Međdómari dregur réttakerfiđ í svađiđ

Bróđir Ólafs Ólafssonar, auđmanns og sakbornings í Al-Thani málinu, heitir Sverrir. Sverrir er međdómari í Aurum málinu ţar sem reynir á sömu lög og réttarreglur og í Al-Thani málinu. Í ţriggja manna dómi myndar Sverrir meirihluta sem sýknar sakborningana.

Í viđtali viđ RÚV segir Sverrir alkunn tíđindi ađ hann sé bróđir Ólafs. Engu ađ síđur gerđi Sverrir sér far um ađ rćđa vanhćfni sína viđ ađaldómara málsins, Guđjóns St. Marteinsson. Hvers vegna ađ bera upp alkunnar stađreyndir viđ ađaldómarann?

Til ađ bíta höfuđiđ ađ skömminni segir Sverrir trúverđugleika embćttis sérstaks saksóknara ,,í molum" og sakar sérstakan saksóknara um óheiđarleg vinnubrögđ. En ţađ er einmitt hann, međ meirihlutadómi sínum, sem grefur undan trúverđugleika embćttis sérstaks saksóknara. Og bróđir Sverris nýtur góđs af ţví ţegar embćtti sérstaks saksóknara glatar tiltrú - enda enn ódćmt í máli Ólafs fyrir Hćstarétti.

Sýkna meirihluta fjölskipađs hérađsdóms í Aurum málinu getur ekki stađiđ óbreytt eftir ţennan farsa Sverris Ólafssonar. Međ dómskerfiđ í höndum manna eins og Guđjóns og Sverris er eins gott ađ leggja ţađ niđur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ósvífnin hámörkuđ.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2014 kl. 11:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband