Landbúnaður og hrun siðmenningar

Hrun siðmenningar er nærtæk hugsun á tíma kófs og Grétu. Minnir á tvennt.

a) Alþjóðleg siðmenning getur hrunið. Gerði það fyrst, svo sögur fari af, á 12. öld fyrir Krist. Sjá skemmtilegan fyrirlestur Eric Cline. Gerist aftur,  spurningin er hvenær.

b) Ísland var numið til landbúnaðar. Við vorum öll bændur og búalið fram til um 1900.

Ályktun: landbúnaður bjargar kannski ekki siðmenningu en án hans er engin siðmenning. Höldum sveitum í byggð og hlúum að íslenskum landbúnaði.


mbl.is Einna best að búa á Íslandi ef siðmenning hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú stend eg á gati sem hef svo gaman af ráða "gátur",ætla að með siðmenningunni verði öflugir öfuguggar með háþróuð vopn sem geta skotið niður sveita menninguna og alvöru rómantík sem sést trauðla í dag.  En nú skal fara að horfa á kraftakall frá Íslandi keppa á ÓL.

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2021 kl. 01:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Við þurfum aðeins að vera minnug fjarmálahrunsins, þegar allar samfylkingar kerlingar prjónuðu sér vesti úr lopa og lambakjöt var á hvers manns diski, til að gera okkur grein fyrir þýðingu landbúnaðarins fyrir tjodina. En nú er øldin ønnur og skammtímaminni Samfylkingar og Viðreisnar aftur tekið við að spinna ESB lopann. 

Ragnhildur Kolka, 30.7.2021 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband