Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Kvóti bjargar bandarískum fiskimiðum
Stórblaðið New York Times birtir ítarlega umfjöllun um umskiptin sem orðið hafa á fiskimiðum í bandarískri landhelgi. Áratugalöng ofveiði leiddi til síminnkandi afraksturs auðlindarinnar.
Ofveiðin stafaði af offjárfestingum sem aftur orsakaðist af óheftum aðgangi að fiskimiðunum. Í samvinnu við útgerðir var settur á kvóti á helstu tegundir og reglur settar um meðafla. Útgerðir fá hlutfall af leyfilegum hámarksafla og sjá sér þar með hag af vexti og viðgangi fiskistofna enda fjölgar þar með tonnunum sem kemur í hlut hvers og eins.
Samkvæmt New York Times er kvótafyrirkomulagið höfuðástæðan fyrir því að fiskistofnar hjarna við og útgerð verður hagkvæmari.
Framsal kvóta er leyft en umdeilt er hvort það skuli óheft enda gæti sjávarbyggðum stafað ógn af einokunarstöðu stórra sjávarútvegsfyrirtækja.
![]() |
Túnfiskstofninn dregst saman um 97% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Mannréttindi morðingja - okkar vegna
Mannréttindi hljóta að vera algild og ná til morðingja. Anders Behring Breivik nýtur mannréttinda þótt hann virti til lítils helgasta rétt annarra - að fá að lifa.
Réttindi Meðal-Jónsins er betur varin þegar menn af sort Breivik njóta þeirra. Mannréttindi falla þrátt fyrir allt ekki af himnum ofan. Þau eru mannasetning.
Það kann að hljóma eins og mótsögn, að njóti menn eins og Breivik mannréttinda, er almannahag betur borgið. En mótsögnin hverfur um leið og breitt er yfir sérnafn geranda og strikað yfir verknaðinn. Réttlætisgyðjan er iðulega sýnd blind. Hún fer ekki í manngreinarálit og vill að allri njóti réttlætisins, þar á meðal mannréttinda.
![]() |
Breivik vinnur mál gegn norska ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Orðræðan og Ólafur Ragnar - og Davíð, Ómar og Jónas
Davíð Odsson í leiðara Morgunblaðsins, Jónas Kristjánsson í bloggi og Ómar Ragnarsson í öðru bloggi taka Ólaf Ragnar Grímsson til meðferðar án silkihanska. Myndin sem þeir draga upp af forsetanum er af manni sem gæti verið höfundarverk Machiavelli.
Ítalski stjórnspekingurinn skrifaði um vald og hvernig ætti að beita áhrifum þess til að fylkja mönnum um málefni. Uppskriftin er þessi: finndu stærsta samnefnarann í hverri málefnastöðu og gerðu orðræðu úr þessum samnefnara. Ólafur Ragnar fann þennan samnefnara þegar hann náði kjöri 1996, aftur 2004 þegar hann lamaði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í fjölmiðlamálinu og enn aftur á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sig. þegar Icesave-málið kippti fótunum undan vegferð vinstrimanna að breyta Íslandi í hjáríki ESB. Í kosningabaráttunni 2012 var komin orðræða sem tryggði sigur. Samnefnarinn kom á ný við sögu í vikunni þegar Ólafur Ragnar tilkynnti að hann stæði til endurkjörs.
Meðferð Ólafs Ragnars á valdi er samkynja stjórnlist Bismarck sem fléttaði saman andstæðum prússneskra landeigenda og þýsks verkalýðs svo úr varð afl sem markaði söguna. Ólafur Ragnar breytti samt ekki gangi íslenskrar sögu. Þjóðin væri ein og söm þótt Ólafs Ragnars Grímssonar nyti ekki við. Útrásin, hrunið og höfnun ESB-aðildar eru ekki höfundarverk hans.
Framlag Ólafs Ragnars er kannski helst þetta: hann finnur orðræðu sem á við aðstæður hverju sinni. Aðstæður breytast - hæfileikinn til að finna réttu orðræðuna þroskast.
![]() |
Ólafur í hópi með einræðisherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Ríkisborgararéttur liðsmanna Ríkis íslam afturkallaður
Þjóðverjar hyggjast setja lög sem heimila afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem gerast liðsmenn Ríkis íslam. Stjórnarflokkurinn í Þýskalandi undirbýr lagasetninguna sem heimilar afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem eru með tvöfalt ríkisfang og gerast sekir um aðild að Rík íslams.
Samkvæmt FAZ er lagabreytingin liður í harðari afstöðu þýskra stjórnvalda gegn þeim sem segja sig úr lögum við þýskt samfélag með því að taka upp vopn gegn þýskum gildum, s.s. mannréttindum og lýðræði.
Ríki íslams laða evrópsk ungmenni til starfa fyrir sig í þágu múslímatrúar. Ungmennin snúa heim, sum hver, og þykja ekki líkleg til að láta gott af sér leiða í vestrænum ríkjum. Eins og dæmin sanna.
![]() |
Enginn kannast við íslenskan ISIS-liða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Viðreisn fær vörubílstjóra
Hringbraut er málgagn Viðreisnar þeirra Benedikts Jóhannessonar, Sveins Andra, Þorsteins Páls og félaga. Sigurjón M. Egilsson verður vörubílstjórinn á Hringbrautinni.
Sigurjón er þekkur fyrir húsbóndahollustu, samanber málflutning hans í þágu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar orrahríðin um Baugsmál stóð sem hæst. Sigurjón var boðinn og búinn sem yfirmaður á Fréttablaðinu að fegra málstað auðmannsins.
Aukið framboð fjölmiðla helst í hendur við löngun til pólitískra áhrifa og þar er Sigurjón réttur maður á réttum stað fyrir rétt kaup.
![]() |
Sprengisandur á Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Mótmæli gera samfélagið pólitískara
Mótmæli eru í auknum mæli skipulögð fremur en sjálfssprottin. Uppskriftin er þessi: Fjölmiðill undirbýr jarðveginn með hannaðri atburðarás. Stuðningur kemur frá virkum í athugasemdum og stjórnarandstöðunni.
Þegar umræðan á samfélagsmiðlum nær ákveðnu hitastigi er boðað til mótmæla. Ef hitastigið er lágt er látið við sitja að safna undirskriftum en við suðumark er skundað á Austurvöll.
Á hverjum tíma er leitað að máli sem getur hrundið af stað mótmælabylgju. Fjölmiðlar og stjórnarandstaða beita fyrir virka í athugasemdum og fylgjast með viðbrögðum.
Í andrúmslofti hannaðra mótmæla verða mál pólitískari en áður. Það er aldrei að vita hvaða mál valda pólitískum eldsumbrotum.
![]() |
Mótmælin ekki til einskis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Pólitískt frumkvæði og forsetakosningar
Frekjulegur tónn í spurningum fréttamanna RÚV á blaðamannafundi Ólafs Ragnars Grímssonar, ,,heldur þú að þú sért ómissandi?", gaf til kynna að framboð sitjandi forseta kom illa við óreiðufólkið, sem þóttist vera með pólitískt frumkvæði eftir að hafa knúið forsætisráðherra til afsagnar.
Síðustu forsetakosningar, þegar vinstrimenn sameinuðust um RÚV-frambjóðanda gegn Ólafi Ragnari, voru fyrirboði stórtaps vinstriflokkanna í þingkosningunum 2013.
Píratar leiða kröfu óreiðuaflanna síðustu misserin um uppstokkun stjórnkerfisins með nýrri stjórnarskrá og valdeflingu virkra í athugasemdum. Ákvörðun Ólafs Ragnars um að bjóða sig fram á ný gerir upplausnarliðinu erfiðara um vik. Stjórnskipuleg kjölfesta á Bessastöðum gerir hávaðapólitíkina á Austurvelli, innan og utan þings, ótrúverðugri.
Það stendur upp á stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, að setja saman framboðslista og pólitík sem fylgir eftir ákvörðun forsetans um að sækjast eftir endurkjöri.
![]() |
Fer fram í sjötta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 18. apríl 2016
Góða fólkið: lýðræði er fyrir Steingrím J. ekki Ólaf Ragnar
Góða fólkið, vinstrimenn með pírataívafi, er ósátt við að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram til forseta. Þau rök eru notuð að það sé ólýðræðislegt af Ólafi Ragnari að sækjast eftir endurkjöri.
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna er níu sinnum búinn að bjóða sig fram til alþingis og setið á þingi frá 1983 - í 33 ár.
Góða fólkið telur lýðræði aðeins gilda fyrir suma.
Mánudagur, 18. apríl 2016
Birgitta/Píratar valdeflast í óreiðu
Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata er með böggum hildar eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig fram til forseta. Píratar fiska best í gruggu vatni óreiðustjórnmála.
Ákvörðun Ólafs Ragnars leiðir til aukinnar stjórnfestu og í leiðinni takmarkast svigrúm Pírata og annarra sem gera út á stjórnmál upplausnar.
Auknar líkur eru á að þingkosningarnar í haust verði málefnalegri og yfirvegaðri en annars hefði orðið. Óreyndur forseti á Bessastöðum gæti hæglega orðið leiksoppur upplausnarliðsins.
![]() |
Forsetinn skapaði óvissuna sjálfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. apríl 2016
Ólafur Ragnar auðveldar framgang lýðræðisins
Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða fram þjónustu sína í enn annað kjörtímabil auðveldar framgang lýðræðisins. Við getum núna einhent okkur í undirbúning næstu þingkosninga.
Með Ólaf Ragnar sem stjórnskipulega kjölfestu verður óreiðan minni í stjórnmálum.
Takk, Ólafur Ragnar.
![]() |
Ólafur aftur í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |