Þriðjudagur, 10. júní 2014
Meðdómari dregur réttakerfið í svaðið
Bróðir Ólafs Ólafssonar, auðmanns og sakbornings í Al-Thani málinu, heitir Sverrir. Sverrir er meðdómari í Aurum málinu þar sem reynir á sömu lög og réttarreglur og í Al-Thani málinu. Í þriggja manna dómi myndar Sverrir meirihluta sem sýknar sakborningana.
Í viðtali við RÚV segir Sverrir alkunn tíðindi að hann sé bróðir Ólafs. Engu að síður gerði Sverrir sér far um að ræða vanhæfni sína við aðaldómara málsins, Guðjóns St. Marteinsson. Hvers vegna að bera upp alkunnar staðreyndir við aðaldómarann?
Til að bíta höfuðið að skömminni segir Sverrir trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara ,,í molum" og sakar sérstakan saksóknara um óheiðarleg vinnubrögð. En það er einmitt hann, með meirihlutadómi sínum, sem grefur undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Og bróðir Sverris nýtur góðs af því þegar embætti sérstaks saksóknara glatar tiltrú - enda enn ódæmt í máli Ólafs fyrir Hæstarétti.
Sýkna meirihluta fjölskipaðs héraðsdóms í Aurum málinu getur ekki staðið óbreytt eftir þennan farsa Sverris Ólafssonar. Með dómskerfið í höndum manna eins og Guðjóns og Sverris er eins gott að leggja það niður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. júní 2014
Siðastjórnmál ríkja, hagstjórnarpólitík er víkjandi
Skiptingu stjórnmála í hægri og vinstri síðustu hundrað árin eða tekur mið af afstöðunni til eignarhalds á framleiðslutækjum og markaðsbúskapar. Hægrimenn eru hlynntir frjálsum markaði og einkaeign á meðan vinstrimenn eru hallir undir opinberan rekstur og með fyrirvara við markaðsöflin.
Á seinni tíð ber æ minna á milli hægrimanna og félaga þeirra á vinstri kantinum í afstöðunni til hagstjórnar. Það er helst að þráttað sé um skattaprósentuna sem varla telst grundvallarmál.
Siðastjórnmál færast á hinn bóginn öll í aukana. Hannes Hólmsteinn, helsti talsmaður markaðshyggjumanna, rýnir í jafnréttisumræðuna; moskumálið er ekta siðapólitík og deilan um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili er dæmi siðastjórnmál.
Hægrimenn eru varkárir og íhaldssamir í siðapólitík en vinstrimenn eru frjálslyndir og hallir undir samfélagstilraunir - líkt og þeir voru fyrrum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. júní 2014
Vinstrimenn, göfugar tilfinningar og valdið
Vinstrimenn, til dæmis þeir sem kalla gamla konu með rangar skoðanir ,,ógeðslega rasistakellingu", eru handhafar göfugra tilfinninga. Göfuglyndir menn eins og Karl Th. Birgisson þjást af ,,stækri fyrirlitningu" á Framsóknarflokknum. Illugi Jökulsson vill úthýsa framsóknarmönnum úr ,,siðuðu samfélagi."
Spænski rannsóknarrétturinn var einnig handhafi göfugra tilfinninga, NKVD austur í Rússíá var sömuleiðis krýndur rétthafi göfuglyndis.
Framsóknarmönnum og borgaralega þenkjandi fólki á Íslandi er nokkur vörn í þeirri staðreynd að vinstrimenn fara ekki með völdin hér á landi. Dæmin sanna að handhafar göfugra tilfinninga fyllast eldmóði rétttrúnaðar þegar þeir komast í tæri við völd.
![]() |
Segir umræðuna viðbjóðslega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 8. júní 2014
Fótbolti, lýðræði og stríð
Alkunn bábilja um samskipti þjóða er að lýðræðisríki fari ekki í stríð. Fyrri heimsstyrjöld er skýrasta dæmið um að lýðræðisþjóðir eins og England og Frakkland og aðeins minna lýðræðisrík í þá tíð, Þýskaland, ákveða að leysa úr ágreiningsmálum á vígvellinum.
Almenningsálitið var virkjað í aðdraganda fyrra stríðs til að réttlæta andstæðar kröfur stórveldanna. Aftur var almenningur settur fyrir stríðsvagninn í seinna stríði. Dagblöð voru þénugustu verkfærin til að píska upp stemninguna fyrir ófrið í Evrópu.
Eftir stríð urðu knattspyrnuleikir staðgenglar vopnaskaks. Leikir eins og England - V-Þýskaland 1966 og Vestur-Þýskaland - Frakkland 1982 voru meira en fótbolti.
Evrópsk menning í Suður-Ameríku er lýðræðisleg að nafninu til en sver sig þó meira í ætt við herskáa hefð rómönsku forfeðra sinna.
![]() |
Minntu á deilurnar um Falklandseyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 8. júní 2014
Refsivextir í ESB lýsa botnlausri svartsýni
Viðskiptabankar sem geyma fé hjá Seðlabanka Evrópu borga refsivexti. Viðurkenndu efnahagslögmáli er þar með snúið á haus í stað þess að fjármagnseigandi fái vexti er honum refsað. Örvæntingin sem leiðir Seðlabanka Evrópu á braut refsivaxta er verðhjöðnun.
Verðhjöðnun er vítahringur þar sem fjárfestar og neytendur halda að sér höndum vegna væntinga um verðlækkun. Við verðfall á vörum og þjónustu verður samdráttur hjá atvinnurekendum sem segja upp fólki. Aukið atvinnuleysi veldur enn minni eftirspurn, sem aftur þrýstir verði á vöru og þjónustu lengra niður.
Samhliða refsivöxtum gagnvart viðskiptabönkum heldur Seðlabanki Evrópu stýrivöxtum nálægt núlli eða 0,15. Lágir stýrivextir og núna refsivextir á viðskiptabanka ríkir lýsa hyldjúpu svartsýni á efnahagskerfi evru-ríkjanna 18. Jaðarríki sambandsins í Suður-Evrópu eiga að baki sjö ára kreppu og eygja ekki enn landssýn.
Þýskir fjölmiðlar, t.d. Die Welt, eru vantrúa á Seðlabanka Evrópu og tala um Seðlabanki Evrópu haldi lífinu í peningabrennsluvél.
Hægt en öryggluga rennur upp fyrir Þjóðverjum að þeir verða látnir borga fyrir fjármálaóreiðuna í Suður-Evrópu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 7. júní 2014
Björt framtíð ógnar Samfylkingu
Björt framtíð var stofnuð til að veiða upp vinstriatkvæði sem féllu Samfylkingu ekki í skaut í þingkosningum og það lukkaðist sæmilega í fyrr. Með framboði Bjartar framtíðar til sveitarstjórna í þorra stærri sveitarfélaga landsins var tekið ákveðið skref í þá átt að festa stjórnmálaflokkinn í sessi.
Þegar Björt framtíð skákar Samfylkingunni í gömlum kratavígum eins og Hafnarfirði og Kópavogi eru drög lögð að umskiptum á vinstri væng stjórnmálanna.
Björt framtíð rekur kósístjórnmál sem eru samstarfsvænni en kreddustefna Samfylkingar. Ef fram heldur sem horfir brestur á flótti í röðum samfylkingarfólks sem leitar sér betri bithaga á kjörlendum Bjartar framtíðar - enda Björt framtíð samstarfstæk en Samfylkingin tæplega.
![]() |
Ármann áfram bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 8.6.2014 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. júní 2014
Kynjaskýrsla sem viðheldur kynjakerfi
Með því að flokka krakka í stráka og stelpur við mat á vellíðan/vanlíðan gefa skýrsluhöfundar sér að kynjabreytan sé afgerandi þáttur í tilveru krakka. En í skýrslunni segir að
kynjakerfið sé heiti á þeim aldagömlu hefðum sem setji bæði karla og konur á afmarkaða bása. Það sé gegnsýrt menningu okkar og viðhaldi stöðugt sjálfu sér.
Ef skýrsluhöfundar hefðu verið samkvæmir sjálfum sér, um að ,,kynjakerfið" sé úrelt, hefðu þeir átt að kanna vellíðan/vanlíðan út frá öðrum þáttum s.s. búsetu, efnahagsstöðu, fjölskyldumynstri, líkamsburðum eða áhugamálum.
Skýrslan er innblásin tískufyrirbrigðinu ,,kynjafræði" sem einatt glímir við mótsögnina um að krefjast frelsunar frá ,,kynjakerfi" í einn stað en gefa sér jafnframt að kynferði sé meginbreyta í samfélagin og stýrir félagslegri hegðun.
![]() |
Stelpum líður verr en strákum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júní 2014
Samfylkingin verður jaðarflokkur
Björt framtíð stefnir í meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í stórum sveitarfélögum. Samfylkingin, sem fékk 12,9% fygli í síðustu þingkosningum, galt víðast hvar afhroð í sveitarstjórnarkosningunum, nema í Reykjavík.
Pólitík Bjartar framtíðar er lausnamiðuð og kreddulaus. Samfylkingin er kredda með sértrúarívafi.
Með því að Björt framtíð verður húsum hæf hjá móðurflokki íslenskra stjórnmála er hætt við að Samfylking verði pólitískt jaðarsport.
![]() |
Hugsanlega fyrirboði breyttra tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júní 2014
365-miðlar koma óorði á einkarekstur
Atburðir eins og heimsmeistarakeppni í fótbolta eiga að vera í opinni dagskrá. Samkrull RÚV og 365-miðla mun á hinn bóginn loka 18 leiki inni frægum ,,kústaskáp" Stöðvar 2.
Með því að koma í veg fyrir að áskrifendur norrænu sjónvarpsstöðvanna fái aðgang að HM-leikjum er gripið til harkalegra aðgerða til að þrengja kost neytenda.
Samkrull hins opinbera og einkaaðila gefur iðulega verstu niðurstöðuna.
![]() |
Skjárinn sýndi ekki áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júní 2014
Samfylkingarskáldið og Breivik
Hallgrímur Helgason sló í gegn sem samfélagsrýnir þegar hann bar blak af Jóni Ásgeiri og útrásarauðmönnum vegna gagnrýni þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddssonar
Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagnvart bestu viðskiptasonum Íslands
Hallgrímur tilheyrir Samfylkingunni í pólitík og lífssýn. Hann auglýsir innræti sitt og félaga sinna með samsetningi um að framsóknarmenn séu samstofna fjöldamorðingjanum Breivik.
Orðræða samfylkingarfólks vegna moskumálsins verður æ meira öskur með stöðugt minna innihaldi. Breivik-samsetning Hallgríms mun um ókomin ár standa sem minnisvarði um lágkúrulegasta pólitískan kúltúr seinni tíma sögu - samfylkingarómenninguna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)