Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Samráðið gegn íslensku bönkunum
Seðlabankar í Evrópu, með þátttöku þess bandaríska, höfðu samráð um að skera á lánalínur til íslensku bankanna og gulltryggðu að Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn myndu falla. Styrmir Gunnarsson heldur þessu fram í nýrri bók um hrunið.
Líkur eru að Styrmir hafi rétt fyrir sér. Íslensku bankarnir voru reknir af mönnum sem ekki kunnu undirstöðuatriði alls bankareksturs. Traust á fjármálastofnun þarf að vaxa í réttu hlutfalli við umsvifin. Íslensku bankastrákarnir voru svo einfaldir að halda vöxtur efnahagsreiknings væri upphaf og endir á bankarekstri. Ofgnótt af ódýru lánsfé skóp útrásina. Traust er ekki hægt að fá út á krít.
Íslensku bankapiltarnir ýmist keyptu eða hótuðu sér til áhrifa á Íslandi. Erlendis komust þeir ekki upp með slíkar starfsaðferðir. Samráðið gegn íslensku bönkunum voru samantekin ráð heilbrigðrar skynsemi gegn kjánum með fullar hendur fjár en lítið rekstrarvit og ekkert siðvit.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Þjóðaratkvæði um Icesave
Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar ætti að fara fyrir þjóðaratkvæði. Það getur gerst með tvennum hætti. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnarmeirihlutinn ákveði að setja málið í þjóðaratkvæði. Í öðru lagi, láti ríkisstjórnin ekki segjast, að forsetinn synji frumvarpinu staðfestingar og fer það þá sjálfkrafa í þjóðaratkvæðagreiðslu - nema að ríkisstjórnin dragi það tilbaka.
Forseti Íslands synjaði fjölmiðlafrumvarpinu staðfestingar fyrir fimm árum. Rökin voru eftirfarandi
Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.
Skuldbindingarnar vegna Icesave eru drápsklyfjar komandi kynslóða. Forsetinn getur ekki neitað þjóð sinni sömu afgreiðslu og hann veitt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugi fyrir fimm árum.
![]() |
Forsætisráðherra er til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Möskvastærðin ákveðin í Brussel
Á morgun hittast sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna til að taka ákvarðanir um möskvastærð, leyfilega lágmarksstærð á lönduðum þorski og margt fleira sem lýtur að rekstri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Ráðherrum þjóðríkjanna og framkvæmdastjórn ESB liggur á að klára málin sem liggja fyrir áður en Lissabon-sáttmálinn tekur gildi 1. desember næst komandi.
Ástæðan? Jú, málin eru nógu flókin eins og þau standa í dag. Hver þjóð er með sinn ,,innkaupalista" sem þarf að semja um við allar hinar þjóðirnar. Eftir 1. desember bætast 736 þingmenn Evrópuþingsins við sem mögulegir þátttakendur í hrossakaupum um sjávarútveg. Lissabon-sáttmálinn gerir ráð fyrir veigameiri hlutverki Evrópuþingsins við mótun sjávarútvegsstefnu.
Umsókn Samfylkingarinnar liggur í Brussel um að Íslendingar fari með fiskveiðistjórnun sína til Evrópusambandsins.
Hérer umfjöllun European Voice um fundinn á morgunn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Icesave þarf að ræða fram að jólum - hið minnsta
Icesave-frumvarpið er bresk-hollensk blaut tuska framan í andlit þjóðarinnar og það er ríkisstjórnin sem heldur á og neitar að sleppa. Efnahagsleg rök, lagarök og siðferðisrök hníga öll í sömu átt. Ísland á að hafna afarkostum Breta og Hollendinga. Við eigum ekki að samþykkja að ábyrgðin á ónýtu regluverki Evrópusambandinu skuli eingöngu hvíla á öxlum Íslendinga.
Stjórnarandstaðan þarf að ræða Icesave fram að jólum, hið minnsta. Reynslan sýnir að hægt og sígandi rennur upp fyrir ríkisstjórninni að sumu má ekki játast.
![]() |
Icesave-umræðan hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Heimskreppa eða bati - þar er efinn
Ógrynni af skuldum einkaaðila hefur síðustu misserin verið hlaðið á ríkisvaldið sem ekki getur að óbreyttu staðið undir þessum skuldum. Er verið að tala um Ísland? Nei, hagkerfi efnahagsvéla heims austan hafs og vestan í nýrri skýrslu franska Société Général.
Skýrslan er pælingapappír um hvert geti stefnt með hagkerfi heimsins næstu tvö árin eða svo. Það er ekki bjart yfir, verður að segja. Peningaprentun seðlabanka um víða veröld er komin á leiðarenda. Annað tveggja tekst tilraunin sem upp á ensku heitir ,,quantative easing" og vöxtur tekur kipp eða að verðhjöðnun verði ofaná skuldirnar sem myndi þýða katastrófu fyrir ofurskuldsett þjóðarbú.
Hér er hlekkur á úttekt Brósa í Símfréttum á skýrslu franska bankans. Það tekur þrjár mínútur að lesa textann og þeim þrem er vel varið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Samfylkingin segi sig frá landsstjórninni
Samfylkingin átti helminginn í hrunstjórninni sem gætti seint og illa eða alls ekki hagsmuna almennings í aðdraganda hrunsins. Páll Hreinsson formaður sérstakrar rannsóknanefndar um hrunið boðaði að niðurstaða nefndarinnar yrði þjóðinni erfið.
Til að niðurstaða nefndarinnar fái eðlilega afgreiðslu af hálfu þings og ríkisstjórnar og að umræða almennings um skýrsluna verði við kjöraðstæður er eðlilegt að fara fram á að Samfylkingin segi sig frá ríkisstjórninni.
Minnihlutastjórn Vinstri grænna myndi starfa í umboði Alþingis í vetur, ganga frá fjárlögum og öðrum brýnum málum í breiðri sátt. Næsta haust, t.d. í septemberlok, yrði kosið á ný til Alþingis. Þjóðin væri búin að ræða skýrsluna í gott hálft ár fyrir kosningabaráttuna.
Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið mikilhæfur stjórnmálamaður ef hún brygðist við núverandi aðstæðum af stórmennsku og segði sig og Samfylkinguna frá landsstjórninni.
![]() |
Ráðherrar fyrir dóm? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Útrásarmaður í félagsmálaráðuneyti
Yngvi Örn Kristinsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, vill 230 milljónir króna úr þrotabúi bankans. Á meðan hann bíður niðurstöðu fjárkrafna sinna er Yngi Örn talsmaður félagsmálaráðherra um úrræði heimila í greiðsluvanda.
Yngvi Örn vann að frumvarpi félagsmálaráðherra um greiðsluaðlögun en inn á milli úrræða fyrir venjulegt fólk var skotið sérúrræðum fyrir útrásarfólki sem vildi létta skattbyrði sína. Vegna árvekni stjórnarandstöðuþingmanna var sérúrræðinu, sem laut að skattfrelsi, kippt út á síðustu stundu.
Yngi Örn er rangur maður á röngum stað í félagsmálaráðuneytinu.
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Hagar og heiðarleiki
Þjóðfundurinn nýliðna helgi sagði heiðarleika mikilvægasta veganesti okkar í endurreisninni. Hagar, sem áður mynduðu kjarnann í Baugi, geta ekki verið hluti af nýju íslensku atvinnulífi ef það á að vera heiðarlegt.
Haga á að brjóta upp enda fáheyrt að ein og sama samsteypan ráði um eða yfir helmingi matvörumarkaðarins.
Ef Nýja Kaupþing ætlar að vera þátttakandi í endurreisninni verður bankinn að haga sér eins og ábyrg fjármálastofnun: Haga verður að brjóta upp og selja til dreifðra eigenda sem hafa hreint siðferðisvottorð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Útrásarklappstýra með ESB-spuna
Evrópusambandið gerir ráð fyrir að þær þjóðir sem vilja inn í sambandið vinni heimavinnuna sína og kynni sér helstu þætti sambandsins. Engri þjóð hefur látið sér til hugar koma að sækja um til að ,,sjá hvað er í pakkanum." Pakkinn er sjálft Evrópusambandið. Þess vegna stundar sambandið ekki samningaviðræður við umsóknarríki heldur er lagt upp aðlögunarferli sem felur í sér að umsóknarríki lagar sig að regluverki sambandsins.
Samfylkingin hefur blekkt þjóðina til að halda að Ísland sé á leið í viðræður við Evrópusambandið. Svo er ekki. Við erum á leið í aðlögun að Evrópusambandinu.
Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins gat sér orð sem trúgjörn klappstýra útrásarinnar enda þjálfaður Baugsblaðamaður. Í leiðara í dag tekur hann upp hráan samfylkingaráróður um samningaviðræður við Evrópusambandið.
Barnslegri ákefð aðildarsinna eftir nýrri blekkingu, þegar sú síðasta er hrunin, minnir á margt sama fólkið var í útrásarliðinu og vill nú inngöngu í Evrópusambandið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Hvar er Ögmundur?
Icesave-málið er þess eðlis að það þarf að minnsta kosti að ræða það til jóla. Augljóst er að samkomulagsvilji sem stjórnarandstaðan sýndi ríkisstjórninni var misnotaður. Lögin sem Alþingi hefur þegar samþykkt um ríkisábyrgð voru það lengsta sem hægt var að ganga til móts við kröfur Breta og Hollendinga.
Ríkisstjórnin er ekki að vinna þjóðinni heilt. Ögmundur Jónasson þarf að stíga fram og neita stuðningi við frumvarpið.
Ef Ögmundur styður frumvarpið verður fyrri andstaða hans og afsögn ráðherradóms tilgangslaus skrípaleikur.
![]() |
Icesave afgreitt út úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |