Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 20. nóvember 2021
Þórður Snær réttlætir glæp til að fá frétt
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sendir mér eftirfarandi pillu í leiðara:
Blaðamenn taka oft við gögnum sem eru jafnvel fengin með ólögmætum hætti. Þeir meta erindi þeirra og vinna úr þeim eftir reglum blaðamennsku ef brýnt tilefni er talið til birtingar. Þeir fremja ekki lögbrot með þessu og fyrir því eru fjölmörg fordæmi.
Lög um fjölmiðla tryggja svo heimildarmönnum vernd gegn því að verða opinberaðir.
Páll Vilhjálmsson gefur þó ekkert fyrir ofangreint.
Rétt, ég gef ekkert fyrir það að blaðamenn séu þjófsnautar. Engar ,,reglur blaðamennsku" gefa blaðamönnum leyfi að höndla með þýfi. Né heldur að lögmætt sé að fremja glæp til að afla frétta. Enn síður að afbrotamenn fái sakaruppgjöf ef þeir þykjast ,,heimildarmenn" frétta.
Fjölmiðlar sem stunda glæpi eru ónýtir til að upplýsa afbrot annarra. Enginn getur í senn verið heiðarlegur og stundað lögbrot. Blaðamaður sem leggur að jöfnu heiðarleika og glæpaiðju er ekki upp á marga fiska.
Þórður Snær er óopinber talsmaður RÚV. Að hann telji sjálfsagt að stunda glæpi til að afla frétta er fremur óhugnanlegur vitnisburður um ríkisfjölmiðil á villigötum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 19. nóvember 2021
Páley staðfestir lögreglurannsókn
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra staðfestir yfirstandandi lögreglurannsókn á stuldi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja.
Í samtali við Vísir.is segir Páley að frétta sé að vænta af rannsókninni eftir tvær vikur.
Tilfallandi athugasemdir sögðu frá lögreglurannsókninni þann 10. nóvember.
Það tók fjölmiðla heila níu daga að fá staðfestingu á tilfallandi bloggi.
Vel gert.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. nóvember 2021
Aðalsteinn, Þórður Snær og þögn RÚV
Aðalsteinn Kjartansson, nú á Stundinni, hætti fyrirvaralaust á RÚV föstudaginn 30. apríl í vor. Aðalsteinn gaf loðin svör í viðtali, talaði um ,,persónulegar ástæður" og segist ætla í frí. Síðdegis sama dag segir Stundin í tilkynningu að Aðalsteinn sé orðinn blaðamaður þar á bæ. Leikritið var sett upp til að gefa Aðalsteini frjálsar hendur á Stundinni eftir glæp sem var skipulagður á Efstaleiti og stjórnað þaðan.
Fjórum dögum eftir skyndileg vistaskipti Aðalsteins verður Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja fyrir eitrun og er fluttur á gjörgæslu. Síma hans er stolið. Gögn úr símanum fóru til Aðalsteins sem vann úr þeim og birti hann stóra frétt 21. maí um skæruliðadeild Samherja.
Gögnin sem Aðalsteinn nýtti sér voru afrakstur glæpsins, eins og rakið hefur verið.
Aðalsteinn skrifar í gær pistil í Stundina þar sem hann segist ekki hafa framið glæp. Enginn hefur sakað hann um tvöfalda glæpinn, eitrun og stuld. Aftur er morgunljóst að Aðalsteinn nýtti sér illa fengin gögn. Sá sem nýtir þýfi og hylmir er þjófsnautur.
Hvernig fékk Aðalsteinn gögnin úr síma Páls skipstjóra? Hverjir frömdu glæpinn?
Aðalsteinn kallar sjálfan sig blaðamann. En hann situr á upplýsingum um stórfellda glæpi ríkisstofnunar gegn almennum borgara. Aðalsteinn kýs að þegja. Blaðamenn sem ljúga með þögninni um mikilsverð málefni samfélagsins starfa ekki í þágu almannahagsmuna.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og samstarfsmaður RÚV skrifar leiðara með sama stefi og Aðalsteinn.
En RÚV þegir. Alveg eins og þegar Namibíumálið tapaðist.
Aðalsteinn og Þórður Snær eru í verktöku hjá RÚV. Hver var verktakinn þegar Páll skipstjóri var sendur í öndunarvél til að stela af honum símanum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Lögreglan rannsakar eitrun Páls skipstjóra
Lögreglan fékk lífssýni af Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja í tengslum við rannsókn á lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.
Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að ,,finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.
Með tölvupósti er Páll einnig beðinn um heimild að tæknideild lögreglunnar afli upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum um ,,hvar síminn var á meðan þú varst meðvitundarlaus. Þær upplýsingar staðfesta að sími Páls fór um hendur starfsmanna RÚV sem stálu úr símanum gögnum. Þau gögn voru notuð af RÚV, Stundinni og Kjarnanum í fjölmiðlaherferð gegn Samherja.
Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.
Fjölmiðlar þegja sem gröfin. Samfélag blaðamanna er fámennt. Menn eru vinir, kunningjar og samstarfsmenn, núverandi, fyrrverandi eða verðandi. Í vina- og hagsmunatengslum vill gleymast að starf blaðamanna er að upplýsa almenning um mikilsverð mál.
Ekki verða fréttamálin öllu stærri en þegar ríkisfréttastofa er bendluð við banatilræði og þaulskipulagðan gagnastuld frá manni sem liggur meðvitundarlaus í öndunarvél. Sá sem ekki sér fréttina, tja, hann er ekki blaðamaður heldur hagsmunavörður.
Á Efstaleiti er aftur það að frétta að fréttastjórinn Rakel hættir, sumir vilja í langt námsleyfi á meðan aðrir huga að nýjum vettvangi. Varla þó blaðamennsku. Afplánun telst ekki atvinna.
Stefán útvarpsstjóri getur ekki ráðið fréttastjóra með aðsetur á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju. Þess vegna bíður hann með að auglýsa starfið.
![]() |
Engin skýring á töf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. nóvember 2021
RÚV er eitraða peðið, meðferðin á Lilju hræðir
Förum við ekki að fá nýjan ráðherra, nánast kjökraði Broddi Broddason fréttaþulur RÚV í hádeginu í gær (8:15).
Á Efstaleiti ríkir umsátursástand, bæði vegna afdrifa Namibíumálsins og lögreglurannsóknar. RÚV vantar bráðnauðsynlega ráðherra til að beita fyrir sinn vagn.
Ráðherraefni vilja helst ekki koma nálægt ráðuneyti menntamála sem RÚV heyrir undir. Í pólitískum kreðsum vita menn hvernig tekið er á þeim sem ekki spila með dagskrárvaldinu á Efstaleiti.
Lilju Alfreðs sitjandi menntamálaráðherra varð það á að gagnrýna RÚV í upphafi árs 2020. Áður hafði hún tekið undir það sjónarmið að RÚV ætti ekki að vera auglýsingamarkaði. Það er eitur í beinum RÚV-ara. Efstaleitisvélin var gangsett og birti raðfréttir um embættisglöp Lilju í smámáli sem e.t.v. stæði undir einni frétt eða tveimur í venjulegu árferði. Allur málatilbúnaður var lagður út á versta veg fyrir ráðherra, auðvitað undir formerkjum heiðarleika og fagmennsku. Raðfréttamorð á æru manna er fáguð sérgrein þeirra efst á Leiti.
Ég er að bugast, sagði Lilja haustið 2020 þegar RÚV hafði pönkast á henni í hálft ár. Lilja freistaði þess að kyssa vöndinn og lagðist á sveif með Efstaleiti að níða skóinn af Samherja í vor. En það var of seint og of lítið til að kaupa sér frið. RÚV-arar töldu að þeir sjálfir hefðu skorið sig úr snörunni með afhjúpun skæruliðadeildar Samherja. Í reynd hertu þeir að. Stuttu síðar tilkynnti RÚV hróðugt að ráðherrann væri farinn í veikindaleyfi, þó ekki á gjörgæslu.
Efstaleiti veit sem er að um leið og nýr menntamálaráðherra er kynntur til sögunnar má læsa klónum í hann og gera að bandamanni í baráttu RÚV fyrir tilveru sinni. Makki nýr ráðherra ekki rétt á hann á fæti fréttastofuna með dagskrárvaldið, líkt og Lilja.
RÚV er eitrað peð í táknrænum skilningi og bókstaflegum. RÚV getur orðið banabiti ráðherra. Eitrið úr skrokki togaraskipstjóra þekur veggi útvarpshússins.
![]() |
Ný ráðuneyti á teikniborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. nóvember 2021
Hvernig vissi RÚV að Páll skipstjóri færi á gjörgæslu?
Fjórum dögum áður en Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja missti meðvitund og var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri á gjörgæslu í Reykjavík gerði RÚV ráðstafanir til að stela síma skipstjórans.
Á meðan Páll lá milli heims og helju á gjörgæslu vegna skyndilegra veikinda var síma hans stolið. Gögn úr símanum voru afrituð af tæknimanni á vegum RÚV.
Eftir að hafa afritað gögnin sá RÚV til þess að símanum var skilað með leynd. Aðgerðin tók um 48 klukkustundir og var þaulskipulögð. RÚV, Stundin og Kjarninn notuðu gögnin til að klekkja á Samherja.
Hvernig vissi RÚV með 4 daga fyrirvara að fílhraustur Páll skipstjóri yrði skyndilega fárveikur og færi meðvitundarlaus á sjúkrahús?
Lögreglurannsókn stendur yfir á ,,fréttaöflun" RÚV. Vinnubrögðin á Efstaleiti eru án hliðstæðu í vestrænni blaðamennsku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 15. nóvember 2021
Vinsældir ríkisstjórnarinnar, 2 skýringar
Starfsstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur fádæma vinsælda. Tvær skýringar eru nærtækar.
a. Þjóðin vill stöðugleika
b. Starfsstjórn er þrátt fyrir nafnið ekki starfssöm. Þannig er óskaríkisstjórn þjóðarinnar.
Fáorður stjórnarsáttmáli hæfir.
Meginhlutaverk ríkisvaldsins er að skapa borgurum landsins traustan ramma til að lifa sínu lífi.
Stundum er þörf á inngripum ríkisvaldsins, sbr. farsóttina. En þá er að takmarka sem mest hömlur og skerðingar. Í samanburði við útlönd hefur það tekist.
Stjórnmálamenn verða vinsælli eftir því sem þeir láta almenning meira í friði.
![]() |
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. nóvember 2021
RÚV-Heiðar: það er ljótt að stela
Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV sagði fyrr á þessu ári að það væri ,,ljótt að stela." Tilefnið var að Samherji hafði án heimildar notað myndefni frá RÚV til að bera af sér upplognar sakir Efstaleitis.
Heiðar Örn tekur við starfi fréttastjóra um áramótin. Sitjandi fréttastjóri, Rakel Þorbergsdóttir, hættir til að geta betur sinnt vinkonum sínum norðan heiða og sunnan.
Lögreglurannsókn stendur yfir á símastuldi í þágu RÚV og fréttamenn yfirheyrðir.
Ef Heiðari Erni finnst ljótt að nota útsent efni í heimildarleysi vakar spurning hvaða orð hann noti um þann gjörning að stela síma frá manni í öndunarvél.
Grafarþögn er á Efstaleiti um símastuldinn frá Páli skipstjóra. Samt eru aðalheimildarmenn um stuldinn innanbúðar og hafa gefið skýrslu til lögreglu, annað tveggja sem vitni eða grunaðir.
Heiðar er sennilega í kjallaranum á Efstaleiti með orðabók á hnjánum. Hann leitar að samheitum lýsingarorðs sem byrjar á l.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. nóvember 2021
Gréta og Kylie Jenner
Gréta Thunberg er með 13 milljónir fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Gréta fóðrar fylgjendur sína með hamfaratrú og fordæmir neysluhyggju.
Annar ungur áhrifavaldur, Kylie Jenner, er með 279 milljónir fylgjendur á Instagram. Kylie kennir ungmennum neyslu, munað og bruðl.
Sjónvarpsmaðurinn Bill Maher gerði samanburð á Grétu og Kylie sem er upplýsandi um ungmennin sem fylgja þeim.
![]() |
Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. nóvember 2021
Heiður RÚV og glæpurinn gegn Páli skipstjóra
Aðalsteinn Kjartansson hætti fyrirvaralaust á RÚV föstudaginn 30. apríl síðast liðinn. Aðalsteinn var hægri hönd Helga Seljan í Namibíumálinu gegn Samherja sem hófst með Kveiks-þætti þeirra félaga fyrir tveim árum.
Þegar Aðalsteinn hætti var RÚV, fréttaskýringaþátturinn Kveikur sérstaklega, í sárum. Tveim vikum áður hafði Helga Seljan verið synjað um endurupptöku á úrskurði siðanefndar RÚV um að Helgi hefði brotið alvarlega gegn siðareglum. Aðalsteinn sýndi ekki mikla hollustu að yfirgefa sökkvandi skip. En annað bjó að baki. RÚV hafði fundið leið til að rétta hlut sinn eftir niðurlægingu siðadómsins. Aðgerðin fól í sér lögbrot.
Aðalsteinn gefur loðin svör í viðtali daginn sem hann hættir, talar um ,,persónulegar ástæður" og segist á leiðinni í frí. En strax síðdegis sama dag er Aðalsteinn sagður kominn á ritstjórn Stundarinnar sem gefur út sérstaka tilkynningu. Bráðnauðsynlegt þótti að vistaskiptin yrðu gerð opinber fyrir helgina.
Á Stundinni vinnur Aðalsteinn með stolin gögn úr síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja. Tveim vikum síðar fellur sprengjan: Stundin afhjúpar skæruliðadeild Samherja.
Grein Aðalsteins, og framhaldsfréttir í Kjarnanum og RÚV, tryggðu Helga Seljan, Aðalsteini og RÚV fjölmiðlasigur í Samherjamálinu. Norðlenska útgerðin lyppaðist niður og baðst afsökunar.
En það er einn hængur á. Fjölmiðlasigurinn fékkst með glæpsamlegu athæfi, gagnaþjófnaði. RÚV sýndi ásetning og einbeittan brotavilja í þjófnaði sem var fyrirfram skipulagður og beindist að sjúklingi er enga björg gat sér veitt.
Síma Páls skipstjóra var stolið aðfaranótt 4. maí, fjórum dögum eftir að Aðalsteinn skipti skyndilega um starfsstöð, af RÚV yfir á Stundina. RÚV vissi um glæpinn áður en hann var framinn. Aðalsteinn varð að hætta á föstudegi því eftir helgina átti að stela síma Páls skipstjóra á meðan hann lá ósjálfbjarga á sjúkrahúsi. Það hefði vakið grunsemdir ef Aðalsteinn hefði vistaskipti til að vinna með gögnin eftir fullframinn glæp. RÚV-arar héldu sig hafa leikið snilldarleik með því að selflytja Aðalstein yfir á Stundina kortéri fyrir skipulagðan símaþjófnað. Skyndiflutningur á fréttamanni að vinna með gögn sem enn er ekki búið að stela staðfestir á hinn bóginn aðild RÚV að þjófnaði. Dýr er æran á Efstaleiti.
RÚV var með siðadóm á bakinu, gat sig illa hrært. Helgi Seljan var í veikindaleyfi að leika fórnarlamb. Aðalsteinn er gerður út af örkinni á Efstaleiti, fer yfir á Stundina þar sem Ingibjörg Dögg systir hans og Jón Trausti mágur eru fyrir á fleti, sem eigendur og ritstjórar. Lokaður hópur örfárra einstaklinga vélaði um í kyrrþey. Ekkert mátti fréttast fyrr en afhjúpun byggð á þjófnaði yrði tilbúin til birtingar. Uppreist æru RÚV fékkst aðeins með niðurlægingu Samherja.
RÚV vissi að til stæði að fremja glæp og Stundin er meðsek. Opin spurning er hvort starfsmenn RÚV skipulögðu sjálfir glæpinn eða létu aðra um verknaðinn. Lögreglurannsókn sem stendur yfir gæti varpað ljósi á málsatvik.
Einu sinni afhjúpuðu fjölmiðlar afbrot. Á Efstaleiti stunda menn glæpi og kalla það fjölmiðlun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)