Lög, pólitík og samfélag

Lög verða til í samfélögum um hvernig skuli málum háttað. Þegar Íslendingar gengust undir Noregskonung á 13. öld áskildu þeir sér íslensk lög. Menn vissu þegar fyrir 800 árum að jafnvel þegar bræðraþjóðir áttu í hlut, Íslendingar og Norðmenn, að norsk lög hentuðu ekki íslensku samfélagi.

Á síðustu áratugum stendur yfir viðleitni í Evrópu, kennd við Evrópusambandið, að setja ein lög fyrir alla álfuna. Íslendingar ánetjuðust þessari viðleitni með EES-samningnum, sem bráðum er 30 ára.

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, útskýrir samhengi stjórnmála og lagasetningar með hugtakinu lifandi lögskýringar.

Það er að búa til nýj­ar regl­ur, sem ekki verða rakt­ar til lýðræðis­legr­ar ákvörðunar inn­an þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Við rek­um hérna lýðræði, sem þýðir að það er lýðræðis­lega kjör­inn lög­gjafi, sem set­ur lög á Íslandi. Og það er eng­inn dóm­stóll í Evr­ópu sem hef­ur vald til þess að breyta þeim lög­um eft­ir ein­hverj­um lif­andi lög­skýr­ing­um eins og það er kallað.

Á meðan við erum undirseld EES-samningnum búa Íslendingar við þá áþján að evrópsk pólitík er innleidd á Íslandi undir formerkjum ,,lifandi lögskýringa."

Þess vegna eigum við að segja upp EES-samningnum.


mbl.is Tekur undir með Baudenbacher en fagnar nálgun Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,þegar við höfum skilað vinstrinu þau taka ekki í mál að segja upp fánýtinu,en hægrimenn hlakka til að gleðjast loksins á öldinni.

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2021 kl. 01:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Páll og Kató gamli.

Þeir eru með þetta.

Kveðja að austan.

PS.  Ekki að mér hafi verið illa við Karþagó á sínum tíma, enda ekki uppi á þeim tíma, en staðfestan, að geta alltaf komið kjarnanum að, sama um hvað er talað, hún er aðdáunarverð.

Ómar Geirsson, 4.8.2021 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband