Þórður Snær réttlætir glæp til að fá frétt

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sendir mér eftirfarandi pillu í leiðara:

Blaðamenn taka oft við gögnum sem eru jafn­vel fengin með ólög­mætum hætti. Þeir meta erindi þeirra og vinna úr þeim eftir reglum blaða­mennsku ef brýnt til­efni er talið til birt­ing­ar. Þeir fremja ekki lög­brot með þessu og fyrir því eru fjöl­mörg for­dæmi. 

Lög um fjöl­miðla tryggja svo heim­ild­ar­mönnum vernd gegn því að verða opin­berað­ir. 

Páll Vil­hjálms­son gefur þó ekk­ert fyrir ofan­greint. 

Rétt, ég gef ekkert fyrir það að blaðamenn séu þjófsnautar. Engar ,,reglur blaðamennsku" gefa blaðamönnum leyfi að höndla með þýfi. Né heldur að lögmætt sé að fremja glæp til að afla frétta. Enn síður að afbrotamenn fái sakaruppgjöf ef þeir þykjast ,,heimildarmenn" frétta.

Fjölmiðlar sem stunda glæpi eru ónýtir til að upplýsa afbrot annarra. Enginn getur í senn verið heiðarlegur og stundað lögbrot. Blaðamaður sem leggur að jöfnu heiðarleika og glæpaiðju er ekki upp á marga fiska. 

Þórður Snær er óopinber talsmaður RÚV. Að hann telji sjálfsagt að stunda glæpi til að afla frétta er fremur óhugnanlegur vitnisburður um ríkisfjölmiðil á villigötum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er lítið mál fyrir Þóri og co að fela alla heimildaöflun á bakvið friðhelgi heimildarmanna. Þú finnur bara heimildarmanninn fyrst og felur honum að afla upplysinganna með þeim hætti sem þeir þarfnast. 
Heimildir geta líka verið sendar frá þér til "heimildarmanns" sem bergmálar skúbbið svo til þín aftur. Þannig er auðvelt að flytja ábyrgð frá miðlinum á einhvern annan sem er stikkfrí og ljúga því sem þer sýnist.

Samráð um heimildir ætti að vera lagaleg kategoría hér eins og annað glæpsamlegt samráð. Hringheimildir og hringstaðfestingar eru lítið mál. Auðvelt að dansa í kringum siðareglur og lög ef illur ásetningur eða örvænting liggur að baki framar ööru.


Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2021 kl. 13:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar.

Verst er þó þegar menn kokka upp samsæriskenningar, setja þær af stað sem orðróm og skrifa svo sjálfir "frétt" (eða blogg) um "orðróminn".

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2021 kl. 14:25

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðmundur, það er staðfest að lögreglu grunar að eitrað var fyrir Páli skipstjóra, það er staðfest að síma hans var stolið og gögnum hlaðið niður. RÚV, Stundin og Kjarninn unnu með gögnin. Lögreglurannsókn stendur yfir, boðað er að niðurstaða liggi fyrir eftir 2-3 vikur. Tilkynnt var fyrir tíu dögum að Rakel fréttastjóri RÚV hætti. 

Úr ofanrituðu þarf ekki að semja samsæriskenningu, aðeins að raða saman staðfestum efnisatriðum.

Páll Vilhjálmsson, 20.11.2021 kl. 14:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef lögreglurannsókn stendur enn yfir og niðurstaða liggur ekki fyrir þá getur varla búið að staðfesta neina niðurstöðu.

Væri ekki eðlilegast að bíða bara eftir þeirri niðurstöðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2021 kl. 14:54

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, svona eins og allir biðu rólegir eftir niðurstöðu í Namibíumálinu á meðan það var til rannsóknar þar syðra?

Páll Vilhjálmsson, 20.11.2021 kl. 14:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einmitt eitt af því sem ég var að reyna að koma í orð Guðmundur. Vera búínn að segja þeim sem sagði þér hvað hann eigi að segja þér. Ef þú átt ekki nafnlausa heimildarmenn þá verður þá býrðu til einn by proxy. Þeir eru í raun að hafa eitthvað eftir sjálfum sér og fela þá staðreynd og greiða viðkomandi fyrir milligönguna. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2021 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband