Mannslát, mannréttindi og ábyrgðin

Lögreglan getur ekki beðið eftir því að vopnaður maður klári skotfæri sín í íbúðahverfi. Fyrsta hlutverk lögreglunnar er að verja borgrana gegn ofbeldismönnum - og gildir einu hvort þeir séu geðbilaðir eða ekki.

Það er ekki hægt að kenna samfélaginu um að Sævar Rafn Jónsson tók til við að skjóta út um glugga á íbúð sinni. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem fólk er tekið úr umferð áður en það brýtur af sér.

Andlát Sævars Rafns er hryggilegt en það er hvorki lögreglunni að kenna né samfélaginu. 


mbl.is „Hvítþvottur saksóknara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólanám aðeins fyrir konur

Æ færri strákar leggja fyrir sig háskólanám enda kvennamenning ráðandi í akademíunni. Til skamms tíma var háskólanám ávísun á vel launuð störf með fyrirheit um mannaforráð. Núna útskrifast fólk beint inn á atvinnuleysiskrá.

Eftir því sem kvennamenningin verður meira ráðandi í háskólum gjaldfellur námið, á líkan hátt og kennarastarfið var gjaldfellt með kvenvæðingu.

Ef ekki á illa að fara verður að snúa við þeim hugsunarhætti að háskólanám sé aðeins fyrir stelpur.

 


mbl.is 253 konur á móti 73 körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir býr sér til óvini

Jón Ásgeir Jóhannesson gerði árás á Davíð Oddsson forsætisráðherra með forsíðufrétt í Fréttablaðinu 1. mars 2003 um að Davíð stæði að baki lögreglurannsókn á Baugi. Markmiðið var að knésetja Davíð sem stjórnmálamann.  Mútur og fleira huggulegt komu við sögu þegar Jón Ásgeir braust til valda í íslensku viðskiptalífi.

Davíð Oddsson var með réttu eða röngu sagður valdamesti maður Íslands þegar Jón Ásgeir gerði að honum atlögu. Ugglaust taldi Jón Ásgeir sér upphefð að búa til óvin úr valdamesta manni landsins.

Í dag leitar Jón Ásgeir sér enn óvina. Hann skrifar grein í blaðið sitt og nafngreinir tvo lögreglumenn sem hann segir sérstaka óvini sína.

Frá því að eiga valdamesta mann landsins að óvini niður í rétta og slétta lögreglumenn er nokkur spotti. Illa er komið fyrir frægðarsól þessa fyrrum skærustu stjörnu á auðmannahimninum yfir Íslandi að þurfa að sætta sig við óþekkta opinbera starfsmenn sem sína helstu óvini.

,,Ég trúði á kerfið," skrifar Jón Ásgeir og nefnir ártölin 2002 til 2005. Einmitt á þeim árum lagði Jón Ásgeir sig fram um að steypa forsætisráðherra af stóli, sem tókst ekki, og einnig að brjóta á bak aftur lagasetningavald meirihluta alþingis - og það með aðstoð forseta Íslands.

Fyrir áratug, þegar völlur var á Jóni Ásgeiri, birtist val hans á óvinum á forsíðu Fréttablaðsins. Í dag er grein Jóns Ásgeirs falin á vinstri síðu nokkru fyrir aftan leiðaraopnuna. Og þá eru flestir hættir að lesa.

Ritstjórn Fréttblaðsins skammast sín fyrir eiganda sinn.


Blóð, olía og stórveldapólitík

Ótti Vesturlanda er að borgarastríðið í Írak hækki olíuverð sem geri út af við veiklulegan efnahagsbata. Á meðan Írakar berast á banaspjótum deila stórveldin um ábyrgðina. Bandaríkjamenn eru helstu gerendurnir í Mið-Austurlöndum síðasta áratuginn og eru þægilegur skotspónn.

Önnur stórveldi en Bandaríkin drógu upp landamæri núverandi ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Bretar, Frakkar og í minna mæli Ítalir, Þjóðverjar og Rússar eru helstu höfundar ríkjanna sem núna eru að liðast í sundur, þ.e. Sýrlands og Írak. Evrópsku stórveldin í lok 19. aldar bjuggu til ríkin í Mið-Austurlöndum þegar gamla stórveldi Tyrkja skrapp saman.

Bandaríkin steyptu Saddam Hussein af stóli á röngum forsendum - hann átti engin gereyðingarvopn. En Saddam var viðurkenndur harðstjórni sem beitti efnavopnum á samlanda sína og var sjálfstæð uppspretta óstöðugleika í þessum heimshluta. Þeir sem segja ,,misheppnað" að velta Saddam af valdastóli eru komnir í vörn fyrir harðstjóra. 

Stórveldapólitík í dag er ekki hótinu betri en hún var fyrir hundrað árum. Allar eru á því að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eigi eftir að versna töluvert áður en nýtt jafnvægisástand finnst. 

 

 


mbl.is Innrásin „misheppnaðist algjörlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn til fortíðar

Íslandi vegnar vel eftir hrun. Kennitölur efnahagslífsins eru betri hér en í flestum nágrannaríkjum og miklu betri en í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Engu að síður telja sumir að hag Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins.

Benedikt Jóhannesson fer fyrir hópi sjálfstæðismanna sem freista þess að stofna stjórnmálaflokk utan um kröfuna að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Á undirbúningsfundi í gær sagði Benedikt að nýi  flokkurinn yrði framtíðarflokkur en ekki flokkur fortíðar eins og núverandi ríkisstjórnarflokkar.

Vinnuheiti flokks Benedikts og félaga er Viðreisn, sem vísar til viðreisnarríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sjöunda áratug síðustu aldar. Óskaríkisstjórn ESB-sinna er einmitt samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Viðreisnarpælingin er orðin úrelt áður en flokkurinn er stofnaður. Björt framtíð er búin að skáka Samfylkingunni sem helsti samstarfskostur Sjálfstæðisflokksins að Framsóknarflokknum frátöldum.

Björt framtíð rekur kósí-stjórnmál og gefur tóninn um hvernig eigi að ná árangri í valdapólitík. Það er ekki pláss nema fyrir einn kósi-flokk. Viðreisn Benedikts og félaga er orðin fortíð áður en flokkurinn er stofnaður. Og það er nokkurt afrek.  

 


Ólafur Ragnar boðar endurkjör

Ólafur Ragnar verður vitanlega í endurkjöri 2016. Þjóðin vill ekki sleppa kjölfestu stjórnkerfisins á meðan flokkakerfið er í ólgusjó. Ólafur Ragnar vill ekki sleppa þjóðinni og hann er orðinn of gamall fyrir erlendan vettvang.

Ólafur Ragnar segist ekki sækjast eftir endurkjöri til að svæla fram valkostina. Samfylkingar-Eyjan brást ekki áskorun forsetans og býður upp á Össur Skarphéðinsson sem hlegið var að í Brussel. 75 prósent þjóðarinnar fær velgju við tilhugsunina um Össur á Bessastöðum.

Ólafur Ragnar tekur eitt kjörtímabil enn og verður samt ekki ellidauður í embætti.


mbl.is Sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn eftir sigur er uppgjöf fyrir götupólitík

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, fær yfir tíu prósent fylgi og tvo borgarfulltrúa. Tveim vikum fyrir kosningar var flokkurinn með tvö prósent fylgi. Vegna kosningasigursins í Reykjavík er Framsóknarflokkurinn í færum að halda þeirri stöðu sem hann náði í þingkosningunum í fyrra.

Ingvar Gíslason er leiður yfir óhróðrinum sem ausið er yfir Framsóknarflokkinn, sérstaklega í Reykjavík, og lái honum hver sem vill. Ingvar tekur á hinn bóginn rangan pól í hæðina þegar hann spyr

Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?

Hvorki Sveinbjörg Birna né forysta Framsóknarflokksins ræður málflutningi andstæðinga flokksins. Vinstrimenn ætluðu sér að beita Framsóknarflokkinn lágkúrulegum brögðum, það sást strax þegar Guðni Ágústsson íhugaði framboð.

Götupólitík vinstrimanna var ákveðin löngu áður en Sveinbjörg Birna tók að sér að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Ingvar og aðrir gegnheilir framsóknarmenn ættu að þakka Sveinbjörgu Birnu og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur að hafa staðið keikar andspænis óvígum nether götustráka af báðum kynjum.

 


70 ár frá Oradour-fjöldamorðunum

Franska þorpið Oradour-sur-Glan var fyrir 70 árum upp á dag vettvangur mestu fjöldamorða nasista í Vestur-Evrópu í seinna stríði. SS-hermenn úr herfylkinu Das Reich drápu 642 karla, konur og börn og brenndu niður þorpið sem liggur í 20 km fjarlægð frá Limoges. Fjöldamorðin voru aðferð Þjóðverja í baráttunni gegn frönsku andspyrnuhreyfingunni.

Börn úr nærliggjandi þorpum sóttu skólann í Oradour og týndu lífi í kirkjunni þar sem þeim var smalað saman. Eftir stríð voru þorpin í kringum Oradour kölluð þau barnlausu.

Oradour var látið standa eins og SS-hermennirnir skildu við það fyrir 70 árum. Um 300 þúsund ferðamenn sækja eyðilegginguna heim árlega.

Myndir af Oradour og minningin um fjöldamorðin er viðfangefni Der Spiegel.

 

 


Björt framtíð frelsar Sjálfstæðisflokkinn úr umsátri vinstriflokkanna

Eftir hrun tóku stærstu flokkar vinstrimanna, Samfylkingin og VG. sig saman um að útiloka Sjálfstæðisflokkinn. Markmið vinstriflokkanna var að mynda blokk gegn Sjálfstæðisflokknum. Í því skyni var reynt á síðasta kjörtímabili að fá Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.

Björt framtíð, sem stofnuð var til að hirða vinstrafylgi sem hvorki felldi sig sig við Samfylkingu né VG, rýfur umsátur vinstrimanna um Sjálfstæðisflokkinn með því að efna til samstarfs við móðurflokk íslenskra stjórnmála í Kópavogi og Hafnarfirði.

Formaður Bjartar framtíðar orðar afstöðu sína á athyglisverðan hátt

við höfum aldrei sagt að við ætluðum bara ekki undir neinum kringumstæðum að starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Vitanlega er það ekki sagt upphátt þegar lýðræðinu er gefið langt nef.

Frelsun Sjálfstæðisflokksins úr herkví vinstrimanna fær m.a. þær afleiðingar að vinstri grænir taka að efast um að heppilegt sé að kalla núverandi og fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins öllum illum nöfnum.

Vinstrimenn töpuðu fyrir rúmu ári valdaforræði sínu til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hrokinn og yfirgangurinn, sem vinstrimenn sýndu kjörtímabilið 2009-2013, víkur fyrir auðmýkt.

 


mbl.is Karpa um Geir Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðdómari dregur réttakerfið í svaðið

Bróðir Ólafs Ólafssonar, auðmanns og sakbornings í Al-Thani málinu, heitir Sverrir. Sverrir er meðdómari í Aurum málinu þar sem reynir á sömu lög og réttarreglur og í Al-Thani málinu. Í þriggja manna dómi myndar Sverrir meirihluta sem sýknar sakborningana.

Í viðtali við RÚV segir Sverrir alkunn tíðindi að hann sé bróðir Ólafs. Engu að síður gerði Sverrir sér far um að ræða vanhæfni sína við aðaldómara málsins, Guðjóns St. Marteinsson. Hvers vegna að bera upp alkunnar staðreyndir við aðaldómarann?

Til að bíta höfuðið að skömminni segir Sverrir trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara ,,í molum" og sakar sérstakan saksóknara um óheiðarleg vinnubrögð. En það er einmitt hann, með meirihlutadómi sínum, sem grefur undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Og bróðir Sverris nýtur góðs af því þegar embætti sérstaks saksóknara glatar tiltrú - enda enn ódæmt í máli Ólafs fyrir Hæstarétti.

Sýkna meirihluta fjölskipaðs héraðsdóms í Aurum málinu getur ekki staðið óbreytt eftir þennan farsa Sverris Ólafssonar. Með dómskerfið í höndum manna eins og Guðjóns og Sverris er eins gott að leggja það niður. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband