Pírati verður sósíalisti - nýsjálenska leiðin

Birgitta Jónsdóttir gengur til liðs við Gunnar Smára sem heldur úti Sósíalistaflokknum. Gunnar Smári kynnti nýverið til sögunnar ,,slembival" á framboðslistum flokksins. Í fréttinni um vistaskipti Birgittu er slembivalið útskýrt svona:

Slembival var notað við val í kjör­nefnd, sem síðan annaðist val á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu..

Í byrjun júní sendi Gunnar Smári rútu á landsbyggðina til að leita að fólki í framboð. Það einfaldlega vantaði fólk í flokkinn. En núna, nokkrum dögum síðar, er fólksmergðin orðin slík hjá sósíalistum að ,,Slembival var notað við val í kjör­nefnd" sem síðan velur fólk á framboðslista. Fyrir skemmstu voru ekki nógu margir í flokknum til að manna kjörnefnd, hvað þá framboðslista. Og fyrir þessum sjónhverfingum falla fjölmiðlar.

Gunnar Smári selur blekkingar sínar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem hann fær áheyrn. Um daginn skrifaði Gunnar Smári um nýsjálensku leiðina í sóttvörnum. Gunnar Smári og bróðir hans, Sigurjón, hrundu af stað undirskriftarsöfnun í vor einmitt um nýsjálensku leiðina. 

Íslenskur maður búsettur í Nýja-Sjálandi, Sigurgeir Pétursson, útskýrir nýsjálensku leiðina í sóttvörnum:

Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði.

Í löngum pistli sínum útskýrir Gunnar Smári ekki að nýsjálenska leiðin myndi gera Ísland að risastóru fangelsi. Gunnar Smári treystir á að fólk sé fífl, fréttamenn sérstaklega.


mbl.is Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Gunnar þarf ekkert að stóla á fjölmiðla, hann veit eins og allir nema fjölmiðlafólkið sjálft að það veit ekkert um málefni, setja sig alldrei inn í hlutina og Gunnar getur bullað með einhliða framsetning sem segir ekkert raunveruleikann.

Kristinn Sigurjónsson, 2.8.2021 kl. 18:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birgitta getur varla klofað yfir breiðari læk en það að fara úr því að vera yfirlýstur anarkisti í að verða sósíalisti. Ef eitthvað er sönn andhverfa í stjórnmálum.

Hún hefði verið samkvæmari sjálfri sér að ganga í frjálshyggjufélagið og krjúpa við altari Ayn Rand. Það kæmist næst frumskógarlögmáli anarkismans en svokölluð félagshyggja (sósíalismi)þar sem afkomu og athöfnum fólks er miðstýrt af ókjörinni nómenkladíu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2021 kl. 19:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Birgitta hefur alltaf verið sósíalisti.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2021 kl. 23:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Guðmundur ekki þegar hún var einn af stofnendum Borgarhreyfingarinnar,annars hvað veit ég? Þið greinið opinberar persónur betur en ég. En hún var einkar alúðleg stúlka og flokkur hennar lánaði okkur (þjóðarheiðri)- húsnæðið sem við héldum fundi í. Einhverjir okkar voru á móti því að nefna flokksstubbinn Þjóðarheiður,en Jón heitinn Valur var helst á því,dugmikill fullveldissinni sem ég vonaði að hreppti þingsæti.

Annars gengur vel klakið hjá Gunnari Smára!  

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2021 kl. 01:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú líka þegar hún var einn af stofnendum Borgarahreyfingarinnar og líka þegar hún var einn af stofnendum Pírata. Ég þekki nógu vel til hennar að ég viti að hún hefur alltaf verið sósíalisti inn við beinið.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2021 kl. 01:41

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Margir í mínu ungdæmi brunnu fyrir hinni fallegu hugsjón sem fólst í boðskapi Lenins sem því miður hefur hvergi  verið hægt að raungera í mannheimum
Það verður fróðlegt að sjá hvort Gunnari Smára tekst að ná til IPhone kynslóðarinnar sem treystir mjög á Google frænda í sinni sannleiksleit

Grímur Kjartansson, 3.8.2021 kl. 01:45

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Líklega rétt hjá þér Guðmundur svo "margir bera beinin milli flokka".

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2021 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband