Leppar auðmanna með Tortolapeninga

Eignir fást fyrir lítið á Íslandi í dag. Hrunið og verðfall krónunnar gerir allt landið að kaupendamarkaði. Ríkisbankar sitja uppi með fasteignir og fyrirtæki sem nokkur slægur er í. Hættan sem blasir við er að föllnu útrásarauðmennirnir fái sér leppa til að koma hingað og bjóða í rekstur.

Á útrásartímanum nýtti Ólafur Ólafsson og framsóknarklíkan í kringum hann sér a.m.k. í tvígang þjónustu leppa. Í fyrsta lagi þegar þeir keyptu Búnaðarbankann sem þeir sameinuðu Kaupþingi og í öðru lagi þegar arabískur olíufursti var sagður hafa keypt hlut í Kaupþingi.

Eftir hrun dúkkaði hér upp Ástrali undir heitinu Steve Cosser sem ætlaði að kaupa rekstur og annan en þó helst Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Ástralinn lét sig hverfa þegar hann fékk ekki Morgublaðið. Ekki fer sögum af því hvort Hreinn Loftsson, Jón Ásgeir Jóhannesson eða sjálfur Sigurður Einarsson hafi verið í félagsskap Stjána.

Eðlilegt er að hafa fyrirvara á útlendingum sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og vilja kaupa eitt og annað.

Tvennt annað er hægt að gera til draga úr líkum að auðmannasubburnar komist með klærnar í íslenskt atvinnulíf á ný. Ríkisbankarnir geta komið sér upp vinnulagi þar sem fyrsti kostur sé að selja starfsmönnum rekstur. Ef það er af einhverjum ástæðum ekki raunhæft má íhuga að leggja viðkomandi rekstur af. Sé þörf á starfseminni verða einhverjir til að hefja rekstur á ný.

Rekstur þarf að hantera á annan hátt en fasteignir. Það er ekkert mál að bíða með að selja fasteignir þangað til að markaðurinn jafnar sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Páll. Þetta er alveg rétt athugað hjá þér, nú gæti runnið upp tími leppanna. Ég heyrði einmitt kjaftasögu um vefsíðuna þjóðarhag (thjodarhagur.is) þar sem einhverjir eru að safna liði til að kaupa Haga af Kaupþingi. Sagan segir að á bak við þessa kennitölusöfnun séu brot úr S-hópnum svokallaða. Gætu sem sagt verið t.d. Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson, en þetta eru einmitt menn sem áður hafa verið orðaðir við leppaviðskipti, eins og þú fjallar hér um. En allavega þá gefa aðstandendur þessa hóps sig ekki fram og þess vegna held ég bara að það sé ágætt að fjalla um þetta og þess vegna að láta söguna berast, ef það skyldi verða til þess að hið sanna komi í ljós. Það er hætt við að einhverjum líki það illa ef þeir eru að vinna fyrir þessa menn óafvitandi.

Jón Pétur Líndal, 15.11.2009 kl. 10:47

2 identicon

Hver er ,,leppur"  og hver er ,,ekki leppur"  ?

Það er mikið lagt í vegna þess að Bónusfeðgar virðast á einhverri endastöð með sinn rekstur.  Það er þeim sjálfum að kenna hvernig komið er.  Alltaf kemur fram fólk sem virðist vera á launum við að skrifa til hjálpar .  Það hefur komið fram maður , ,,leppur"  sem segist hafa áhuga á rekstri Haga .  er þaðsem sagt ekki í lagi ?  

Annars hefur mér reinst illa að fá einhverja mynd af þeim sem sýndust eiga milljarða fyrir rúmu ári síðan ?

Hvers vegna erum við að borga ICESAVE skuld fyrir mann sem virðist eiga mörg fyrirtæki , sem virðast ganaga vel ?

Hvers vegna er það í umræðunni að afskrifa milljarða fyrir Bónusfeðga , þegar þeir eru með mörg fyrirtæki sem sýnast ganga vel ?

Hver á peninga í dag til að setja í fyrirtæki ?

Getur verið að peningarnir, sem okkur vantar til að borga óreiðuskuldir útrásrinnar, séu okkur ekki glataðir ?  

Ef til þurfum við ,,lepp"  til að sækja þessa peninga ?

JR (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góður pistill. 

Það verður að koma helstu fyrirtækjum landsins í almenna dreifða eign.  Hugtakið "kjölfestufjárfestir" er stórhættulegt og á aðeins við um þekkt fyrirtæki og sjóði eins og norska olíusjóðinn.  Erlendir einstaklingar sem dúkka hér upp óþekktir eru 99% leppar eins og þú segir.

En hver hefur eftirlit með þessu?  Bankaráðin eru jú pólitískt skipuð og það voru pólitískar ákvarðanir sem settu þessa atburðarás af stað með einkavæðingu bankanna.  Höfum við eitthvað lært?

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 16:36

4 identicon

Það er þörf ábending að vera á verði gagnvart útrásarhernum sem nú er einhverskonar Eyðimerkurvíkingar búnir að leggja Ísland í auðn.

Þeir koma aftur.

Venjulegt fólk mundi ekki vilja selja Orkuveitur- ekki einusinni bíl til manna sem eru með skúffufyrirtæki.

En siðferði viðskifta her hefur ekki batnað- og þeir ( útrásarrottur ) koma aftur í skjóli annara. 

Sambandsklíkan sem var vísir að svikum og prettum í fjármálum her er gott dæmi um það.

Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Á meðan lúðar leppanna ganga lausir, og aflandsreikningar þeirra óáreittir, þá er þessi leppasmölun raunveruleg.  Leppalúðarnir lifa nú á mjög "spennandi" tímum.

Þess vegna þarf að hraða saksókn, annars mun viðskiptalandslagið ekkert breytast.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.11.2009 kl. 19:45

6 identicon

Góður og þarfur pistill, Páll. 

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband