RÚV tapar Namibíumálinu

Samherjamenn verða ekki ákærðir í Namibíu, hvorki sem einstaklingar né lögaðilar. Samkvæmt namibískum fjölmiðli, Namibian, verða aðeins namibískir aðilar ákærðir. Samstarfsfjölmiðill RÚV, Kjarninn, viðurkennir ósigurinn með yfirlýsingu:

Í ákæru­skjali sem Kjarn­inn hefur undir höndum má sjá að á meðal ákærðra ein­stak­linga og félaga í mál­inu eru ekki Íslend­ing­arnir þrír sem Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hefur sagt að hún ætli sér að ákæra, né heldur namibísku félögin sem þeir stýrðu fyrir hönd Sam­herja.

RÚV hefur böðlast á Samherja í áratug. Árið 2012 blekkti RÚV Seðlabanka Íslands til að gera húsleit hjá Samherja vegna gjaldeyrisviðskipta. RÚV falsaði skjöl í þessum tilgangi en allt kom fyrir ekki. Samherji var sýknaður fyrir dómstólum. 

Árið 2019 hófst önnur atlaga RÚV að Samherja, að þessu sinni í samstarfi við Jóhannes Stefánsson fyrrum starfsmann norðlensku útgerðarinnar í Namibíu.

RÚV beitti öllu sínu afli gegn Samherja í óteljandi fréttum í sjónvarpi, útvarpi og á netinu. Linnulaust var sekt Samherja í Namibíu haldið fram.

En svo reynist Samherji saklaus í Namibíu. Ekki einu sinn saksóknarinn í Namibíu trúir skáldskap RÚV og Jóhannesar. Á daginn kemur að Samherji keypti kvóta með lögmætum hætti. Namibísk lög kveða á um að kvótahafar skulu vera innlendir ríkisborgarar. Samkvæmt namibískum fjölmiðlum var eitt og annað áfátt með hvernig namibískir aðilar komust yfir kvótann og hvernig ábatanum var ráðstafað. Þessir aðilar eru ákærðir. En Samherji stundaði viðskipti og veiddi makríl. Meintir glæpir norðlensku útgerðarinnar voru skáldskapur, uppspuni RÚV-Helga og Jóa.

RÚV þegir um þessar nýjustu vendingar í Namibíumálinu. Sennilega pantaði Efstaleiti hópmeðferð á geðdeild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Páll ég hef nú alltaf haldið  að þú værir skynsamur maður en eftir síðustu færslur þínar varðandi Helga Seljan og ámátlegar tilraunir þínar til að "hvítþvo" Samherja, hef ég stórefast um þig og það sem verra er ÞÚ SNÝRÐ STAÐREYNDUM SVO GJÖRSAMLEGA Á HAUS Í SKRIFUM ÞÍNUM OG TÚLKUNIN ER MEIRA EN LÍTIÐ "BROGUÐ".  HVAÐAN FÆRÐ ÞÚ BORGAÐ???????????

Jóhann Elíasson, 27.10.2021 kl. 08:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka pistilinn. Ég sé í athugasemd að Jóhann Elíasson ýjar að því að þú þiggir greiðslur fyrir að viðra skoðanir þínar. Hann beitir nákvæmlega sömu aðferð og Helgi sem kenndur er við RÚV.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2021 kl. 09:13

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Samkvæmt pisli þínum Páll þá fer ég að halda að það ætti að breyta nafni samherja í: Miskumsami samherjinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.10.2021 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Þú kannt nú ekkert að tala við Tarzan,

þú kannt nú ekkert að tala við Tarzan.
Lok, lok og læs og allt í stáli.
Lokað fyrir Páli."

Höfundur: Ómar Ragnarson.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.10.2021 kl. 15:30

5 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Þetta er frétt, af hverju segir ríkisútvarp allra landsmanna ekki frá henni?

Eru þeir ósammála Namibískum dómstólum og vilja því ekki segja fréttina? 

Hefur RÚV einhverja þá afstöðu aðra sem kemur í veg fyrir að þeir flytji manni þessa frétt?

Þess eigin siðargelur segja:

"Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum."

Hvaða hagsmunir eða hverra stjórna því um hvað RÚV þegir?

Smá aukaspurning:

Mun stofnunin gera grín að geðveiki Helga Seljan í áramótaskaupi svona á svipaðan hátt og gert var grín að Ólafi F.?

Hvaða hagsmunir eða hverra stjórna því að hverjum er gert grín í áramótaskaupi? 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 27.10.2021 kl. 19:18

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ástæðan fyrir því að engir Íslendingar eru ákærðir er einfaldlega sú að þeir eru svo klókir að fela sig fyrir stefnuvottum að ekki hefur tekist að birta þeim ákærur. Að fela sig þannig fyrir réttlætinu telst almennt séð ekki vera til eftirbreytni fyrir heiðvirða borgara.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2021 kl. 19:53

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðmundur, hvað hefurðu fyrir þér að ekki hafi tekist að birta Samherjamönnum ákærurnar? Keyptu þeir ekki bara kvóta á því verði sem sett var upp? 

Ragnhildur Kolka, 27.10.2021 kl. 21:57

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ragnhildur. Það kom fram í umfjöllun miðla sem fjalla um staðreyndir málsins en ekki útúrsnúninga á þeim eins og hér að ofan.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2021 kl. 22:00

9 Smámynd: Guðrún Jónína Magnúsdóttir

Páll er með geðveikisfóbíu það er auðséð. Hef aldrei séð eins andstyggilega veist að manneskju vegna sjúkdóms eins og í þessum skrifum hér. Hann gæti svo haldið þessum aðferðum áfram og veist að fólki í áberandi stöðum fyrir t.d. Offitu, sykursýki, alkóhólisma, já eða kvenhatur sem er vissulega erfiður og tiltölulega ólæknandi sjúkdómur og hefur valdið fjölda dauðdaga íslenskra kvenna. 

Helgi hefur ekki birt sjúkrasögu sína opinberlega á formlegan hátt er það. T.d. Hvaða greiningu hann er með hvort hann tekur lyf hvort þau halda sjúkdómnum niðri og svo framvegis. Páll aftur á móti hefur staðfest sína mysogeniu í fjölmörgum skrifum og pistlum.Hann er óhræddur við að ráðast á fólk og fara langt inn fyrir persónuverndarmörk í mannskemmandi ummælum sem skaða mest hann sjálfan. Skrif Páls eru verulega ógeðfelld.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir, 28.10.2021 kl. 07:04

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætla að ákæra Samherjamenn um leið og þeir verða handsamaðir

"Ís­lend­ing­ar sem störf­uðu í Namib­íu fyr­ir Sam­herja og áttu að­komu að mútu­greiðsl­um til þar­lendra áhrifa­manna eru ekki sloppn­ir við ákæru. Sak­sókn­ari þar í landi seg­ir ástæðu þess að nöfn þeirra sé ekki á nýju ákæru­skjali í mál­inu sé sú stað­reynd að ekki hafi tek­ist að færa þá fyr­ir dóm."

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2021 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband