Elli og atvinnuleysi í boði ESB

Evrópa eldist hratt og álfan býr við langvarandi atvinnuleysi, meðaltal 9,5 prósent sem er tveim prósentustigum hærra en á Íslandi. Fæðingartíðni á Íslandi er nærri tvö börn á konu á meðan kynsystur þeirra á meginlandinu rétt merja að fæða eitt barn að meðaltali.

Atvinnulaust og náttúrulaust gamlingjasamfélag Evrópu sendi hingað fulltrúa til að gylla kosti þess að sækja um inngöngu. Vladimír Špidla, atvinnumálastjóri Evrópusambandsins, segir í fréttum RÚV að í Evrópu séu til áætlanir um að bregðast við atvinnuleysi, öldrun og náttúruleysi.

Gangi þessar áætlanir fram verður mannlíf í Evrópu sama marki brennt og fiskimið álfunnar, sem hafa í áratugi fengið að kenna á áætlanagerð Brussel.

Við bíðum eftir spuna frá Samfylkingunni um framhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hlutfalli við stærðina eykst ósveigjanleikinn og höftin, en Samfylkingunni er sama um það. Að steypa öllum í sama mót og stuðla að stöðnun er markmið Samfylkingarinnar og sannar að öfgavinstri hugsjón hennar er jafn dauðadæmd og kommúnismi Sovétríkjanna. En spurningin er sú hvort Íslendingar vilji sætta sig við að vera útnári og krummaskuð í slíku sambandi með evruna sem kúgunartæki og Brussel sem stóra bróður.

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 01:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skrýtið að fljótandi vextir á húsnæðislánum í gamla hluta lands Vladimírs, Slóvakíu, skuli hafa verið 5,48% í júní í sumar þegar verðbólga í Slóvakíu var 0,00% og fallandi. Mynt Slóvakíu er auðvitað evra. Hvað annað? Fastir vextir á húsnæðislánum eru þarna ennþá hærri. Miklu hærri. 

Getur það hugsast að fjárfestar húsnæðisskuldabréfa frá Slóvakíu viti eftirfarandi?:

Fæðingatíðni 2005: 1,25 barn á æfi hverrar konu

Atvinnuþátttaka kvenna 2007: 52%

Atvinnuleysi september 2009: 12%

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára: 27%

Þróun fólksfjölda 2010-2060: þjóðinni mun fækka um ca 15%, og sennilega miklu meira, því þessar spár ESB eru alltaf litaðar sólskini og standast aldrei í reynd. Örvæntingarvonin er svo sterk. Árangurinn er alltaf verri en spárnar gera ráð fyrir. 

Einhver sem vill fjárfesta í húsnæðisskuldabréfum frá landi þar sem stór hluti húsnæðismassans mun standa tómur og fólk mun ekki geta selt eignir sínar þegar það hættir á vinnumarkaði því það verða engir nýir ungir kaupendur til að kaupa húsin af þessi fólki því aldurspíramídinn snýr á hvolf í þessu landi og borar sig ofaní haus nýrra skattgreiðenda sem þarna fæðast svo fáir og sem þá munu þá flýja landið öskrandi og ekki vilja snerta á svona geldu samfélagi með eldtöngum? Þar sem 70% kjósenda verða kannski 60-70 ára og eldri innan mjög  skamms?

En markaðurinn er ekki heimskur. Hann er rational og hann virkar.

Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu  

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2009 kl. 05:02

3 identicon

Sæll.

Góðir punktar en þú gleymdir öðru stóru vandamáli Evrópu: Múslimar!! Evrópa er að tærast að innan vegna þess sem þú nefndir sem og vandans sem fylgir múslimum. Íslam og vestrænir siðir eiga ekki samleið.

Þeir aðlagast ekki og eru mjög andsnúnir því sem fleytt hefur vestrænum samfélögum inn í velsæld: Málfrelsi og skoðanafrelsi. Þetta mál má hins vegar ekki ræða því ekki má styggja þá. Munið þið eftir óeirðunum í París fyrir fáeinum árum? Munið þið eftir múhameðsteikningunum í Danmörku? Munið þið eftir hollenska þingmanninum sem var drepinn fyrir sína skoðun? Munið þið eftir kosningasvindlinu í Íran í sumar?

Ég hvet alla læsa menn til að lesa hina stórgóðu bók Karen Jespersen og Ralf Pittelkow: Íslamistar og Naívistar. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í framhaldsskólum landsins. Einnig má benda á mjög góðar og upplýsandi bækur eftir Mark Gabriel.

Múslimum fjölgar eins og músum en á meðan standa Þjóðverjar frammi fyrir því að verða minnihluti í eigin landi eftir 80 ár. Þetta vandamál mun verða snöggtum verra þegar/ef Tyrkland kemst inn í ESB. Vegna íbúafjölda munu Tyrkir þá verða ráðandi afl í ESB. Glæsilegt, ekki satt?

Nýsköpun og ástundun fræða í hinum múslimska heimi er ekki nálægt því sem gerist í hinum vestræna heimi. Ok íslam mun með auknum þunga leggjast á Evrópu og hægja þar verulega á nýsköpun. Aðeins 1,2% greina í vísindritum í heiminum er eftir múslimska höfunda þrátt fyrir að múslimar séu rúm 20% jarðarbúa.

Jon (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: Andrés Magnússon

Áætlanir um að bregðast við atvinnuleysi, öldrun og náttúruleysi, já.

Kinder, Küche, Kirche?

Andrés Magnússon, 15.11.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband