70 ár frá Oradour-fjöldamorðunum

Franska þorpið Oradour-sur-Glan var fyrir 70 árum upp á dag vettvangur mestu fjöldamorða nasista í Vestur-Evrópu í seinna stríði. SS-hermenn úr herfylkinu Das Reich drápu 642 karla, konur og börn og brenndu niður þorpið sem liggur í 20 km fjarlægð frá Limoges. Fjöldamorðin voru aðferð Þjóðverja í baráttunni gegn frönsku andspyrnuhreyfingunni.

Börn úr nærliggjandi þorpum sóttu skólann í Oradour og týndu lífi í kirkjunni þar sem þeim var smalað saman. Eftir stríð voru þorpin í kringum Oradour kölluð þau barnlausu.

Oradour var látið standa eins og SS-hermennirnir skildu við það fyrir 70 árum. Um 300 þúsund ferðamenn sækja eyðilegginguna heim árlega.

Myndir af Oradour og minningin um fjöldamorðin er viðfangefni Der Spiegel.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Við þetta má kannski bæta eftirfarandi sem sumum finnst þó varla þess vert að nefna (t.d. Jean-Marie Le Pen sem nefndi það smáatriði, "un détail dans l'histoire de la Seconde Guerre Mondiale). Nasistar fluttu næstum 80.000 franska gyðinga, þar af 15.000 börn í útrýmingarbúðir. Þetta var þriðjungur franskra gyðinga. Að meirihlutinn hafi þó sloppið var aðeins því að þakka að landið er stórt og var ekki straxalgerlega hertekið. Margir sluppu því á skip eða til Sviss eða Spánar. Aðrir voru í felum í fimm ár!

Í Hvíta Rússlandi og Úkraínu eru svo meira en tíu þúsund Oradour-sur-Glane. 

Sæmundur G. Halldórsson , 11.6.2014 kl. 01:20

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það má bæta við að franska andspyrnuhreyfingin á þessum tímapunkti eftir innrásina í Normandí 6 júní 1944 tafði för þýskra herdeilda frá Suður Frakklandi til Normandí bardagasvæðisins um þrjár vikur. Ferðalag sem tók þá þrjá daga ef allt hefði verið með feldu. Þetta var einn grunnurinn að atburðunum í Oradour-sur-Glan fjórum dögum eftir innrásina 10 júní. Um 20.000 franskir íbúar Normandí féllu í átökunum sem fóru fram í borgum og bæjum Normandí um sumarið.

Safnaferð til Caen í Normandí er fróðleg.

Sveinn Ólafsson, 11.6.2014 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband