Miðvikudagur, 18. júní 2014
DV-rugli ríkissaksóknara hafnað í Hæstarétti
DV bjó til ,,lekamálið" með raðfabúleríngum í formi frétta um málefni tiltekins hælisleitanda. Ríkissaksóknari, þessi sem sló í gegn sem saksóknari Jóhönnustjórnarinnar gegn Geir H. Haarde, beit á DV-agnið og skipaði lögreglu að rannsaka ásakanir DV um leka úr innanríkisráðneytinu.
Markmið DV var að knésetja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Í samspili við þingmenn Samfylkingar var gerð krafa um afsögn Hönnu Birnu.
Núna þegar Hæstiréttur hafnar DV-rugli ríkissaksóknara ætti snillingurinn í því embætti að velta fyrir sér stöðu sinni.
![]() |
Heimildarmaður ekki gefinn upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18. júní 2014
Jón Ásgeir eigandi Krónunnar/Nóatúns (?)
Í viðskiptalífinu er sá orðrómur hávær að Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, sé maðurinn á bakvið kaupin á Krónunni, Nótatúni og Elko. Festi hf. keypti reksturinn í vetur og gerði æskuvin Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga, Jón Björnsson, strax að forstjóra.
Í smásölugeiranum er hvorttveggja nefnt til sögunnar að leiðandi eigendur í Festi hf. eru ekki trúverðugir kjölfestufjárfestar í þessum rekstri og svo hitt að Jón Ásgeir er búinn að vera eins og grár köttur í kringum matvöruverslunina eftir að hann missti Bónus. Tilraunin með Iceland-lágvöruverslunina gekk ekki sem skyldi en þar sáust fingraför Jóns Ásgeirs greinilega.
Draugagangur í stjórnendahópi Krónunnar/Nóatúns fyrir nokkrum dögum, þegar Eysteinn Helgason hætti snögglega störfum, dregur ekki úr umræðunni um eignaraðild Jóns Ásgeirs.
Jón Ásgeir kann þann leik að leppa fyrir sig eignarhald. Hann hélt eignarhaldi sínu á Fréttablaðinu leyndu í rúmt ár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. júní 2014
Verkföll, lífskjör og samfélag
Verkfall er tvíeggjað vopn eins og flugstéttirnar leiða í ljós þessa dagana. Í höndum stétta sem stefna almannahag í voða er verkfall ónothæft enda ber ríkisvaldinu skylda að verja almannahagsmuni.
Launakjör eiga ekki að ráðast af því hvort einstakir hópar séu í kjörstöðu til að ógna almannahag. Lífskjör almennings eru meira virði en launakjör einstakra hópa.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur grunn að bættum lífskjörum þjóðarinnar með því að tryggja hagvöxt. Það er í þágu alls samfélagsins að setja lög á starfsstéttir sem ógna þeim stöðugleika. Samfélagið er ofar sérhópum, hvort heldur flugstéttum eða öðrum.
![]() |
Lagasetning algjört neyðarúrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júní 2014
Forsetinn, Moggi og lýðveldissinnar
Þriggja síðna viðtal við forseta Íslands í málgagni þjóðarinnar er vel við hæfi á sjötíu ára afmæli lýðveldisins. Ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, og Ólafur Ragnar Grímsson voru fyrrum höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála. Þeir eru núna sömu megin víglínu stjórnmálaskeiðs þar sem í húfi er framtíð lýðveldisins.
Átök Davíðs og Ólafs Ragnars hófust þegar báðir voru á þingi. Þau náðu hámarki þegar forsetinn synjaði staðfestingar fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs sumarið 2004. Milli þeirrar synjunar og hrunsins 2008 er það samhengi að auðmönnum héldu engin bönd.
Vinstristjórnin, sú fyrsta ,,hreina" á lýðveldistíma, sem stofnað var til vorið 2009 af Ólafi Ragnari breytti stjórnmálum meira en hrunið sjálft. Hrunið skók efnahaglegar undirstöður okkar og fékk þjóðina til að efast um lýðveldið sjálft, - að Íslendingar gætu farið með forræði eigin mála.
Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leiddi hrunið til rökréttarar pólitískrar niðurstöðu þeirra sem gáfust upp á lýðveldinu með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu þann 16. júlí 2009.
Íslensk vinstristjórnmál eru tveggja þátta. Alþýðuflokkurinn var pólitískt heimili þeirra sem ekki vildu stofna lýðveldi fyrir 70 árum og þar er að finna hörðustu ESB-sinna samtímans. Feðgarnir Hannibal Valdimarsson og Jón Baldvin sameina þennan þátt; bók Hannibals, með greinum andsnúnum lýðveldisstofnun 1944, kom út um sama leyti og Jón Baldvin reisti merki ESB-sinna í Alþýðuflokknum um miðjan níunda áratug síðustu aldar.
Hinn meginþáttur íslenskra vinstristjórnmála er róttæk þjóðernishyggja Einars Olgeirssonar sem sat í bresku fangelsi í seinna stríði fyrir að berjast fyrir rétti íslenskra launamanna gegn breska setuliðinu. Einar og félagar hans í Sósíalistaflokknum, síðar Alþýðubandalaginu, urðu eindregnustu andstæðingar herstöðva bandaríska hersins á Íslandi. Ólafur Ragnar gekk Keflavíkurgöngur sem ungur stjórnmálamaður til að mótmæla herstöðinni á Miðnesheiði.
Íslendingar voru of uppteknir af útrás til að taka eftir því að bandaríski herinn hvarf úr landi eins og þjófur að nóttu árið 2006. Þar með var horfin mótsögnin milli sjálfstæðismanna, sem töldu herinn tryggingu gegn ásælni Rússa, og sjálfstæðismanna sem sáu í bandaríska hernum tilræði við sjálfstæði landsins.
Icesave-málið í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. leiddi saman pólitíska hópa sem áður voru á öndverðum meiði. Sjálfstæðismenn, bæði úr hægriflokkunum tveim og róttækir vinstrimenn (Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og fleiri), litu á Icesave-málið sem lið í að festa Ísland í viðjar Evrópusambandsins.
Ef Icseve-skuld Landsbankans hefði verið samþykkt sem þjóðarskuld Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum væru Íslendingar hvorki með fjárhagslegt né siðferðilegt þrek til að standa gegn innlimun Íslands inn í Evrópusambandið.
Ólafur Ragnar Grímsson synjaði í tvígang Icesave-lögum vinstristjórnarinnar staðfestingar. Morgunblaðið var miðstöð málefnalegrar andstöðu við málið. Þriðji þátturinn voru sjálfssprottnar fjöldahreyfingar þar sem menn eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Frosti Sigurjónsson hlutu eldskírn í opinberri umræðu.
Eftir Icesave áttu lýðveldissinnar sviðið. ESB-umsóknin strandaði og stjórnarskrárbreytingar Jóhönnustjórnarinnar voru skotnar í kaf. Lýðveldissinnar tryggðu Ólafi Ragnari glæsilega kosningu 2012. Flokkar lýðveldissinna, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru sigurvegarar þingkosninganna 2013 en vinstriflokkarnir guldu afhroð.
Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Ólafur Ragnar að besta framlag Íslands til alþjóðsamfélagsins er að sýna umheiminum að fámenn þjóð geti búið borgurum sínum efnahagslega og menningarlega velsæld. Lýðveldissinnar geta náð þessum árangri enda reisa þeir framtíðarsýn á íslenskum grunni. Vinstrimenn geta ekki náð viðlíka árangri enda þjakaðir af ,,sjálfsblekkingu neikvæðninnar" þar sem allt íslenskt er ónýtt en útlönd vegsömuð í bernskri einfeldni.
![]() |
Lýðveldið var ekki sjálfgefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. júní 2014
XD í Reykjavík áfram í samræðustjórnmálum
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stundaði samræðustjórnmál í samstarfi við vinstriflokkana allt síðasta kjörtímabil með þeim árangri að flokkurinn fékk í vor lélegustu kosningu í sögu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík heldur áfram vonlausu pólitísku ferðalagi sínu inn í eyðimörk vinstrimanna með því að byrja á því að hafa samráð við vinstrimeirihlutann um nefndarkjör.
Eftir fjögur er óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bjóða fram í Reykjavík, nema þá sem enn eitt flokksbrotið á vinstri væng stjórnmálanna. Hægrimenn hafa Framsóknarflokkinn.
![]() |
Komnir undir pilsfald meirihlutans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. júní 2014
Slor verður líftækni
Að vinna við fiskvinnslu var oft kallað að vera í slorinu og þótti ekki par fínt. Veiðar og vinnsla sjávarafurða eru þó undirstaða velferðarsögu þjóðarinnar síðustu rúmu hundrað árin. Framtakssamir einstaklingar í sjávarútvegi eru oft fóstraðir upp ,,í slorinu."
Einn þeirra er Pétur Hafsteinn Pálsson forstjóri og eigandi Vísis í Grindavík. Í viðtali við Víkurfréttir birtist áhugaverð framtíðarsýn
,,Tölvugúrú, markaðsfræðingur, hönnuður og vélfræðingur. Öll menntun kemur að góðum notum í sjávarútvegi. Skil á milli atvinnugreina eru alltaf að minnka. Hvenær verðum við líftæknifyrirtæki? Hvenær erum við flutningafyrirtæki? Fiskeldi, er það landbúnaður eða sjávarútvegur? Búið sé að hólfa atvinnugreinar of mikið niður, í hugsun, gjörðum og í skólakerfinu. Að mati Péturs mun slíkt þurrkast út hjá nýrri kynslóð.
Þegar slorið er orðið að líftækni er kominn annar bragur á umræðuna um efnahagslega undirstöðu þjóðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. júní 2014
Múslímar, kristnir og morð í nafni trúar
Í samantekt Economist um deilur meginhópa múslíma, súnna og sjíta, segir að deilurnar urðu aldrei eins alvarlegar og milli mótmælenda og kaþólikka í Evrópu, sem á 17. öld háðu blóðugt 30-ára stríð.
Lengi vel var hægt á Vesturlöndum að réttlæta morð í nafni trúar. Eftir frönsku byltinguna dró úr lögmæti trúarlegrar réttlætingar enda samrýmist það ekki veraldlegum hugmyndaheimi sem varð ráðandi á Vesturlöndum.
Í hugamyndaheimi múslíma er morð í nafni trúar enn lögmæt orðræða.
![]() |
Fjöldaaftökur í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 15. júní 2014
Drengjamenning deyr út
Strákar kunna illa að lesa, eru hornreka í skóla og útskrifast síður úr háskólum en stúlkur. Allt er þetta afleiðing kvenvæðingar uppeldis- og menntastofnana undanfarna áratugi.
Einu sinni var til drengjamenning sem ól upp heilbrigða karlmenn með sjálfsvirðingu. Kvenvæðingin elur af sér tvær mengingerðir af karlkyninu; í fyrsta lagi stelpu-stráka sem gætu allt eins verið kvenkyns og í öðru lagi stera-stráka sem bæta sér með vöðvaafli að vera utan gátta.
Þegar drengjamenningin deyr endalega út verður heimurinn femínískari og eftir því fábreyttari.
![]() |
Hvetja þarf drengi til að lesa meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. júní 2014
Skyldulesning í ESB-umræðunni, 2014-mótsögnin
ESB-sinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu ættu að sameinast í að lesa hreinskilna og yfirvegaða greiningu á stöðu Evrópusambandsins almennt og evru-samstarfsins sérstaklega. Greiningin er eftir einn af framkvæmdastjórum ESB, en það er ígildi ráðaherradóms. Höfundurinn, László Andor, hættir í haust, þegar ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum í Brussel.
Greiningin var flutt sem ræða í Berlín fyrir tveim dögum og sjaldgæft að sjá jafn skýra útlistun á stöðu mála í ESB frá æðstu embættismönnum. Andor fer yfir reynsluna kreppunni sem hófst 2007 þegar undirmálslánin í Bandaríkjunum urðu efnahagsvandamál.
Þegar kreppan kom til Evrópu, í kjölfar falls Lehmans-banka árið 2008, kom á daginn hönnunargalli á evru-samstarfinu sem fólst í því að aðildarríkin voru bundin í báða skó í gjaldmiðlasamstarfi og gátu því ekki gripið til viðurkenndra úrræða eins og gengisfellingar til koma efnahagslífinu í gang á ný. Þá áttu bankar í evruríkjunum 18 ekki lánveitanda til þrautavara - líkt og þjóðríki eiga í seðlabönkum sínum - enda Seðlabanka Evrópu bannað að vera slíkur lánveitandi. Til að hægt sé að mæta efnahagskreppu einstakra aðildarríkja evrunnar verður að vera til sameiginlegt fjárveitingavald.
The point is that macroeconomic instability in Europe stemmed predominantly from the incomplete design of the Economic and Monetary Union: troubled countries could not unilaterally devalue, could not call upon a lender of last resort and could not count on any fiscal support from other Member States that would enable them not just to survive but to stimulate economic recovery.
Evru-samstarfið var hannað með þá (óraunhæfu) von í brjósti að að samevrópskar lagasetningar um vinnumarkaði myndu nægja til að halda aftur af efnahagskreppu enda átti sameiginlegur gjaldmiðill að koma í veg fyrir gengisáhættu. En í stað gengisáhættu kom fjármálaleg og félagsleg áhætta, sem birtist í gjaldþroti ríkja og stórkostlegu atvinnuleysi.
The social implications of the EMU's rules on national deficits and debts were considered as secondary, also because the EMU 1.0 was designed largely by central bankers. After two decades of monetary instability in Europe, it was assumed in the early 1990s that political stability and better economic performance in Europe require first and foremost monetary stability. We know now that the price for monetary stability has been fiscal and social instability.
Andor kennir þetta ástand við ,,Delors mótsögnina" í höfuðið á fyrrum forseta framkvæmdastjórnar ESB.
We can call this the Delors paradox. On the one hand, we introduce social legislation to improve labour standards and create fair competition in the EU. On the other hand, we settle with a monetary union which, in the long run, deepens asymmetries in the community and erodes the fiscal base for national welfare states.
Eina leiðin til að leysa þessa mótsögn er að auka sameiginlegt fjármálavald evru-ríkjanna, segir Andor. Hann leggur til að ríkin sameinist um samevrópskan atvinnuleysistryggingasjóð. Með því að fá fjárveitingar frá ESB geti aðildarríki betur glímt við kreppuna. Hann viðurkennir að í þessari tillögu sé einnig mótsögn.
However, the fact is that in order for Member States to gain greater autonomy and ability to strengthen their economies, they will need more European integration, particularly by completing the monetary union with a fiscal capacity. We can call it the 2014 paradox.
Evrópusambandið mun glíma við ,,2014-mótsögnina" um langa framtíð. Það sem skiptir máli fyrir okkur á Íslandi er einkum tvennt.
Í fyrsta lagi að Evrópusambandið, sem er samband 28 ríkja, og evru-samstarfið innan þess, en þar taka 18 ríki þátt, er í tilvistarkreppu. Það er ekki pólitískur vilji meðal þjóða ESB að framselja aukið fullveldi til Brussel og gera evru-samstarfið sjálfbjarga. Öflugar þjóðir utan evru-samstarfsins s.s. Bretland, Danmörk og Svíþjóð ljá ekki máls á samruna til tryggja samheldni 28 ríkja ESB. Því er svo gott sem óhugsandi að Evrópusambandið haldi velli í núverandi mynd, hvort heldur það takist að bjarga evru-samstarfinu eða ekki.
Í öðru lagi þá eru meiri líkur en minni (raunar mun meiri) að tilvistarkreppan dragist á langinn, jafnvel að hún standi yfir í áratugi.
Eina skynsamlega afstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu er að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Við eigum að afturkalla aðildarumsóknina frá 2009, eiga vinsamleg samskipti við Evrópusambandið á meðan það ræður fram úr sínum vanda en ekki láta okkur til hugar koma að verða aðilar að tilvistarkreppu ESB.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. júní 2014
Rasismi Jónasar K. og trúarslepjan
Rasismi er upphaflega kynþáttahyggja hvíta mannsins annars vegar og hins vegar kerfislæg mismunun kristinna gagnvart gyðingum og múslímum. Jónas Kristjánsson bendir á að rasismi er víðtækara hugtak núna en áður og felur í sér andúð á þeim sem eru öðruvísi eða framandi.
Samt má ekki teygja rasismahugtakið það mikið að það verði merkingarlaust. Andúð á hommum, kvótagreifum eða auðmönnum verður aldrei kennd við rasisma, svo dæmi sé tekið.
Það má líka setja stóran sviga utanum hugmyndina að rasismi eigi við þá sem andæfa trúarsannfæringu einstaklinga og hópa. Í veraldlegu samfélagi eins og okkar er trú í einn stað einkamál hvers og eins en í annan stað pólitísk hugmyndafræði.
Búddisti sem iðkar trú sína með tilbeiðslu heima hjá sér og gengur um í appelsínugulum kufli stundar átrúnað samkvæmt stjórnarskrárvörðum rétti. Að ráðast gegn þeim rétti væri ofbeldi en tæplega rasismi. Hópur múslíma sem krefst þess að byggja mosku við þjóðbraut til að auglýsa trú sína stundar pólitíska hugmyndafræði sem sjálfsagt er að andmæla og þau andmæli verða aldrei flokkuð sem rasismi.
Mótsögnin í moskuumræðunni er að vinstrimenn, sem yfirleitt eru harðir veraldarhyggjumenn í samskiptum við íslensku þjóðkirkjuna, urðu trúarslepju að bráð þegar þeir kenndu andmæli við byggingu mosku í Sogamýri við rasisma. Trúarslepja er að veita einstaklingi eða hópi umframrétt á grundvelli trúar - sem vitanlega á ekki að gera í veraldlegu samfélagi.
Sumir vinstrimenn urðu svo frávita af trúarslepju að þeir hugðust gerast múslímar vegna þess að byggingu mosku var mótmælt. Fábjánaháttur af þessu tagi er handan þess að vera sorglegur. Trú verður þarna að einhverju sullumbulli sem hvorki nær máli sem persónuleg sannfæring né pólitísk hugmyndafræði. En það er kannski einmitt höfuðeinkenni íslenskra vinstrimanna, sullumbullið ræður ríkjum í hákirkju tækifærismennskunnar.