Lögreglan rannsakar eitrun Páls skipstjóra

Lögreglan fékk lífssýni af Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja í tengslum við rannsókn á lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.

Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að ,,finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.“

Með tölvupósti er Páll einnig beðinn um heimild að tæknideild lögreglunnar afli upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum um ,,hvar síminn var á meðan þú varst meðvitundarlaus“. Þær upplýsingar staðfesta að sími Páls fór um hendur starfsmanna RÚV sem stálu úr símanum gögnum. Þau gögn voru notuð af RÚV, Stundinni og Kjarnanum í fjölmiðlaherferð gegn Samherja.

Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.

Fjölmiðlar þegja sem gröfin. Samfélag blaðamanna er fámennt. Menn eru vinir, kunningjar og samstarfsmenn, núverandi, fyrrverandi eða verðandi. Í vina- og hagsmunatengslum vill gleymast að starf blaðamanna er að upplýsa almenning um mikilsverð mál.

Ekki verða fréttamálin öllu stærri en þegar ríkisfréttastofa er bendluð við banatilræði og þaulskipulagðan gagnastuld frá manni sem liggur meðvitundarlaus í öndunarvél. Sá sem ekki sér fréttina, tja, hann er ekki blaðamaður heldur hagsmunavörður.

Á Efstaleiti er aftur það að frétta að fréttastjórinn Rakel hættir, sumir vilja í langt námsleyfi á meðan aðrir huga að nýjum vettvangi. Varla þó blaðamennsku. Afplánun telst ekki atvinna.

Stefán útvarpsstjóri getur ekki ráðið fréttastjóra með aðsetur á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju. Þess vegna bíður hann með að auglýsa starfið.


mbl.is Engin skýring á töf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eru Íslenskir blaðamenn gungur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2021 kl. 08:34

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Allt þetta undir dyggri yfirstjórn fyrrverandi løgreglustjóra. Kaldrifjað - vægt til orða tekið. 

Ragnhildur Kolka, 18.11.2021 kl. 11:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar eru sannanir eða heimildir fyrir þeim alvarlegu ásökunum sem hér er haldið fram, eða eru þær kannski bara hugarburður höfundar?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 15:54

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðmundur, ég er með töluvert betri heimildir en RÚV/Stundin hafði um Namibíumálið. Og ólíkt Namibíumálinu verður þetta mál ekki fellt niður.

Páll Vilhjálmsson, 18.11.2021 kl. 16:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða heimildir eru það? Hvar eru sannanir fyrir þessu?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 16:36

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Voðaleg óþolimæði er þetta Guðmundur. Frétt þessi upplýsir að rannsókn málsins sé langt komin; Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir.Er,etta ekki alveg að klárast.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2021 kl. 17:15

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sama hverjar heimildir þínar eru og hversu sannfærður þú ert um þær, þá er enginni rannsókn lokið né dómur felldur. Ertu ekki í teningskasti um það hvort það verður þú eða ruv sem færð afplánun.

Einu hef ég þó tekið eftir. Oftast þegar þú kemur með umdeilanlegar eða banal upphrópanir, þá er það bergmálað í bylgju hneykslunnar og fordæmingar í fjölmiðlum. Nú heyrist ekkert nema suðið í eigin eyrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2021 kl. 17:58

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hver röndóttur!

Skuggalegt

Halldór Jónsson, 18.11.2021 kl. 18:41

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vonandi bara að þetta verði endalok fávitahælisns RÚV. 

Guðmundur Jónsson, 18.11.2021 kl. 19:05

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga, þetta er ekki frétt heldur áróður í formi bloggfærslu.

Hér er lygin hrakin: Svar við ásökun um glæp - Stundin

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 20:04

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú er best að kæla kókið og velja gott popp með.

Kolkan er komin á vagninn hjá höfundi og höfundur ekki með snefil af sönnunum.

Það í sjálfu sér skiptir höfund engu máli, líklega blaðamaður af gamla skólanum.

En þetta verður athyglisvert, verður alveg geðveikt. Páll Villhjálmsson hlýtur að skýra betur hvað hann hefur sínar upplýsingar.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.11.2021 kl. 21:26

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er lygin aftur hrakin:

Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar

Tvær staðfestar heimildir sbr. vinnureglur blaðamanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 23:10

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Ég las báðar greinarnar sem þú vitnar í Guðmundur. Gat ekki fundið neinar sannanir þar fyrir "lygum" Páls, einungis fullyrðingar þeirra manna er hann nefnir í sínum pistlum. Og auðvitað eru þær fullyrðingar andstæðar skrifum Páls, annað væri undarlegt. Menn viðurkenna jú ekki glæp í baðagrein.

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2021 kl. 23:50

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég les hvorki Arnald né Yrsu og á e.t.v.ekkert með að kommenta á þessa dauðans alvöru; Bara undraðist á endurteknum spurningum þínum til Páls rétt eins og það væri yfirheyrsla. Það er þó eftir allt eðlilegt að ég vænti úrslita!

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2021 kl. 23:56

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður þá fróðlegt að sjá hver reynist segja ósatt.

Þar sem mismunandi frásögnum ber engan veginn saman er að minnsta kosti ljóst að einhver þeirra hlýtur að vera ósönn.

Úrslitin sjást þegar staðfestar opinberar upplýsingar koma fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.11.2021 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband