Orðræðan og Ólafur Ragnar - og Davíð, Ómar og Jónas

Davíð Odsson í leiðara Morgunblaðsins, Jónas Kristjánsson í bloggi og Ómar Ragnarsson í öðru bloggi taka Ólaf Ragnar Grímsson til meðferðar án silkihanska. Myndin sem þeir draga upp af forsetanum er af manni sem gæti verið höfundarverk Machiavelli.

Ítalski stjórnspekingurinn skrifaði um vald og hvernig ætti að beita áhrifum þess til að fylkja mönnum um málefni. Uppskriftin er þessi: finndu stærsta samnefnarann í hverri málefnastöðu og gerðu orðræðu úr þessum samnefnara. Ólafur Ragnar fann þennan samnefnara þegar hann náði kjöri 1996, aftur 2004 þegar hann lamaði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í fjölmiðlamálinu og enn aftur á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sig. þegar Icesave-málið kippti fótunum undan vegferð vinstrimanna að breyta Íslandi í hjáríki ESB. Í kosningabaráttunni 2012 var komin orðræða sem tryggði sigur. Samnefnarinn kom á ný við sögu í vikunni þegar Ólafur Ragnar tilkynnti að hann stæði til endurkjörs.

Meðferð Ólafs Ragnars á valdi er samkynja stjórnlist Bismarck sem fléttaði saman andstæðum prússneskra landeigenda og þýsks verkalýðs svo úr varð afl sem markaði söguna. Ólafur Ragnar breytti samt ekki gangi íslenskrar sögu. Þjóðin væri ein og söm þótt Ólafs Ragnars Grímssonar nyti ekki við. Útrásin, hrunið og höfnun ESB-aðildar eru ekki höfundarverk hans.

Framlag Ólafs Ragnars er kannski helst þetta: hann finnur orðræðu sem á við aðstæður hverju sinni. Aðstæður breytast - hæfileikinn til að finna réttu orðræðuna þroskast.  


mbl.is Ólafur í hópi með einræðisherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samanburður í árum við erlenda ráðamenn verður að vera með þeim fyrirvara að gera greinarmun á lýðræðislega kjörnum þjóðhöfðingjum og einræðisherrum.

Uro Kekkonen sat í 26 ár í Finnlandi og er samanburðartækasta dæmið fyrir Ísland.

Finnar þorðu ekki fyrir sitt litla líf að blaka við Kekkonen vegna nálægðarinnar við hin ógnvænlegu Sovétríki, en hún skóp það ástand sem hlaut nafnið Finnlandisering.

Eftir á hafa fræðimenn deilt um hvort Finnlandiseringin hafi gengið of langt og staðið of lengi, en það er önnur saga.

Ómar Ragnarsson, 20.4.2016 kl. 10:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tel óvíst að aðrir hafi haldið eins á spilum og Ólafur. Líklega ekki. Hann hlustaði á þjóðina. Í fjölmiðlamálinu voru það Baugsmenn sem notuðu fjölmiðla sína til að þyrla upp fári gegn takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Það tókst þeim því miður vegna þess að þeir fengu pöbulinn með sér í rakalausu áróðursstríði. Það var vondur sómur, en það sem þjóðin vildi samkvæmt skoðanakönnunum pöntuðum af sama fólki og hóf uppþotið.

Sjálfstæðismenn gugnuðu í stað þess að láta reyna á þjóðaratkvæðin. Það er nefnilega ekkert gefið að skoðanakannanir almannatengla gefi rétta mynd. Gott dæmi er það að skoðanakannanir sýndu 57% vilja til að samþykkja síðasta IceSave samninginn, en niðurstaða þjóðaratkvæðanna var nánast einróma gegn.

Samanburður við Bismark og Machiavelli virkar voða intellektúal, en er augljóslega til heimabrúks fyrir höfundinn að mínu mati á meðan ekki fylgir nánari skýring á því. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband