Útrásin úthýsti heiðarleika

Á tímum útrásar var heiðarleiki löstur sem tafði gróðabrallið. Rökrétt er að þjóðfundurinn vilji vinna heiðarleika sess í samfélaginu. Taumleysi útrásarinnar og óráðssía vekur til lífs dyggðir sem eru undirstaða siðaðs þjóðfélags.

Afleidd skilaboð þjóðfundarins er að ríkisbankarnir og lífeyrissjóðir eigi ekki að gefa útrásarauðmönnum annað tækifæri til að vega að undirstöðum samfélagsins. Þegar afskriftir eru ákvarðaðar og endurfjármögnun ráðgerð á að spyrja um siðferðilegt sakavottorð.


mbl.is Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óskiljanlegt að haldinn sé hell milljarða dýr þjóðfundur núna í fátæktinni um óljósan heiðarleika meðan ríkið rænir fólkið.   Heiðarleika hverra???    Heiðarleika Jóhönnu Sig, Steingríms og Össurar þegar þau ljúga að okkur?  Heiðarleika þeirra þegar þau þröngva óséðum þræla-samningi upp á börnin okkar næstu öldina fyrir bresku og hollensku ríkissjóðina?  Þurfa ekki að vera vissar kröfur ef á að halda milljarða fund um heiðarleika eins og að bjóða ekki þeim sem ljúga að þjóðinni og svíkja hana?  Og krefjast fyrst afsagnar þeirra???   Er þetta ekki bara platfundur?

ElleE (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband