Gosið jafnar árlega losun bílaflota Íslendinga

Eldgosið í Fagradal hefur á 3 mánuðum losað gróðurhúsaloftegund út í andrúmsloftið sem jafnast á við losun alls bílaflota landsmanna á einu ári.

Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru tvær, vatnsgufa H2O og koltvísýringur CO2. Í andrúmslofti jarðarinnar er vatnsgufa gefin upp á bilinu 0-4% en koltvísýringur 0,04%

Sam­kvæmt útreikningi Sig­urðar Steinþórs­son­ar pró­fess­ors emer­it­us á Vís­inda­vefn­um losar eldgosið 135 kg af vatnsgufu á sekúndu. Það gerir rúm átta tonn á mínútu og tæp 500 tonn á klukkustund og 12 þús. tonn á sólarhring. Á þrem mánuðum eru þetta yfir 1 milljón tonn.

Umhverfisstofnun mælir losun Íslands í kílótonnum og segir vegasamgöngur losa árlega eitt þúsund kílótonna gróðurhúsalofttegunda, sem er 1 milljón tonn.

Í þessum útreikningi er aðeins fjallað um losun vatnsgufu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um losun koltvísýrings, CO2. Umhverfisstofnun ætti vitanlega að leggja fram þær upplýsingar ef stofnunin léti sér jafn annt um vísindi og áróður.

 


mbl.is Eldgamalt vatn veldur sprengingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Enn er verið að rugla saman mannlegum athöfnum og náttúruöflum sem við ráðum ekkert við. Eldfjöll hafa, síðan Ísland varð til, spúð alls konar efnum út í andrúmsloftið. Enginn mannlegur máttur fær við það ráðið.

Auðvitað er hlutur Íslendinga í losun koldíoxíðs örlítill á heimsvísu. Það þýðir þó ekki að hún komi okkur ekkert við.

Nú virðist vera að fara af stað ný tæknibylting vegna væntnlegra orkuskipta. Stöðugt eru að berast fráttir af nýjum aðferðum til þess að virkja og geyma vistvæna orku. Við Íslendingar ættum bara að njóta góðs af því.  

Hörður Þormar, 25.6.2021 kl. 11:53

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hörður, gróðurhúsalofttegundir, vatnsgufa og koltvísýringur, eru náttúrulegar. Áróður síðustu áratuga gengur út á að mannleg starfsemi auki gróðurhúsaloftegundir, einkum CO2, í slíku magni að það hafi áhrif á hitastig jarðar, valdi hamfarahlýnun.

Með því að bera saman hlut náttúruferla, s.s. eldgoss, við útblástur af mannavöldum fáum við skilning á samhengi náttúru og mannlegrar iðju hvað gróðurhúsaloftegundir varðar. Allar líkur standa til þess að sáralitlu eða engu breytir um gróðurhúsaloftegundir hvort maðurinn brennir jarðefnaeldsneyti eða ekki.

Þegar vitleysunni um manngert veðurfar linnir er von til að maðurinn sinni verðugri verkefnum en að trúa á hindurvitni.

Páll Vilhjálmsson, 25.6.2021 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband