, þér eiginlega til vansa.

Þú ert betri en þetta Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2023 kl. 19:18

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eitt sem menn verða að átta sig á í þessu er að hvorki sigur Úkraínu né sigur Rússa myndi vera sigur eins og fólk vill túlka hann.

Sigur Rússa myndi halda áfram að skipta heiminum í tvennt og enn meira, nema Vesturlönd sætti sig við slíkt þjóðfélag og haldi áfram að eiga samskipti við það.

Sigur Úkraínu myndi heldur undir engum kringumstæðum verða einfaldur. Þú þurrkar ekki út allan þann mannfjölda í Rússlandi sem er fullur af andúð í garð afgangsins af heiminum, og brotið Rússland í borgarastyrjöldum er gróðrastía fyrir enn meiri öfga í stjórnmálum, og allskyns ófögnuð.

Fyrir utan hættuna á kjarnorkustyrjöld sem verður aðeins meiri eftir því sem Rússum er meira ógnað.

Rússland er ekki smáríki í fyrsta lagi. Rússland er mesta kjarnorkuveldi í heimi, fjölmennt og voldugt, hefur staðið af sér viðskiptaþvinganir og óvild heimsþorpsins sem vesturlönd tilheyra lengi.

Vesturlönd eru um það bil í afleitri stöðu til að sýna reiði sína og vera í stríði, eftir Covid-19 farsóttina, eftir langvarandi samdrátt og bankakreppu í uppsiglingu.

Fyrir utan að stríð milli Rússlands og Bandaríkjanna eða Vesturlanda var alltaf talið óhugsandi í kalda stríðinu, þegar menn höfðu vit á því að forðast að færast nær gereyðingarstyrjöld. Það var kallað ógnarjafnvægið.

 

Ingólfur Sigurðsson, 2.2.2023 kl. 00:10

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

 NATO getur ekki unnið þetta staðgengilsstríð og ég held að flestir sem eru kunnugir hernaði hafi vitað það frá upphafi.

Planið var hinsvegar aldei að Úkraína mundi vinna stríðið ,heldur var þetta hluti af þríþættri árás á Rússland sem hafði þann tilgang að sundra Rússlandi í smærri einingar sem væru þokkalega viðráðanlegar til að arðræna.
Þrír þættir stríðsins voru.
! að ögra Rússlandi með því að koma fyrir stjórn í Úkrinu sem væri með eindæmum fjandsamleg Rússlandi og Rússnesku fólki.
Það yrði haldið áfram stigmagnandi fjandskap þangað til að Rússland sæi sér ekki annað fært en að ráðast á Úkrainu.
Þetta gekk eftir með valdaeáni Nasista í Úkrainu 2014 og því sem á eftir fylgdi.


Þegar stríði væri komið á yrði Rússland beitt viðskiftaþvingunum í mæli sem hefur aldrei sést áður,og það ásamt Úkrainustríðinu mundi ganga frá Rússlandi fjárhagslega.
Þetta mundi leiða til uppþota og að lokum til upplausnar ríkisins.

3. Pólitísk rógsherferð og ógnanir.


Komið var á rógsherferð gegn stjórnendum Rússneska ríkisins af áður óþekktri stærðargráðu. Jafnframt er ríkjum sem styðja eða eru hlutlaus gagnvart Rússlandi stöðugt ógnað.
Jafnhliða þessu eru einstaklingar af Rússnesku bergi brotnir ofsóttir og bókmenntir og listir Rússa bannaðar.
Jafnvel Rússnesk matvæli og listaverk voru endurskýrð.

Fyrsti liðurinn sem brást var pólitíska rógsherferðin.
Fyrir utan NATO ríkin og G7 klúbbinn eru nánast engin ríki sem létu þraungva sér til að fjandskapast við Rússa .
Flest öll ríki heims hafa fullkomlega eðlileg samskifti við Rússa ,og mörg hver eru stórlega að styrkja samband sitt við  þá.
Þetta stafar af því að leiðtogar heims eru flestir búnir að fá upp í kok á að búa við stöðugar efnahags eða hernaðarógnanir af hálfu Bandaríkjanna og leppríkja þeirra.
Heimsþorpið svokallaða er nánast allt á bandi Rússa.

Þegar rógsherferðin brást þá hrundu viðskiftaþvinganirnar sjálfkrafa.
Ríki heims keppast nú við að kaupa Rússneskar vörur og samkvæmt glænýrri skýrslu IMF eru efnahagshorfur Rússa betri en margra Evrópuríkja.
Það er ekkert hrun á döfunni í Rússlandi.
Eins og pólitíska aðförin þá hefur efnahagslega aðförin mistekist algerlega,enda eru þessir þættir samtvinnaðir.

Borgþór Jónsson, 2.2.2023 kl. 13:38

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú stendur Úkrainustríðið eitt eftir af þeim þermur pílárum sem voru bakbeinið í þessari aðför.
Það stríð er þegar tapað.
Í örvæntingu sinni reyna vestrænir pólitíkusar að klóra í bakkann með því að senda nokkra skriðdreka sem þeir að einhverjum ástæðum halda að séu einhver töfravopn.
Ríki sem er að tapa stríði vonast alltaf til að finna töfravopn.
Einu töfrarnir í þessu stríði er stöðugur niður Rússnesku fallbyssunnar.
Blekkingarnar í kringum þetta stríð eru í ótrúlegu magni
Alveg frá því í mars er búið að telja fólki trú um að Rússar séu alveg að tapa stríðinu. Kannski í næsta mánuði
Fyrst af því að þeir eigi engann sjens í Javelin flaugar,næat urðu þeir eldfaugalausir ,svo koma vestrænar fallbyssue og valda straumhvörfum,svo verða Rússar skotfæralausir og svo koam HIMARS og Rússar geta ekki lengur flutt byrgðir á vígvöllinn. 
Svo verða Rússar aftur skotfæralausir og nú erum við á sjá náðarhöggið sem birtist í nokkrum gamaldags skriðdrekum.
Rússar kunna jú ekkert að stjórna stríð og hermennirnir þeirra eru hræddir og ráðvilltir
Í gegnum allan kjaftavaðalinn heyrum við stöðugann nið Rússnesku fallbyssunnar sem sendir frá sér 50.000 skot á dag og er að gera út um stríðið.

Á  þessu ári verður stríðið leitt til lykta
Þá er bara uppgjörið eftir og stjórnmálamennirnir okkar sem leiddu okkur út í þessa hörmulegu helför hlakka lítið til þess uppgjörs.
Það eina sem við getum vonað á þessu stigi málsins er að þeir kalli ekki yfir okkur kjarnorkustyrjöld í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga eigin skinni.
Þessi ferð var farin vegna heimsku og græðgi þeirra sem eiga að leiða okkur.
Þessir hlutir fara gjarnan saman 

Borgþór Jónsson, 2.2.2023 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband