Miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Smit og innlagnir, Ísland og útlönd
Sóttvarnir á Íslandi taka mið af innlögnum á sjúkrahús en ekki smitum í samfélaginu. Þetta er rökrétt afleiðing af þeirri vitneskju að smit í bólusettu samfélagi eru væg.
Aftur miða ferðaráðleggingar erlendra ríkja, t.d. Bandaríkjanna, við smithættu - en ekki innlagnir. Sem þýðir að Ísland er komið í áhættuflokk.
Að lifa með veirunni er snúið verkefni.
![]() |
CDC hækkar hættustig vegna ferða til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Lög, pólitík og samfélag
Lög verða til í samfélögum um hvernig skuli málum háttað. Þegar Íslendingar gengust undir Noregskonung á 13. öld áskildu þeir sér íslensk lög. Menn vissu þegar fyrir 800 árum að jafnvel þegar bræðraþjóðir áttu í hlut, Íslendingar og Norðmenn, að norsk lög hentuðu ekki íslensku samfélagi.
Á síðustu áratugum stendur yfir viðleitni í Evrópu, kennd við Evrópusambandið, að setja ein lög fyrir alla álfuna. Íslendingar ánetjuðust þessari viðleitni með EES-samningnum, sem bráðum er 30 ára.
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, útskýrir samhengi stjórnmála og lagasetningar með hugtakinu lifandi lögskýringar.
Það er að búa til nýjar reglur, sem ekki verða raktar til lýðræðislegrar ákvörðunar innan þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Við rekum hérna lýðræði, sem þýðir að það er lýðræðislega kjörinn löggjafi, sem setur lög á Íslandi. Og það er enginn dómstóll í Evrópu sem hefur vald til þess að breyta þeim lögum eftir einhverjum lifandi lögskýringum eins og það er kallað.
Á meðan við erum undirseld EES-samningnum búa Íslendingar við þá áþján að evrópsk pólitík er innleidd á Íslandi undir formerkjum ,,lifandi lögskýringa."
Þess vegna eigum við að segja upp EES-samningnum.
![]() |
Tekur undir með Baudenbacher en fagnar nálgun Páls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. ágúst 2021
Pírati verður sósíalisti - nýsjálenska leiðin
Birgitta Jónsdóttir gengur til liðs við Gunnar Smára sem heldur úti Sósíalistaflokknum. Gunnar Smári kynnti nýverið til sögunnar ,,slembival" á framboðslistum flokksins. Í fréttinni um vistaskipti Birgittu er slembivalið útskýrt svona:
Slembival var notað við val í kjörnefnd, sem síðan annaðist val á lista flokksins í kjördæminu..
Í byrjun júní sendi Gunnar Smári rútu á landsbyggðina til að leita að fólki í framboð. Það einfaldlega vantaði fólk í flokkinn. En núna, nokkrum dögum síðar, er fólksmergðin orðin slík hjá sósíalistum að ,,Slembival var notað við val í kjörnefnd" sem síðan velur fólk á framboðslista. Fyrir skemmstu voru ekki nógu margir í flokknum til að manna kjörnefnd, hvað þá framboðslista. Og fyrir þessum sjónhverfingum falla fjölmiðlar.
Gunnar Smári selur blekkingar sínar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem hann fær áheyrn. Um daginn skrifaði Gunnar Smári um nýsjálensku leiðina í sóttvörnum. Gunnar Smári og bróðir hans, Sigurjón, hrundu af stað undirskriftarsöfnun í vor einmitt um nýsjálensku leiðina.
Íslenskur maður búsettur í Nýja-Sjálandi, Sigurgeir Pétursson, útskýrir nýsjálensku leiðina í sóttvörnum:
Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði.
Í löngum pistli sínum útskýrir Gunnar Smári ekki að nýsjálenska leiðin myndi gera Ísland að risastóru fangelsi. Gunnar Smári treystir á að fólk sé fífl, fréttamenn sérstaklega.
![]() |
Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 1. ágúst 2021
ESB-pólitík skrifuð í íslensk lög
Evrópusambandið samþykkir lög sem endurspegla ráðandi pólitík sambandsins. Í áratugi er samrunaþróun Evrópu ráðandi pólitík ESB og lagabálkar taka mið af þeirri pólitísku stefnu. Lög ESB eru gerð gildandi á Íslandi með EES-samningnum og EFTA-dómstólnum.
Ísland er ekki ESB-aðildarríki og ætti ekki að una Evrópuvæðingu íslenskrar löggjafar.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, segir Pál Hreinsson ekki nógu ESB-sinnaðan í störfum sínum sem forseti dómstólsins.
Frægasti dómur Páls, kenndur við Icesave, féll Íslendingum í vil. Baudenbacher segir
Hæpið er að úrskurður eins og sá sem kveðinn var upp í Icesavemálinu árið 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins.
Auðvitað ekki. Samrunaþróun Evrópu krafðist þess að Ísland yrði gjaldþrota, yrði tekið upp í skuld einkabanka við Breta og Hollendinga.
Grein Baudenbacher hlýtur að verða miðlæg í kosningabaráttunni sem fer í hönd eftir verslunarmannahelgi. Það er eftirspurn eftir íslenskri pólitík sem segir hingað og ekki lengra í Evrópuvæðingu Íslendinga.
![]() |
Páll hafi glatað sjálfstæði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 31. júlí 2021
Veira, sóttvörn og þegnskapur
Í fyrstu bylgjum farsóttar sýndi þjóðin þegnskap og fylgdi forskrift yfirvalda í það stóra og heila. Sérþekking á eðli sjúkdómsins og áhrifum sóttvarna var af skornum skammti en kennivald þríeykisins var mikið og almenn sátt var um að fylgja þeim sóttvörnum sem haldbestar þóttu hverju sinni.
Áhöld eru um hvort nú standi yfir fjórða bylgja eða hvort við séum komin á þann stað að ,,læra að lifa með veirunni."
Hvort heldur sem er þá reynir meira á þolrif þegnskapar samtímis sem kennivaldið lætur á sjá. Þó væri ofsagt að segja samstöðuna brostna. Almennt vill fólk sóttvarnir og að yfirvöld sinni lýðheilsu eftir því sem kostur er.
Það er snúið verkefni að ,,læra að lifa með veirunni." Það virðist fela í sér langtímaráðstafanir að halda smitum niðri án þess að fyrir liggi hvernig það skuli gert og hvert markmiðið ætti að vera. Sóttvarnaryfirvöld gáfu ekki út tilmæli um grímuskyldu í þessari umferð en verslanir og þjónustuaðilar settu óðra upp merki um að grímur skyldu settar upp á þeirra yfirráðasvæði. Nándarreglur, einn eða tveir metrar, eru einnig óljósar. Sprittnotkun þó síður.
Tölur um smit eru birtar daglega en það er ekki fyllilega skýrt hvað séu háar tölur og hve mikið er um alvarleg veikindi. Að lifa með veirunni felur í sér að á hverjum tíma sé smit í samfélaginu. Hvað er mikið og hvað lítið í því samhengi?
Þjóðin tók því vel að aflýsa stórhátíðarhelgi landsmanna. Áreiðanlega í þeirri von að skólahald hæfist með eðlilegum hætti um miðjan ágúst.
Svo er það þetta með landamærin, sem er sérstakt vandamál. Reglur um ferðalög koma bæði við kaunin á einstaklingum, sem vilja ferðast, og atvinnugrein sem treystir á ,,hráefni" - þ.e. að landið sé sem mest opið ferðamönnum.
Í sóttvörnum er engin ein heildarlausn til. Það þarf að velja skástu leiðirnar til að ná því marki að hér sé um það bil eðlilegt mannlíf undir óeðlilegum kringumstæðum. Ekki er einfalt að lifa eðlilega við óheilbrigðar aðstæður. En það er ekkert annað í boði en að reyna.
![]() |
Of margir greinast enn utan sóttkvíar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 30. júlí 2021
Gunnar Smári stýrir slembivali sósíalista - velur sjálfan sig
Sósíalistar, líkt og annað alræðishyggjufólk, leggja stund á nýsköpun tungumálsins til að breyta svörtu í hvítt og lygi í sannleika. Hér er nýjasta útgáfan:
Slembivalinn hópur félaga úr Sósíalistaflokknum skipar listann fyrir kosningarnar, en fram kemur í tilkynningu að reynsla flokksins hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.
Slembival þýðir á mæltu máli að tilviljun ráði. Í meðförum sósíalista er komin til sögunnar ,,stýrð tilviljun". En það er eins og að tala um hringlaga þríhyrning. Hvorugt er til nema sem orðavaðall fólks í takmörkuðum tengslum við veruleikann.
Gunnar Smári á eftir að velja sjálfan sig í oddvitasæti. Hann mun gera það með ,,stýrðu slembivali" og hjörðin í kringum hann heldur ekki vatni af hrifningu.
Góðu fréttirnar eru þær að dómgreindarlausasta fólkið rottar sig jafnan saman í flokkum. Listar yfir mannvitsbrekkur sem trúa á ,,stýrðar tilviljanir" verða kynntir í byrjun september.
![]() |
Þór Saari í öðru sæti á lista sósíalista í SV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. júlí 2021
Gosið heldur áfram - hvar er taugaáfallið?
Fyrir einum mánuði hafði eldgosið í Geldingadölum við Grindavík losað álíka magn gróðurhúsalofttegundar og allur bílafloti Íslendinga losar á einu ári.
Þeir sem trúa á manngert veðurfar vegna losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum ættu að vera í taugaáfalli yfir stórframleiðslu eldgossins á gróðurhúsalofti. En enginn segir múkk, glóparnir þegja. Hákirkjan, Umhverfisstofnun, sem á að fylgjast með loftslagsglæpum Íslendinga gagnvart óbornum kynslóðum segir ekki stakt orð um gróðurhúsaloftið sem streymir frá heiðinni ofan Grindavíkur og íbúar höfuðborgarinnar hafa fyrir augum hvern dag.
Nú er spáð að eldgosið standi yfir í nokkur ár. En það er ekkert að frétta af framlagi Íslands til veðurfarsbreytinga. Það er ekki eins og það þurfi eldflaugasérfræðing til að skilja að náttúran gerir engan greinarmun á uppruna gróðurhúsalofts, hvort það komi frá jarðeldum eða bensínvélum.
Gróðurhúsaloftið frá Geldingadölum sýnir svart á hvítu að mannleg starfsemi skiptir litlu sem engu máli í samhengi við náttúrulega ferla.
![]() |
Gosið getur staðið í einhver ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. júlí 2021
Landbúnaður og hrun siðmenningar
Hrun siðmenningar er nærtæk hugsun á tíma kófs og Grétu. Minnir á tvennt.
a) Alþjóðleg siðmenning getur hrunið. Gerði það fyrst, svo sögur fari af, á 12. öld fyrir Krist. Sjá skemmtilegan fyrirlestur Eric Cline. Gerist aftur, spurningin er hvenær.
b) Ísland var numið til landbúnaðar. Við vorum öll bændur og búalið fram til um 1900.
Ályktun: landbúnaður bjargar kannski ekki siðmenningu en án hans er engin siðmenning. Höldum sveitum í byggð og hlúum að íslenskum landbúnaði.
![]() |
Einna best að búa á Íslandi ef siðmenning hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. júlí 2021
Bandaríkin lokuð, Evrópa mismunar - Trump stefnan alþjóðavæðist
Bretar vonuðust til að Bandaríkin tækju á móti breskum ferðamönnum eftir að Bretar opnuðu landið Bandaríkjamönnum. En nei, Bandaríkin eru lokuð, Bretum sem öðrum. Evrópa fer þá leið að mismuna fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki.
Fyrir farsótt voru landamæri fremur í orði en borði austan hafs og vestan. Trump vildi reisa girðingu við landamærin að Mexíkó og bannaði komu múslíma til Bandaríkjanna. Hann var atyrtur beggja vegna Atlantsála fyrir að myrða frelsi og frjálsa för.
Nokkrum mánuðum eftir að Trump lætur af embætti er stefnu hans hrint í framkvæmd undir merkjum sóttvarna. Frelsi og frjáls för eru minning um veröld sem var.
![]() |
Aðra sögu að segja af Delta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. júlí 2021
Heimsfaraldur blásinn af á Íslandi?
Án ásetnings er Ísland tilraunaland fyrir fjórðu bylgju heimsfaraldurs Kínaveirunnar. Katrín forsætis segir önnur ríki fylgjast grannt með þróun mála á Fróni.
Tilraunin er þessi: getur bólusett samfélag látið fjórðu bylgjuna yfir sig ganga án víðtækra sóttvarna? Það mælir með tilrauninni að bólusettir virðast fá vægt smit í fjórðu bylgju. En kurlin eru ekki öll komin til grafar. Gögnin eru ekki komin í hús.
Með orðum Kára:
Við erum bara að bíða eftir gögnum. Við erum að haga okkur eins og veiran sé skaðvænleg en að vonast til að hún sé það ekki.
Skili tilraunin jákvæðri niðurstöðu, að fjórða bylgja sé hættulítil bólusettu samfélagi, gæti heimsfaraldurinn verið blásinn af á Íslandi. Yrði saga til næsta bæjar.
Á hinn bóginn, ef tilraunin skilar neikvæðri niðurstöðu, er ólíklegt að Katrín verði forsætis eftir 25. september. Ekki heimsfrétt það. Heldur þó leitt tilfallandi mörlanda.
![]() |
Hanna aðgerðir á grundvelli gagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)