Mánudagur, 18. maí 2015
Bankar eru kvenfjandsamlegir
Mestur launamunur kynjanna er í í fjármála- og vátryggingastarfsemi, eða 37,5 prósent. Rökrétt ályktun er að fjármálastarfsemi, eins og hún er rekin, sé kvenfjandsamleg.
Minnsti launamunur kynjanna er í heilbrigðis- og félagsþjónustu, 7,4%. Meiri launamunur er í einkarekstri en opinberum.
Fjármálastarfsemin verður að útskýra hvers vegna hún er kvenfjandsamleg og hvað atvinnugreinin ætlar að gera til að bæta þar úr.
![]() |
Launamunur kynjanna 18% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. maí 2015
Birgitta sér dauðan kolkrabba og mannorðsmorð
Seinni partinn á síðustu öld var stundum talað um fjölskyldurnar 14 eða kolbrabbann sem ,,áttu" Ísland. Vinstrimenn voru upptekir af þessum fyrirbærum eins og lesa mátti um í Þjóðviljanum á sínum tíma.
Auður fjölskyldnanna 14, kolbrabbans, átti upptök sín fyrir miðja öldina og var í hnignun undir lok aldar. Útrásarauðmenn gerðu útaf við gömlu viðskiptaveldin á fyrsta áratug nýrrar aldar.
Því er þetta rifjað upp að Birgitta Jónsdóttir pírati virðist hafa misst úr síðustu áratugi í umræðu um viðskiptaveldi á Íslandi. Hún segir
Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir.
Um leið og hún sér sýnir úr horfnum heimi hættir hún að kalla Skagafjörð Sikiley en færir ítalska heitið yfir allt Ísland. Birgitta teflir fram mannorðsmorðum og útskúfun í óhróðri um þjóðina sem ber hana og Pírata á höndum sér í skoðanakönnunum.
Birgitta kann að þakka fyrir sig.
![]() |
Birgitta segist elska Skagafjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. maí 2015
Eygló stendur ein - með Stefáni og Samfylkingu
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra reynir að spila sóló í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Helsti ráðgjafi hennar er Stefán Ólafsson prófessor, sem tilheyrir vinstriarmi Samfylkingar.
Miðhægristjórn hlýtur alltaf að leggja áherslu á séreignastefnu í húsnæðismálum. Annað væri svik við kjósendur þessara flokka.
Við sérstakar kringumstæður, t.d. vegna kjarasamninga, er hugsanlegt að miðhægristjórn myndi fallast á að gera skurk í húsnæðismálum á forsendum verkalýðshreyfingarinnar.
Ef til þess kemur að Eygló félagsmálaráherra spili út húsnæðisfrumvarpi þá verður það að vera á forsendum ríkisstjórnarinnar. Eygló getur aldrei orðið gerandi í íslenskum stjórnmálum, jafnvel þótt hún og eiginmaðurinn ali með sér drauma um brú milli Framsóknarflokks og Samfylkingar.
![]() |
Verður að lúta sömu reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 17. maí 2015
Ísland - Grikkland: 14 - 2
Ísland með krónu komst vel og hratt frá hruni og kreppu. Grikkland með evru er dæmt í langvarandi örbirgð. Ef samanburðurinn er gerður á fótboltamáli þá er Grikkland jafn lélegt á móti Íslandi og við vorum gegn Dönum í ágúst 1967.
Grikkir eru jaðarþjóð í Evrópu líkt og við. Jafnframt eru þeir með langa sögu lausataka í efnahagsmálum, sem ekki er okkur framandi.
Grikkir gengu inn í Evrópusambandið á sömu forsendum og ESB-sinnar hér á landi boða: til að græða.
Þjóðir sem láta tækifærismennskuna glepja sér sýn í veigameiri málum fara fram af hengifluginu. Grikkir standa eingöngu frammi fyrir vondum kostum.
Ísland er á hinn bóginn í þokkalegum málum. Enda höfnuðum við leiðsögn Samfylkingar og ESB-sinna.
![]() |
Betur borgið utan evrusvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 17. maí 2015
Skagafjörður er samheiti fyrir betra Ísland
Líklega er ofmælt að segja vandræði Íslands byrja með Innréttingum Skúla Magnússonar sem, ásamt móðuharðindunum, gerðu Reykjavík að höfuðstað landsins. Framhjá hinu verður ekki litið að efnahagsleg og pólitísk mein þjóðarinnar á þessari öld koma öll frá Reykjavík.
Útrásin verður til í þéttbýlinu á SV-horninu. Dellumakeríið sem gerði þjóðina nær gjaldþrota, Icesave-reikningarnir, voru kokkaðir upp steinsnar frá húsinu sem Jörundur hundadagakonur hélt til í þegar hann reyndi hér byltingu sumarið 1809.
Landsbyggðin hristi af sér byltingu Jörundar eins og hverja aðra óværu úr sollinum fyrir sunnan. Menn heyrðu af brölti Jörundar en létu sér fátt um finnast.
Í hruninu 200 árum eftir byltingu Jörundar stóð landsbyggðin keik á meðan ófriður og leiðindi geisuðu í byltinarborginni. Höfuðborgarpöbullinn barði potta og pönnur en landsbyggðin sá til þess að matur fékkst á ílátin þegar þau voru notuð til samræmis við tilgang sinn.
Atvinnuvegirnir sem lyftu okkur úr kreppunni eftir hrun, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, eru stundaðir úti á landi. Þénustan á það til að gufa upp á verðbólgubáli sem kveikt er í ýmist við Austurvöll eða Borgartún og er það jafgömul saga fullveldinu.
Landsbyggðin er betra Ísland og Skagafjörður er samheiti landsbyggðarinnar. Byltingarliðið í Reykjavík, hvort heldur Jörundur fyrir 200 árum eða Birgitta pírati í dag, vita sem er að landsbyggðin er áhugalaus um kenjar þeirra og tiktúrur þótt borgarlýðurinn kunni að taka mark á þeim um sinn.
Birgitta hallmælir Skagafirði enda er henni illa við betra Ísland.
![]() |
Tekur upp hanskann fyrir Skagafjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. maí 2015
Grikkland sem Detroit
Detroit-borg í Bandaríkjunum varð gjaldþrota og alríkið setti bústjórn yfir þrotabúið. Þannig gæti farið fyrir Grikklandi þegar landið á ekki lengur fyrir skuldum. Grikkland verður þrotabú, ríkisstjórnin fer frá, það verða þykjustukosningar með nýrri ríkisstjórn, en Brussel ræður ferðinni.
Róttæk ríkisstjórn Alexi Tsipras misreiknaði dæmið, segir hagfræðingurinn Anatole Kaletsky. Tsipras og félagar héldu að þvingað val Evrópusambandsins yrði á milli þess að Grikkland yfirgæfi ESB og skuldauppgjafar. Kaletsky segir ESB eiga þriðja möguleikann: að svelta Grikkland innan ESB.
Gríska ríkisstjórnin getur ekki búið til nýjan gjaldmiðil samhliða evru, segir Kaletsky, enda myndi dómskerfi ESB krefjast þess að skuldbindingar grískra stjórnvalda yrðu greiddar í evrum.
Með því að Grikklandi yrði gjaldþrota innan ESB er landinu allar bjargir bannaðar. Ríkisstjórn Tsipras yrði hengd í hæsta gálga af almenningi enda gæti hún ekki efnt neitt kosningaloforða sinna.
Gangi spásögn Kaletsky eftir mun ríkisstjórn Tsipras segja af sér. Evrópusambandið ynni fullnaðarsigur yfir óþekktaranganum í Aþenu. Ný ríkisstjórn yrði leppstjórn Brussel.
![]() |
Greiðsluþrot raunverulegur möguleiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. maí 2015
MS grefur sér gröf - fyrst Einar, svo Ari
Hægri hönd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrum Baugsstjóra, er orðin forstjóri MS. Ari Edwald mun eflaust fullkomna verk Einars Sigurðssonar fráfarandi forsjtóra MS.
Einar gat sér orð í Hádegismóum, þegar hann var framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, að fémæla alla hluti og gera ekki greinarmun á sóðapeningum og fjármunum sem verða til í viðskiptum siðaðra manna.
Rökrétt afleiðing mælistiku Einars er að hann gerði ekki greinarmun á íslensku smjöri og írsku. Bændurnir í MS urðu að láta Einar fara áður en fyrirtækið yrði jarðað.
Núna ráða bændurnir sér forstjór sem mun fullkomna verk Einars hraðar og öruggar en nokkurn órar fyrir. Um Einar má segja að hann sem einstaklingur býr að siðferðilegri kjölfestu og seldi ekki sálina Mammoni - þótt hann gerði ekki upp á milli viðskipta við skítseiði annars vegar og hins vegar við heiðarlegra menn.
Landbúnaður er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Alls staðar þar sem landbúnaður er rekinn á vesturlöndum er það með byggða- og menningarpólitískum formerkjum. Forhertir menn með útrásarslóða eru ekki fallnir til forystu fyrir fyrirtækjum bænda. Þegar fólk sér smettið á Ara þá hugsar það til Jóns Ásgeirs.
Þeir sem stóðu að ráðningu Ara eru að hluta til þeir sömu og réðu Björgvin G. Sigurðsson fyrrum ráðherra Samfylkingar til að gæta hagsmuna lítils sveitarfélags fyrir austan fjall. Sú ráðning endaði með skelfingu.
Eru bændur svo illa settir með forystumenn að þeir láta fyrirtæki sín í hendur manna sem ítrekað eru berir að dómgreindarskorti?
![]() |
Ari Edwald ráðinn forstjóri MS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 16. maí 2015
Umboðslaust og spillt KÍ í sértrúarpólitík
Stjórn Kennarasambands Íslands fjallaði ekki um umsögn KÍ í þágu vinstriflokkanna á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna afturköllunar ESB-umsóknar Samfylkingar. Formaður Félags framhaldsskólakennara staðfestir umboðsleysi KÍ.
Afstaða kennara til ESB-aðildar hefur ekki verið rædd og umboðsleysi KÍ í umsögninni er algjört.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KÍ leikur einleik. Skrifstofa KÍ tók ófrjálsri hendi fjármuni úr vísindasjóði framhaldsskólakennara. Stjórn sjóðsins varð að taka sjóðinn frá skrifstofu KÍ áður en frekari rýrnun yrði. Skrifstofa KÍ er ber að ítrekuðum brotum á bókhaldslögum. Í skýrslu sem stjórn vísindasjóðs tók saman segir m.a.
Af þeim gögnum sem hafa verið skoðuð er m.a. ljóst að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmlega 8 milljónir í hverjum mánuði, eru færðar út af bankareikningi sjóðsins og inn á bankareikning KÍ. Þar liggja peningar sjóðsins í nokkrar vikur þar til þeim er skilað aftur til rétts eiganda. Vextir af þessum peningum skila sér ekki til sjóðsins né hefur sjóðurinn þessar fjárhæðir til ráðstöfunar meðan þær liggja annars staðar.
Skrifstofa KÍ stundar þannig hvorttveggja að draga fé frá framhaldsskólakennurum og gera þeim upp pólitískar skoðanir.
Kennarasamband Íslands er í höndunum á lítilli klíku sem skeytir hvorki um heiður né skömm þegar hagsmunir klíkunnar eru í húfi.
![]() |
Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. maí 2015
Hægslátrun Vg hófst 16. júlí 2009
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, nýtur mesta trausts íslenskra stjórnmálamanna. Engu að síður mælist flokkurinn með tíu prósent fylgi og kemst ekki hænufet frá kosningaósigrinum 2013. Þá fékk Vg 10,9 prósent fylgi.
Vantraustið á Vinstri græna hófst daginn sem þingflokkurinn samþykkti ESB-umsókn Samfylkingar. Katrín var einn af þingmönnum Vg sem sveik margyfirlýsta andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Kannski er Katrínu fyrirgefið svikin. En ekki flokknum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. maí 2015
Íslensk múslímamenning 1627 - 2015
Íslendingar kynntust menningu múslíma fyrst 1627 í Tyrkjaráninu. Í meir en 350 ár eftir það var ekkert framboð af múslímatrú hér á landi - enda eftirspurnin takmörkuð.
Íslendingar tóku við hröktu fólki frá ríkjum múslíma þegar nær dró síðustu aldamótum. Í framhaldi urðu til múslímskir söfnuðir hér á landi.
Einhverjum snillingi datt í hug að gera íslenska múslímamenningu að útflutningsvöru. Skilaboðin sem við fáum frá útlöndu við þessu vöruframboði eru eftirfarandi: Íslendingar eru ósiðmenntaðir og móðgandi.
Skal engan undra að íslensk múslímamenning slái ekki í gegn í útlöndum.