Grikkland sem Detroit

Detroit-borg í Bandaríkjunum varð gjaldþrota og alríkið setti bústjórn yfir þrotabúið. Þannig gæti farið fyrir Grikklandi þegar landið á ekki lengur fyrir skuldum. Grikkland verður þrotabú, ríkisstjórnin fer frá, það verða þykjustukosningar með nýrri ríkisstjórn, en Brussel ræður ferðinni.

Róttæk ríkisstjórn Alexi Tsipras misreiknaði dæmið, segir hagfræðingurinn Anatole Kaletsky. Tsipras og félagar héldu að þvingað val Evrópusambandsins yrði á milli þess að Grikkland yfirgæfi ESB og skuldauppgjafar. Kaletsky segir ESB eiga þriðja möguleikann: að svelta Grikkland innan ESB.

Gríska ríkisstjórnin getur ekki búið til nýjan gjaldmiðil samhliða evru, segir Kaletsky, enda myndi dómskerfi ESB krefjast þess að skuldbindingar grískra stjórnvalda yrðu greiddar í evrum.

Með því að Grikklandi yrði gjaldþrota innan ESB er landinu allar bjargir bannaðar. Ríkisstjórn Tsipras yrði hengd í hæsta gálga af almenningi enda gæti hún ekki efnt neitt kosningaloforða sinna.

Gangi spásögn Kaletsky eftir mun ríkisstjórn Tsipras segja af sér. Evrópusambandið ynni fullnaðarsigur yfir óþekktaranganum í Aþenu. Ný ríkisstjórn yrði leppstjórn Brussel.


mbl.is Greiðsluþrot „raunverulegur möguleiki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta stálríki Evrópu mætti liðast í frumeindir sínar,fara í kol og salt.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2015 kl. 02:03

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar hafa farið fram viðræður við BRICS um að Grikkland muni fá skjól þar til þrautavara. 

Sigurður Þórðarson, 17.5.2015 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband