Gosið heldur áfram - hvar er taugaáfallið?

Fyrir einum mánuði hafði eldgosið í Geldingadölum við Grindavík losað álíka magn gróðurhúsalofttegundar og allur bílafloti Íslendinga losar á einu ári. 

Þeir sem trúa á manngert veðurfar vegna losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum ættu að vera í taugaáfalli yfir stórframleiðslu eldgossins á gróðurhúsalofti. En enginn segir múkk, glóparnir þegja. Hákirkjan, Umhverfisstofnun, sem á að fylgjast með loftslagsglæpum Íslendinga gagnvart óbornum kynslóðum segir ekki stakt orð um gróðurhúsaloftið sem streymir frá heiðinni ofan Grindavíkur og íbúar höfuðborgarinnar hafa fyrir augum hvern dag.

Nú er spáð að eldgosið standi yfir í nokkur ár. En það er ekkert að frétta af framlagi Íslands til veðurfarsbreytinga. Það er ekki eins og það þurfi eldflaugasérfræðing til að skilja að náttúran gerir engan greinarmun á uppruna gróðurhúsalofts, hvort það komi frá jarðeldum eða bensínvélum.

Gróðurhúsaloftið frá Geldingadölum sýnir svart á hvítu að mannleg starfsemi skiptir litlu sem engu máli í samhengi við náttúrulega ferla. 


mbl.is Gosið getur staðið í einhver ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband