Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 13. nóvember 2009
Klíkurökin; ESB, Afríka og Ísland
Klíkurökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandsins eru þau að klíkur ráðandi afla komi í veg fyrir skynsamlega stjórnarhætti. Af því leiðir að fullveldi Íslands sé betur borgið í Brussel en Reykjavík.
Rökin gefa sér tvennt. Í fyrsta lagi að engin klíkumyndun sé í Evrópu, hvorki þjóðríkjum álfunnar né í Evrópusambandinu. Í öðru lagi að þjóðríki sem verða fyrir manngerðum stóráföllum hljóti að leita ásjár hjá öðrum ríkjum eða ríkjasamböndum og flytja þangað forræði sinna mála.
Hvorttveggja er rangt. Klíkumyndun er í evrópskum ríkjum og í Brussel; heil framkvæmdastjórn ESB varð að segja af sér vegna spillingar sem mátti rekja til klíku.
Í Afríku slíta margar þjóðir með manngerðar hamfarir, svo sem víðtæka spillingu og ógegnsæi í stjórnarháttum. Andófshópar í þessum ríkjum kalla ekki eftir því að völd og forræði séu flutt til gömlu nýlenduríkjanna.
Ólíkt íslenskum aðildarsinnum eru afrískir með á hreinu að endurreisn þjóðar verður ekki gerð án fullveldis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Kjörþyngd Gróttumanna
Okkur Seltirningum sárnaði þegar íþróttafréttamaður gerði hróp að leikmönnum karlaliðs Gróttu og sagði þá yfir kjörþyngd. Allir vita að smávegis hold yfir beinin er nauðsynleg vörn gegn kulda, sérstaklega þegar búið er á næðissömu nesi.
Gróttumenn sýndu í kvöld að skriðþungi íþróttamanna er ekki háður holdafari heldur þreki og keppnisskapi og þeir rúlluðu yfir Fimleikafélag Hafnarfjarðar.
Áfram Grótta.
![]() |
Grótta skellti FH í Kaplakrika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Ísland í flokki með Búlgaríu og Rúmeníu
Ísland er ekki og getur ekki verið ytri landamæri Evrópu nema fyrir undarlegasta milliríkjasamning sem við höfum gert og er kenndur við Schengen. Eyríki Bretland og Írland eru ekki aðilar að Schengen, þótt bæði séu í Evrópusambandinu, og við eigum sannarlega ekki að vera aðilar.
Þegar Búlgarar og Rúmenar ganga inn í Schengen eru þeir að auðvelda samskipti sín vestur á bóginn. Við gerum okkur lífið flóknara, erfiðara og dýrara með Schengen-samstarfinu. Hættum því.
![]() |
Styttist í inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í Schengen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
30 prósent kúga 70 prósent þjóðarinnar
Umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu eitrar pólitíska umræðu. Samfylkingin hafði einn flokka í kosningunum í vor það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild. Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæðanna.
Vinstri grænir létu Samfylkinguna kúga sig. Vg hafði lofað kjósendum andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í atkvæðagreiðslu 16. júlí kom fram að þingmenn Vg greiddu atkvæði þvert gegn samvisku sinni þegar þeir féllust á að senda umsóknina.
Umsóknin gerir vinnu við endurreisnina erfiðari vegna þess að ríkisstjórnin er reist á svikum. Þjóðin lætur ekki bjóða sér þessi vinnubrögð.
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Össur með stórveldi í vasanum
Utanríkisráðherra er ekki einhamur stjórnarerindreki okkar Frónbúa. Bandaríkin eta úr lófa ráðherra og nú undirbýr hann hælkrók til að fella Evrópusambandið. Össur Skarphéðinsson leggur á ráðin um Brusselför í Þjóðmenningarhúsinu áður en hann sendir vaska sveit að kenna Brussel að kyngja íslenskum hagsmunum. Bandaríkin eru sem fyrr okkar bestu vinir þótt sérvinur Össurar á Bessastöðum hafi móðgað síðasta sendiherra Sáms frænda. Og við trúum hverju orði ráðamanna.
![]() |
Samskipti við Bandaríkin með besta móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Fjórflokkur og þjóðfundur
Fjórflokkurinn valdar opinbera umræðu. Almennt líta þátttakendur í stjórnmálum svo á, þótt sjaldnast sé það sagt upphátt, að flokkarnir fjórir rúmi stjórnmálaumræðuna sem þjóðin þarf. Viðhorfið er að breidd fjórflokksins sé slík að ekki sé þörf á öðrum vettvangi.
Stundum er fjórflokkurinn skoraður á hólm, núna síðast með framboði Borgarahreyfingarinnar, en einatt stendur fjórflokkurinn keikur eftir atlöguna.
Utan fjórflokksins eru fulltrúar viðhorfa og sjónarmiða sem stundum reyna nýjan vettvang stjórnmálaumræðu. Á hinn bóginn er hætt við að þegar hlutir eins og þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga fer af stað að annað tveggja gerist. Að hagsmunaöfl yfirtaki sviðið eða að kverúlantar leggi undir sig hreyfinguna. Hvorugt er ávísun á langlífi félagasamtaka.
Jónas Kristjánsson er ekki bjartsýnn á að þjóðfundurinn takist og viðrar efasemdir um aðferðir og fyrirkomulag.
Tilraunin er í það minnsta virðingarverð.
![]() |
Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Lilja kveður Icesave
Við getum einfaldlega ekki samþykkt Icesave-samningin ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, höfum ekki efni á því.
Icesave-samningnum var þröngvað upp á Íslendinga vegna þess að bankakerfi Evrópu riðaði til falls út af óvissu um innistæðutryggingar.
Til að fá nýjan samning þurfum við nýja ríkisstjórn. Við eigum að fá minnihlutastjórn Vinstri grænna með Lilju Mósesdóttur sem fjármálaráðherra og Steingrím J. sem forsætisráðherra.
![]() |
Viðurkenna lífskjararýrnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Kaupþing skuldar skýringar
Yfirtaka Nýja Kaupþings á eignarhaldsfélagi Haga fór fram fyrir tveim til þrem vikum, samkvæmt forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Hvers vegna hefur það verið leyndarmál í þennan tíma að ríkisbankinn tók yfir Haga?
Ótækt er að halda áfram undirferli útrásarinnar þar sem auðmenn og fjármálastofnanir bröskuðu í skjóli bankaleyndar.
Nýja Kaupþing skuldar þjóðinni skýringar.
![]() |
Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Brandarafélagið ASÍ
Forseti ASÍ viðurkennir að hafa fallist á launalækkun, bara ekki svona mikla. Eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu forsetans
Báðum þessum hugmyndum hafnaði samninganefnd ASÍ strax og tilkynnti SA að við myndum aldrei samþykkja svona mikla frestun á launahækkunum- þeir gætu eins sagt kjarasamningum upp strax. (Leturbreyting pv)
Punkturinn í málinu er að ASÍ semur um lágmarkstaxta, nær öll laun eru þar fyrir ofan. Stéttarfélag með lágmarksvirðingu fyrir baráttu launþega myndi aldrei fallast á að lækka lágmarkstaxta.
Ef allt væri með felldu hjá ASÍ hefði það sagt Samtökum atvinnulífsins að éta það sem úti frýs. ASÍ er hins vegar í bandalagi við SA um að stjórna landinu og var alveg til í að fórna umsömdum launahækkunum í þágu samstarfsins. Hagsmunir launafólks eru ekki í forgangi hjá ASÍ.
![]() |
Segir fullyrðingar Ragnars rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Ísland, Þýskaland og ESB
Sameining Þýskalands og flutningur höfuðborgarinnar frá Bonn til Berlínar markar tímamót í eftirstríðsárasögu Evrópu. Eftir seinna stríð var álfunni skipt í austur og vestur. Bandaríkin héldu lífi í vesturhlutanum með Marshall aðstoð og hervernd en Sovétríkin réðu lögum og lofum fyrir austan.
Þýska sameiningin og tilfærslan austur á bóginn felur í sér að landpólitík Þjóðverja beinist að gömlum áhrifasvæðum á þar sem núna er Pólland, Eystrasaltslönd, Úkraína, Hvíta-Rússland og sjálft Rússland.
Þýskaland er þungavikt í Evrópusambandinu. Til að auka á austurhneigð Sambandsins eru flest nýlöndin á þeim slóðum; Rúmenía, Búlgaría, Króatía.
Norðurslóðir verða áfram nokkurt áhugamál Evrópusambandsins, einkum vegna auðlinda. Auðvelt er að sjá fyrir sér aðstæður þar sem álitamál í norðri væru til úrlausnar á sama tíma og samskipti í austurvegi væru til umfjöllunar. Í norðri og austri er helsti viðsemjandi Evrópusambandsins sá hinn sami; Rússland.
Í hrossakaupum við Rússland, þar sem annars vegar væru auðlindahagsmunir í norðri og hins vegar togstreita í austri, yrðu íslenskir hagsmunir eins og krækiber í helvíti - ef við létum Evrópusambandið um okkar málefni.
Eitt og sér getur fullvalda Ísland tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um norðurslóðir þar sem Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland, Kanada og Noregur eiga aðkomu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)