ESB-nám hjá Baldri Þórhalls

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur kennir við Háskóla Íslands. Í tímum er meðal annars rætt um umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Baldur kennir, sem rétt er, að eiginlegar aðildarviðræður eigi sér ekki stað við umsóknarþjóðir af hálfu Evrópusambandsins.

Ferlið heitir ,,accession process" eða aðlögunarferli að reglum Evrópusambandsins.

Baldur, sem er áhugamaður um umsókn Íslands að Evrópusambandinu og jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki beinlínis lagt sig í líma að upplýsa almenningi um ferlið eins og það raunverulega fer fram. Þar með skýtur hann skjólshúsi yfir blekkingu Samfylkingarinnar að Ísland sé að leiðinni í samningaviðræður, þegar í raun er um aðlögunarferli að ræða.

Þegar Ísland hefur lagað sig að regluverki Evrópusambandsins er ætlunin að kjósa um það hvort þjóðin vilji inngöngu.

Hér að neðan er málsgrein af heimasíðu stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem útskýrir aðlögunarferlið.

In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Til þess að komast inn í bifhjólasamtökin Hell Angels þurfa verðandi nýliðar að víst að fremja hetjudáðir. Skýrir það framgang Samfylkingarinnar nú í´ríkistjórn?

Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2009 kl. 20:38

2 identicon

Það gladdi mig að sjá Páll að þú ert greinilega farinn að sækja tíma hjá Baldri Þórhallssyni -- ekki trúi ég að heiðarlegur og hlutlaus blaðamaður eins og þú fari með fleipur í skrifum þínum um það sem fram fer í kennslustundum við HÍ. Endurmenntun kemur öllum vel, ekki síst þeim sem hafa óþreytandi áhuga á þjóðmálum. Það er líka afar jákvætt að upplýsingafulltrúi RANNÍS, sem er á launum frá okkur skattgreiðendum við að kynna rannsóknir íslenskra vísindamanna, leggi sig fram við að kynna sér rannsóknir í flaggskipi íslenskra vísindarannsókna -- það sýnir að hann tekur starf sitt alvarlega og ræktar samskipti sín við vísindasamfélagið. Hvet ég alla til að taka þig til fyrirmyndar.

Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Sigurjón, ég fékk upplýsingar um kennslu Baldurs frá nemanda sem stundar nám hjá Baldri. Hefur þú heyrt að blaðamenn noti heimildir?

Páll Vilhjálmsson, 16.11.2009 kl. 21:18

4 identicon

Æ, fyrirgefðu. Ég vissi ekki að þú stundaðir eftirlit með kennslu við HÍ í frítímanum. Hélt að þetta væri tengt starfinu, því að mér finnst alltaf svo gaman að heyra um að heyra af rannsóknum og svoleiðis. Vona a.m.k. að RANNÍS sé ekki með heimildarmenn á sínum snærum í kennslustundum í háskólum landsins, svona eins og í Austur-Þýskalandi hér um árið.

Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:20

5 identicon

Sigurjón það er nú þannig að margir sakna Alþýðuveldisins í Þýskalandi og sjálfsagt engin eins innilega og Margret Tatcher og álíka fylgifuglar.

En hvað er að því að nota heimildir og benda á að Baldur Þórhallsson notar kennslustofur Háskóla Íslands til áróðurs en ekki rannsókna. Eða er það einhvað viðkvæmt að við Íslendingar erum ekki í samningaviðræðum við EU heldru í aðlögunarferli á leið inn í bandalag sem margir málsmetandi menn hafa líkt við Sovet Rússland hvort sem það er með réttu eða röngu.  En vissulega er ástæða til að hræðast allt vald sem vill miðstýringu og umboð til að segja sérvitringum fyrir um hvernig þeir eigi að lífa lífinu til að þóknast fjöldanum (lesist stórfyrirtækjum og fjármagnseigendum)

Auðvitað er Baldur Þórhallsson ákafamaður og það hefur engum dulist að honum er ákaflega mikið í mun að við séum smáríki í EU. En það er réttmæt ábending að oft sjást ákafamenn ekki fyrir og það getur verið hættulegt að fylgja ráðum þeirra og fordæmum.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:06

6 identicon

Sigurður, eitthvað hefur þú misskilið boðskap upplýsingafulltrúans, því að hann var alls ekki að ásaka Baldur Þórhallsson um áróður í kennslustofum HÍ -- enda væri það ansi alvarleg ásökun sem starfsmaður RANNÍS myndi vart leyfa sér án fleiri heimilda en sögusagna eins nemanda -- heldur var hann einmitt að hrósa Baldri fyrir kennsluna. Síðan væri gaman að heyra hvaða "málsmetandi menn" hafa líkt ESB við Sovet Rússland; hræddur er ég um að þar sé um að ræða meiri ákafamenn en Baldur Þórhallsson!

Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 08:00

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurjón, hér talar maður með reynslu:

http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband