Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 16. nóvember 2009
ESB-nám hjá Baldri Þórhalls
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur kennir við Háskóla Íslands. Í tímum er meðal annars rætt um umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Baldur kennir, sem rétt er, að eiginlegar aðildarviðræður eigi sér ekki stað við umsóknarþjóðir af hálfu Evrópusambandsins.
Ferlið heitir ,,accession process" eða aðlögunarferli að reglum Evrópusambandsins.
Baldur, sem er áhugamaður um umsókn Íslands að Evrópusambandinu og jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki beinlínis lagt sig í líma að upplýsa almenningi um ferlið eins og það raunverulega fer fram. Þar með skýtur hann skjólshúsi yfir blekkingu Samfylkingarinnar að Ísland sé að leiðinni í samningaviðræður, þegar í raun er um aðlögunarferli að ræða.
Þegar Ísland hefur lagað sig að regluverki Evrópusambandsins er ætlunin að kjósa um það hvort þjóðin vilji inngöngu.
Hér að neðan er málsgrein af heimasíðu stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem útskýrir aðlögunarferlið.
In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Jóhönnuráðuneytið í þjónustu auðmanna
Félagsmálaráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir þótti traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður og hélt á lofti félagslegum sjónarmiðum. Þess vegna varð Jóhanna forsætisráðherra eftir hrun. Andi Jóhönnu virðist ekki svífa lengur yfir vötnum félagsmálaráðuneytisins. Í stað þess að leggja þeim lið sem höllum fæti standa er búið að gíra ráðuneytið inn á að þjónusta auðmenn sem vilja lækka skatta sína.
Ef ekki væri fyrir vökul augu stjórnarandstöðuþingmanna hefði félagsmálaráðuneytið smyglað skattaafslætti handa auðmönnum inn í frumvarp um greiðsluaðlögun heimilanna. Aðalsteinn Hákonarson hjá eftirlitsdeild Ríkisskattstjóra útskýrir tæpitungulaust að skattaafslátturinn þverbrýtur meginhugsun skattalaga.
Síðast þegar fréttist hefur ekki heyrst múkk frá félagsmálaráðuneytinu. Er verið að undirbúa aðra tillögu til að redda auðmönnum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
ESB-umsókn Samfylkingarinnar í öngstræti
Brussel áttar hægt en örugglega á því að Samfylkingin stendur einn íslenskra stjórnmálaflokka að umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingmaður Vinstri grænna er formaður Heimssýnar og á aðalfundi hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum voru tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna.
Samfylkingin stendur ein að umsókninni og brátt verður þess að vænta að Brussel segi við utanríkisráðherra Íslands: Heyrðu, Össur minn, hvers vegna eru þið Íslendingar að gera bjölluat í höfuðstöðvum Evrópusambandsins?
Hreinskilið svar frá Össuri yrði þetta: Jú, sjáðu við í Samfylkingunni höfðum bara ekkert annað mál í kosningabaráttunni en ESB-málið. Við ákváðum að veifa fremur röngu tré en öngvu. Eftir kosningar langaði Steingrími J. svo óskaplega í ríkisstjórn að hann samþykkti skilyrði okkar. Við vorum bara ekkert að pæla hvað þjóðinni fyndist, sorrí.
![]() |
Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Leppar auðmanna með Tortolapeninga
Eignir fást fyrir lítið á Íslandi í dag. Hrunið og verðfall krónunnar gerir allt landið að kaupendamarkaði. Ríkisbankar sitja uppi með fasteignir og fyrirtæki sem nokkur slægur er í. Hættan sem blasir við er að föllnu útrásarauðmennirnir fái sér leppa til að koma hingað og bjóða í rekstur.
Á útrásartímanum nýtti Ólafur Ólafsson og framsóknarklíkan í kringum hann sér a.m.k. í tvígang þjónustu leppa. Í fyrsta lagi þegar þeir keyptu Búnaðarbankann sem þeir sameinuðu Kaupþingi og í öðru lagi þegar arabískur olíufursti var sagður hafa keypt hlut í Kaupþingi.
Eftir hrun dúkkaði hér upp Ástrali undir heitinu Steve Cosser sem ætlaði að kaupa rekstur og annan en þó helst Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Ástralinn lét sig hverfa þegar hann fékk ekki Morgublaðið. Ekki fer sögum af því hvort Hreinn Loftsson, Jón Ásgeir Jóhannesson eða sjálfur Sigurður Einarsson hafi verið í félagsskap Stjána.
Eðlilegt er að hafa fyrirvara á útlendingum sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og vilja kaupa eitt og annað.
Tvennt annað er hægt að gera til draga úr líkum að auðmannasubburnar komist með klærnar í íslenskt atvinnulíf á ný. Ríkisbankarnir geta komið sér upp vinnulagi þar sem fyrsti kostur sé að selja starfsmönnum rekstur. Ef það er af einhverjum ástæðum ekki raunhæft má íhuga að leggja viðkomandi rekstur af. Sé þörf á starfseminni verða einhverjir til að hefja rekstur á ný.
Rekstur þarf að hantera á annan hátt en fasteignir. Það er ekkert mál að bíða með að selja fasteignir þangað til að markaðurinn jafnar sig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Elli og atvinnuleysi í boði ESB
Evrópa eldist hratt og álfan býr við langvarandi atvinnuleysi, meðaltal 9,5 prósent sem er tveim prósentustigum hærra en á Íslandi. Fæðingartíðni á Íslandi er nærri tvö börn á konu á meðan kynsystur þeirra á meginlandinu rétt merja að fæða eitt barn að meðaltali.
Atvinnulaust og náttúrulaust gamlingjasamfélag Evrópu sendi hingað fulltrúa til að gylla kosti þess að sækja um inngöngu. Vladimír pidla, atvinnumálastjóri Evrópusambandsins, segir í fréttum RÚV að í Evrópu séu til áætlanir um að bregðast við atvinnuleysi, öldrun og náttúruleysi.
Gangi þessar áætlanir fram verður mannlíf í Evrópu sama marki brennt og fiskimið álfunnar, sem hafa í áratugi fengið að kenna á áætlanagerð Brussel.
Við bíðum eftir spuna frá Samfylkingunni um framhaldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Úrvinnslan eftir hrunið
Þjóðfundurinn er virðingarvert framtak til að búa vettvang fyrir fólk sem vill eiga samtal um hrunið og næstu skref samfélagsins. Fundurinn sýnir að það er ekki doði yfir fólki heldur er það tilbúið að horfa fram á veg, freista þess að ná samstöðu um hvað fór úrskeiðis og hvernig við ræktum garð okkar í framtíðinni.
Þjóðfundurinn er einn vettvangur af mörgum sem tekur hrunið til umfjöllunar. Sameiginlegt sjálfsprottnum vettvangi eins og þjóðfundinum og miðlum eins og blogginu er að þátttakan er ekki skipulögð ofanfrá, af stjórnvaldi eða pólitískum flokkum. Nauðsynlegt er fyrir samfélagið að eiga kost á margþátta samtali og uppgjöri við áratuginn sem kenndur er við útrásina.
Við erum ekki komin á leiðarenda í uppgjörinu en komin vel af stað.
![]() |
Fólk logandi af áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Útrásin úthýsti heiðarleika
Á tímum útrásar var heiðarleiki löstur sem tafði gróðabrallið. Rökrétt er að þjóðfundurinn vilji vinna heiðarleika sess í samfélaginu. Taumleysi útrásarinnar og óráðssía vekur til lífs dyggðir sem eru undirstaða siðaðs þjóðfélags.
Afleidd skilaboð þjóðfundarins er að ríkisbankarnir og lífeyrissjóðir eigi ekki að gefa útrásarauðmönnum annað tækifæri til að vega að undirstöðum samfélagsins. Þegar afskriftir eru ákvarðaðar og endurfjármögnun ráðgerð á að spyrja um siðferðilegt sakavottorð.
![]() |
Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Ólafur Ragnar hefði ekki orðið forseti 1992
Vigdís Finnbogadóttir ætlaði að hætta sem forseti 1992, samkvæmt nýrri bók Páls Valsonar. Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki orðið forseti ef Vigdís hefði ekki látið undan og setið fjögur á til viðbótar. Tækifæri fyrir Ólaf Ragnar kom 1996 og það var einstakt.
Árið 1992 var Ólafur Ragnar formaður Alþýðubandalagsins, í reglulegum erjum við forvera sinn Svavar Gestsson. Um þetta leyti var Ólafur Ragnar að leggja drög að útflutningsleiðinni sem hugmyndafræðilegur langafi útrásarinnar.
Eflaust hefði útrásin orðið þrátt fyrir Ólaf Rangar. Skömm Íslendinga hefði á hinn bóginn orðið minni vegna þess að enginn myndi ganga jafn langt í þjónkun við auðmenn og Ólafur Ragnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Risarækjueldi og REI
Pólitískir vafagemsar og spilltir embættismenn hafa gert að Orkuveitu Reykjavíkur að eymdarbúllu með því að veita milljörðum króna í ruglrekstur. Í leiðinni átti að veita milljónum til vafagemsana, útrásarvini þeirra og efri lög stjórnenda OR.
Spillingarsaga OR er í flestu ósögð. Táknmynd sögunnar er sjálft monthúsið, höfuðstöðvarnar.
![]() |
Hætta á greiðslufalli OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. nóvember 2009
Morðgáta Steingríms J., Jóku og Domma
Annað hvort eru fjármálaráðherra og forsætisráðherra Íslands að segja ósatt eða framkvæmdastjóri Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.
Steingrímur J. og Jóhanna Sig. hafa sagt okkur að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fáist ekki nema við fáum niðurstöðu í Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri sjóðins segir engin Icesave-skilyrði af hálfu sjóðsins.
Lygin um Icesave er eins og morgáta. Fyrsta spurningin er hver græðir á lyginni. Fjármálaráðherra Íslands og forsætisráðherra sama lands hagnast margfalt á við þann hag sem framkvæmdastjórinn gæti hugsanlega, mögulega, kannski haft af því að ljúga til um skilyrði.
![]() |
Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |