Þriðjudagur, 28. nóvember 2023
Ölvun, óspektir og raðlygar Arndísar K.
Ég var niðurlægð af dyravörðum og fékk frá þeim afsökunarbeiðni, sagði Arndís K. þingmaður Pírata á sunnudagskvöld. RÚV tók orð þingmannsins trúanleg og birti í fyrirsögn.
Í gærmorgun birti Nútíminn ítarlega frásögn af atburðinum á skemmtistaðnum Kíkí aðfaranótt laugardags. Þar kemur fram að Arndís K. hafi dáið áfengisdauða á salerninu og brugðist hin versta við er hún var vakin og neitað að yfirgefa staðinn.
Fyrsta útgáfa Arndísar K. var að henni hafði dvalist á salerninu og af þeim ástæðum verið vísað á dyr með harkalegum og niðurlægjandi hætti. Nútíminn sýndi fram á að svo væri ekki. Þingmaðurinn, meðvitundarlaus af vímu, var vakinn en neitaði að yfirgefa staðinn við lokun. Dyraverðir urðu að kalla til lögreglu svo koma mætti bálreiðum þingmanni og ofurölvi út úr húsi.
Virkar ekki eins og Arndís K. ætti inni afsökunarbeiðni frá dyravörðum. Frekar hitt að hún ætti að biðjast afsökunar. Um miðjan dag í gær mætti hún með hroka og sagði háttsemi sína engum koma við.
Í hádeginu í gær segir Arndís K. í viðtali við mbl.is: Ég var ekki að gera neitt sem fólki kemur við.
Þingmaður er opinber persóna. Það sem þingmaður gerir á opinberum vettvangi, t.d. skemmtistað, er opinbert mál og kemur almenningi við.
Síðdegis í gær er komið enn annað hljóð í strokkinn hjá Arndísi K. Loksins, loksins viðurkennir þingmaðurinn ölvun og óspektir, samanber viðtengda frétt.
Eftir að hafa reynt að ljúga sig frá málinu í einn og hálfan sólarhring tekur að glitta í sannleikann.
Dauðadrukkinn þingmaður Pírata veldur óspektum á almannafæri. Það er fréttin. Aukafréttin er að Arndís K. er raðlygari.
Arndís K. ber ábyrgð á sinni persónu. Píratar bera ábyrgð á þingmanninum Arndísi K.
![]() |
Ég var dónaleg og streittist á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. nóvember 2023
Leigubíll lögreglu fyrir Arndísi K. pírata
Þingmaður Pírata Arndís Anna K. Gunnarsdóttir var handtekinn af lögreglu á skemmtistað. Að sögn Arndísar Önnu er ástæða handtökunnar að henni dvaldist á klósettinu.
Saklaus ferð á salernið leiðir til handtöku. Trúlegt? Nei. Dyraverðir fara tæplega inn á salerni þótt einhver sé þar lengur eða skemur. Ekki heldur kalla dyraverðir til lögreglu nema brýna nauðsyn beri til.
Þakkir Arndísar Önnu til lögreglu fyrir að veita henni leigubílaþjónustu, skutla henni heim eftir handtöku, eru skringilegar, svo ekki sé meira sagt. Nýtti þingmaðurinn sér stöðu sína sem þjóðkjörinn fulltrúi og fékk sérmeðferð? Það væri ekki í fyrsta sinn sem þessi þingmaður Pírata leikur tveim skjöldum.
Arndís Anna er lögmaður og aðgreinir ekki á milli lögmannsþjónustu og þingmennsku. Þingmaðurinn varð uppvís sl. vetur að veita íslenskt ríkisfang til skjólstæðinga sem hún hafði þjónustað sem lögmaður. Tilfallandi fjallaði um málið
Einkahagsmunir lögfræðingsins eru að skapa verðmæti fyrir kaupendur þjónustu. Þingmaðurinn skaffar þau gæði. Þegar lögfræðingurinn og þingmaðurinn eru einn og sami einstaklingurinn, Arndís Anna, er á ferðinni spilling í sinni tærustu mynd.
Á salerni skemmtistaðar á föstudagsnótt sturtaði Arndís Anna niður þingmannsferlinum. Gott ef ekki líka þingflokki Pírata.
![]() |
Segist þakklát lögreglu fyrir viðbrögðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. nóvember 2023
Leki úr landsrétti til Þórðar Snæs kærður, ekki rannsakaður
Þórður Snær Júlíusson sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu fékk upplýsingar úr landsrétti sem fengnar voru með lögbroti. Starfsmaður landsréttar braut trúnað og starfsskyldur og kom upplýsingunum til Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans, nú Heimildarinnar. Málið var kært en hefur ekki verið rannsakað. Stutt er í að málið fyrnist.
DV afhjúpaði lekann til Þórðar Snæs. Gögn sem voru send til dómstólsins vegna kæru Aðalsteins Kjartanssonar, meðsakbornings Þórðar Snæs í byrlunar- og símastuldsmálinu, komust í hendur Þórðar Snæs. Milliliðurinn var Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Aðalsteins.
Í frétt DV frá í maí í fyrra segir:
DV ræddi stuttlega við Gunnar Inga sem kannast ekki við að hafa afhent umrædd gögn. DV ræddi einnig við Þórð Snæ, sem staðfestir að hann hafi lesið rannsóknargögn í málinu en segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að tilgreina nánar hvað gögn hann hafi séð. Ég hef lesið þau rannsóknargögn sem afhent voru í Landsrétti og ég sé ekki ástæðu til að tilgreina nánar hver þau eru. Hafi verið gerð þau mistök að afhenda of mikið af gögnum sé ég ekki að það sé mitt vandamál.
Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar staðfesti í viðtali að einhver hafi lekið upplýsingum, sem lögregla sendi dómnum, til óviðkomandi - Þórðar Snæs.
Lögregluembættið á Akureyri, sem fer með rannsókn byrlunar- og símastuldsmálsins, kærði lekann til lögregluembættisins í Reykjavík. Samkvæmt tilfallandi heimild er ekki enn farið að rannsaka lekann. Enginn hefur verið kallaður til yfirheyrslu. Í byrjun næsta árs fyrnist málið.
Leki úr dómskerfinu dregur út tiltrú og trausti á réttarkerfinu í heild. Ef starfsmenn dómstóla brjóta starfsskyldur án afleiðinga er komið hættulegt fordæmi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25. nóvember 2023
Þrýst á Úkraínu að semja við Rússa
Leynilegt samkomulag er á milli Biden Bandaríkjaforseta og Scholz kanslara Þýskalands að binda endi á Úkraínustríðið og þvinga Selenskí forseta að samningaborðinu. Þýska útgáfan Bild segir að Bandaríkin og Þýskaland muni draga úr stuðningi við Úkraínu til að knýja á um samninga. Það verði gert á bakvið tjöldin. Opinberlega verði sagt að stuðningur haldi áfram en í reynd fær Úkraína minni pening og færri vopn.
Aðrir fjölmiðlar, t.d. Telegraph, taka upp á sína arma frétt Bild og segja vaxandi þrýsting á Úkraínu að semja. Útlitið er svart á vígvellinum.
Gagnsókn Úkraínu, sem hófst 4. júní í sumar, rann út í sandinn í september. Víglínan breyttist litið sem ekkert. Síðan hafa Rússar sótt í sig veðrið og ógna nú Adievka, hernaðarlega mikilvægri borg í Donbass-héruðunum. Rússar ráða um fimmtungi Úkraínu. Innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022 hefur kostað um 300 til 500 þúsund mannslíf.
Yfirlýst markmið Rússa er tvíþætt. Í fyrsta lagi að tryggja réttindi rússneskumælandi ríkisborgara Úkraínu. Í öðru lagi að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í Nató. Hernaðarbandalagið með Úkraínu innanborð myndi ógna öryggishagsmunum rússneska ríkisins, er viðkvæðið í Moskvu.
Varla er tilviljun að í gær birtist viðtal við David Arakhamia sem fór fyrir úkraínsku sendinefndinni er ræddi friðarsamkomulag við Rússa í mars 2022, tveim mánuðum eftir að stríðsátök hófust. David Arakhamia segir að Rússar hafi fyrst og fremst viljað tryggja að Úkraína yrði hlutlaust land, yrði ekki Nató-ríki. Drög að samkomulagi voru undirrituð í Istambúl, Tyrklandi.
Boris Johnson þáverandi forsætisráðherra Bretlands fór til Kænugarðs, með umboð frá Biden Bandaríkjaforseta, eftir að Istambúl-drögin voru undirrituð, og setti Selenskí forseta úrslitakosti. Vesturlönd myndu hætta stuðningi við Úkraínu ef samið yrði við Rússa. Þar með var friðarsamningur úr sögunni. Úkraína stendur og fellur með vestrænu fjármagni og vopnum.
Í mars 2022 var staða Úkraínu öllu betri en hún er í dag. Landið var um það bil í heilu lagi og mannfall enn tiltölulega lítið. Í dag eru Rússar búnir að innlima Donbass-héruðin í Rússland auk héraðanna Kherson og Saparósíja. Um 200-300 þúsund Úkraínumenn hafa fallið. Efnahagskerfið er stórskaddað og innviðir að hruni komnir. Milljónir hafa flúið land. Konur eru sendar á vígvöllinn og deyja þar í skotgröfum. Herkvaðning gildir um alla á aldrinum 17 til sjötugs.
Selenskí forseti neitar alfarið að semja við Pútín starfsbróður sinn í Moskvu. Kannski verður það ekki hann sem semur. Ef leyniáætlunin, sem Bild segir frá, fær framgang lýkur stríðinu líklega öðru hvoru megin við áramót og ekki seinna en næsta vor, í tæka tíð fyrir bandarísku forsetakosningarnar 5. nóvember á næsta ári. Stríðslok verða með eða án Selenskí sem forseta Úkraínu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. nóvember 2023
Séra Friðrik fái 3 ára friðhelgi
Vegna ,,háværrar opinberrar umræðu og gagnrýni innan samfélagsins í garð séra Friðriks" er tekin ákvörðun um að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Styttan á 70 ára sögu.
,,Háværa" umræðan er ekki nema þriggja vikna gömul. Tilfallandi gerði athugasemd 4. nóv. og sagði m.a.
Séra Friðrik á enga afkomendur er geta borið hönd fyrir höfuð hans. Tilfallandi hafði hvorki af honum að segja né kristilegum æskulýðssamtökum sem tengd eru nafni hans. Óvilhöllum blasir þó við að atlagan að minningu séra Friðriks byggir ekki á traustum grunni.
Á þeim þrem vikum sem liðnar eru hafa ekki birst upplýsingar sem renna stoðum undir upphaflega slúðrið. Kannski koma þær upplýsingar fram en kannski ekki.
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ákvörðun hafi verið tekin um að styttan verði fjarlægð en ekki hvenær.
Í stað þess að hlaupa til og láta undan hávaða, þar sem fjöður varð að fimm hænum, væri ráð að staldra við.
Tíminn mun leiða í ljós hvort innistæða sé fyrir hálfkveðnum vísum um að séra Friðrik hafi komið þannig fram við börn að óverjandi sé að minning hans sé heiðruð.
Borgarráð gæti gefið styttunni af séra Friðrik friðhelgi í þrjú ár. Komi fram upplýsingar er staðfesta að ekki sé ástæða til að heiðra minningu manns sem margir reyndu af góðu einu þá verði styttan fjarlægð. Ef ekki standi styttan kjur.
Kristilegt vopnahlé er við hæfi í þessu hávaðamáli.
![]() |
Samstaða um styttuna af séra Friðriki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2023
Sigríður Dögg, Aðalsteinn og vantraustið á blaðamönnum
Blaðamenn finna á eigin skinni að þeim er ekki treyst. ,,Komið fram við fjölmiðla eins og óþekka krakka," er ramakvein í búningi fréttar á RÚV. Tilefni fréttarinnar er að blaðamenn fá ekki óheft aðgengi að hamfarasvæðinu í Grindavík. Svikulir blaðamenn koma óorði á fjölmiðla, sem þegja ósómann. Forysta stéttafélags blaðamanna er í höndum skattsvikara og sakbornings.
Fréttaljósmyndari RÚV reyndi húsbrot á grindvískt heimili þegar hann fékk aðgang að svæðinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, fordæmdi ekki innbrotstilraunina.
Sigríður Dögg ruggar ekki bátnum. Sjálf er hún uppvís að skattalagabrotum en neitar að gera grein fyrir þeim.
Fimm blaðamenn á Heimildinni og RÚV eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Fram hefur komið að andlega veik kona var misnotuð af blaðamönnum til að byrla og stela. En það er engar fréttir í fjölmiðlum að hafa um málið.
Útvarpsstjóri er ekki krafinn sagna um aðkomu RÚV að byrlunar- og símastuldsmálinu. Miðstöð glæpsins var á RÚV, sem þó birti engar fréttir upp úr stolnum símanum, það gerðu Stundin og Kjarninn, sem nú heita Heimildin, og er á barmi gjaldþrots. Enginn fjölmiðill segir fréttir.
Varaformaður stjórnar RÚV lætur bóka á stjórnarfundi ,,mikilvægi þess að fréttastofa starfi í samræmi við lög og virði friðhelgi borgaranna í hvívetna." Fjölmiðlar fjalla ekkert um lögleysuna á ríkisfjölmiðlinum. Síðasta fundargerð stjórnar RÚV er frá 27. september. Hvers vegna líðst útvarpsstjóra að birta ekki fundargerðir?
Brotaþolinn í byrlunar- og símastuldsmálinu, Páll skipstjóri Steingrímsson, vakti athygli á að verðlaunaðasti blaðamaður seinni ára, Helgi Seljan, lagði fram falska kæru til lögreglu. Helgi sakaði mann um umsáturseinelti og fékk starfsfélaga til skrifa upp á kæruna sem vitni. Sá kærði var út á sjó á þeim tíma sem Helgi sakaði hann um að sitja um heimili sitt. Engar fréttir um falska kæru verðlaunablaðamannsins. Það er stórfrétt að rannsóknaritstjóri, hvorki meira né minna, á ríkisstyrktum fjölmiðli standi að falskri kæru til lögreglu.
Dæmin hér að ofan eru um svikula blaðamenn, sumir grunaðir um alvarleg lögbrot, og fjölmiðla sem eru meðvirkir í þögn um mikilsverð samfélagsleg málefni - siðleysi og lögbrot í röðum blaðamanna.
Traust til blaðamanna og fjölmiðla dvínar hratt. Það stendur upp á stéttina sjálfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. En ekkert gerist. Er líklegt að formaður Blaðamannafélags Íslands boði opinn fund um siðleysi og lögbrot félagsmanna? Hvað með varaformanninn, Aðalstein Kjartansson á Heimildinni, sem er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu?
Er til nokkurt annað dæmi um stéttafélag norðan Alpafjalla þar sem formaðurinn er skattsvikari og varaformaðurinn sakborningur í glæparannsókn?
Blaðamannastéttin grefur eigin gröf,- og það nokkuð rösklega.
![]() |
Kæra takmörkun á aðgangi fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2023
Stríð og fjöldamorð
Um 300 þúsund manns, hið minnsta, hafa fallið í stríði Rússa og Úkraínumanna. Enginn talar um fjöldamorð. Ástæðan er að allur þorri fallinna er hermenn. Fjöldamorð er þegar varnarlausir almennir borgarar eru myrtir. Þann 7. október frömdu hryðjuverkasamtökin Hamas fjöldamorð í Suður-Ísrael.
Ljósmyndin í viðtengdri frétt sýnir m.a. ungar konur, sennilega á leið í vinnu eða skóla morgunsárið 7. október. Hamasliðar leituðu uppi varnarlausa og drápu með köldu blóði. Tilgangurinn er ekki hernaðarlegur. Myndskeið með fréttinni sýnir hryðjuverkamann hlaupa á eftir stúlku til að skjóta kúlu í höfuð hennar. Ekki stríð heldur fjöldamorð.
Eftir fjöldamorðin flúðu Hamasliðar til heimkynna sinna í Gaza. Þeir tóku með sér yfir 200 gísla, þar af mörg börn. Þeir nýttu m.a. sjúkrahús í Gaza til að fela gíslana. Öryggismyndavélar sýna svart á hvítu að hryðjuverkamenn Hamas gengu inn um aðalinngang sjúkrahúss með vélbyssur í hendi og gísla meðferðis.
Hryðjuverkamenn nota borgara í Gaza og gísla sem mannlega skildi.
Ísraelsher gerði innrás í Gaza í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að koma morðingjum undir manna hendur. Í öðru lagi að frelsa gíslana. Í hernaðaraðgerðum Ísraela hafa margir óbreyttir borgarar fallið. Það er eðli stríðs í þéttbýli. Hamas hóf stríð með fjöldamorðunum 7. október. Ekki er til neitt sem heitir mannúðlegt stríð. En það eru til reglur, t.d. að nota ekki sjúkrahús undir hernað. Hamas virðir engar slíkar reglur. Enda hryðjuverkasamtök.
Í stríðinu í Úkraínu er deilt um land og rétt minnihlutahópa, rússneskumælandi íbúa Úkraínu. Í deilum arabaheimsins og Ísraela er einnig deilt um land og rétt minnihlutahópa. En annað og meira hangir á spýtunni: tilveruréttur Ísraelsríkis.
Balfour-yfirlýsingin frá 1917 gaf gyðingum rétt til heimkynna í landinu helga. Saga gyðinga er eldri en Rómarveldis. Júdea er nafn á ævagömlu konungsríki Ísraela með Jerúsalem sem höfuðborg.
Fram að Balfour-yfirlýsingunni fór lítið fyrir þjóðríkjum þar syðra um aldir. Tyrkjasoldán réð fyrir svæðinu fram að fyrra stríði en Bretar og Frakkar gerðu sig gildandi eftir fyrra stríð og fram yfir það seinna. Ný ríki, t.d. Sýrland, Líbanon, Írak og Jórdanía, voru búin til með strikum á landakorti, einkum af breskum og frönskum embættismönnum, einnig Ísrael. Þannig gerðust kaupin á eyrinni.
Arabar, og múslímar almennt, t.d. Persar í Íran, hafa ekki fallist á búsetu gyðinga í hundrað ár. Enn síður kættust þeir 1948 er Ísraelsríki var stofnað. Stríð Ísraels við nágrannaríki 1948, 1956, 1967 og 1973 eru til marks um það.
Íslam er eingyðistrú, líkt og kristni og gyðingdómur. Íslam yngsta útgáfan, verður til á 7. öld eftir Krist, og tekur sitt lítið af hverju frá fyrirmyndum sínum. Sterk hefð i múslímatrú, sem lifir góðu lífi enn í dag, er að aðgreina trúaða frá vantrúuðum. Hvorki er þessi hefð lifandi í kristni né gyðingdómi, sem hafa veraldarvæðst síðustu par hundruð ár eða svo. Trúarmenning múslíma fór á mis við Gutenberg og upplýsinguna.
Hryggstykkið í andófi múslímaríkja gegn tilveru Ísrael er trúarmenningin, íslam. Tvær megingreinar íslam, súnni og sjíta, sameinast þar en sitja að öðru leyti ekki á sátts höfði.
Í kalda stríðinu naut Ísrael stuðnings vestursins en arabaheimurinn hallaði sér að Sovétríkjunum. Við lok kalda stríðsins fyrir 30 árum misstu múslímar baklandið og efnahagslegt veldi þeirra þvarr, m.a. vegna olíuvinnslu með nýrri tækni. Ef vesturlönd væru einhuga um tilverurétt Ísraels myndi múslímaheimurinn sætta sig við orðinn hlut og taka gott og gilt Ísraelsríki, semja um það sem útaf stendur. En öfl á vesturlöndum eru í bandalagi með Hamas og harðlínumúslímum, sem vilja afmá Ísrael af landakortinu. Við sjáum örútgáfu bandalagsins á litla Íslandi.
Einir 315 starfsmenn Háskóla Íslands, um þriðjungur akademíska starfsliðsins, skrifa undir yfirlýsingu sem gæti verið saman á sellufundi Hamas. Ísrael er kennt við nýlendustefnu, þjóðarmorð og stríðsglæpi. Ekki eitt orð um fjöldamorðin 7. október. Norðurslóðadeild Hamas starfar af krafti í Háskóla Íslands. Á meðan hryðjuverkasamtökin eiga slíka bakhjarla vítt og breitt á vesturlöndum er engin hætta á öðru en að þau láti áfram til sín taka og leggi á ráðin um frekari fjöldamorð.
Blóðþyrstir vestur á Melum ættu leggja við hlustir þegar sonur eins af stofnendum Hamas talar. Maðurinn heitir Mosab Hassan Yousef. Skilaboðin: valið stendur á milli villimennsku og siðmenningar.
![]() |
Birtu myndskeið af aftöku ungrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 21. nóvember 2023
Hlýrra en á litlu ísöld? Gott mál
Tímabilið frá um 1300 til 1900 er kallað litla ísöld. Tímabilið á undan, frá um 900 til 1300 er miðaldahlýskeiðið. Íslendingar fluttu til Grænlands á miðaldahlýskeiðinu og stunduðu norrænan búskap með sauðfé og nautgripum. Þeir höfðu efni og tíma aflögu í skottúra til meginlands Ameríku.
Snemma á litlu ísöld, um 1450, dó síðasti norræni Grænlendingurinn. Rannsóknir á fornbeinum úr kirkjugörðum segja þá sögu að Íslendingarnir í Eystri- og Vestribyggð lifðu mest á selspiki og öðru sjávarfangi undir lokin, en ekki kvikfé eins og forfeður þeirra. Grænlandsgátan er hvað varð um þá norrænu. Ein tilgátan er að þeim hraus hugur að lifa eskimóalífi og hurfu á braut, unga fólkið fyrst. Síðustu gamlingjarnir báru beinin á víðavangi, enginn var eftir til að pota þeim niður.
Er leið á litlu ísöld varð tvísýnt um byggð á Íslandi. Eftir móðuharðindin á níunda tug 18. aldar var til umræðu að flytja landsmenn á Jótlandsheiðar. Fimmtungur þjóðarinnar, um tíu þúsund manns, hafði dáið úr hungri og vosbúð.
Í viðtengdri frétt segir
Meðalhitastig jarðar mældist í fyrsta sinn á föstudaginn meira en tveimur stigum hærra en fyrir iðnbyltinguna.
Iðnbyltingin byrjaði raunar í Englandi á tíma móðuharðindanna, en ekki 1850 eins og segir í fréttinni. Það er bitamunur en ekki fjár. Sem betur fer er hlýrra í dag en á litlu ísöld. Fólk deyr úr kulda, ekki vegna hlýinda.
Síðustu tæpu 200 árin hefur hlýnað um eina gráðu á öld. Það er gott mál að við komumst úr kulda litlu ísaldar. Nákvæmar mælingar með gervihnöttum sl. 40 ár sýna hlýnun upp á 0,1 C á áratug, sem gefur hlýnun um eina gráðu á öld. Ekki er það hamfarahlýnun heldur eðlileg þróun.
Meðalhiti jarðar er vafasamt hugtak en hann mun vera um 15 gráður. Enginn veit, og enginn þorir að segja, hvert kjörhitastig jarðarinnar er. Af því leiðir er ekki til neitt viðmið um ,,rétt" hitastig jarðkringlunnar. Í reynd er ekki eitt veðurkerfi á jörðinni og ekkert tilefni til að tala um ,,rétt" hitastig á hnattræna vísu. Fréttir og frásagnir um manngert veðurfar eru skáldskapur, eins og vikið var að í pistli gærdagsins.
![]() |
Hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir tveimur gráðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. nóvember 2023
Vísindi, jörð og loftslag
Jarðvísindamenn ráða í framvindu mála á Reykjanesskaga. Rauntímamælingar á skjálftavirkni í djúpi jarðar eru bornar saman við raunmælingar á yfirborði. Upplýsingarnar eru túlkaðar í samhengi viðurkenndra kenninga um hegðun efnis í iðrum jarðar.
En menn vita ekki hvort, hvenær og hvar eldsumbrot hefjast. Þaulskoðun í nokkrar vikur skilar ekki haldbærri niðurstöðu. Engin ástæða er að efast um heilindi sérfræðinganna. Þeir eru allir af vilja gerðir að spá sem réttast um næstu klukkustundir, daga og vikur, að ekki sé talað um ár og áratugi. Þrátt fyrir vísindalega þekkingu á jarðhræringum er ekki hægt að slá neinu föstu. Allt er með sterkustu fyrirvörum, í raun upplýstar ágiskanir.
Víkur þá sögunni að öðrum náttúruvísindum, loftslagsfræðum. Þeir sem fylgjast með veðurspám vita að þokkalega áreiðanlegar veðurspár eru aðeins til 5-7 daga. Jarðvísindi eru í þeim skilningi einfaldari en loftslagsvísindi að í jörðu niðri eru færri breytur, mest berg í föstu formi eða seigfljótandi, í þremur lögum; kjarna, möttli og skorpu. Í jarðvísindum er ekki talað um óreiðu. Breyturnar eru fáar og þekktar, samspil þeirra á milli sæmilega skilið - en samt er óvissa.
Loftslag jarðar er aftur viðurkennd óreiða. Ef ekki væri óreiðunni til að dreifa yrðu áreiðanlegar veðurspár gerðar til lengri tíma en viku eða svo. Óreiða felur í sér óvissu og hana verulega. Engu að síður er til fólk, jafnvel með háskólapróf í viðeigandi fræðum, sem fullyrðir að útblástur mannsins á koltvísýringi, CO2, valdi heimshlýnun. Meintir sérfræðingar spá hlýnun upp 3 til 5 gráður næstu áratugi. Þeir vita ekki hvernig veðrið verður í næsta mánuði en fullyrða um hlýindi árið 2050.
Koltvísýringur, CO2, er náttúruleg lofttegund með eitt atóm kolefnis og tvö súrefnisatóm. Lofttegundin er forsenda lífs á jörðinni. Plöntur draga að sér koltvísýring, taka kolefnið sér til vaxtar og viðurværis en skila súrefninu aftur út í andrúmsloftið. Ferlið kallast ljóstillífun. Orkan til ljóstillífunar er sólarljósið (lampar í gróðurhúsum).
Án plantna er ekki líf á jörðinni. Heildarmagn koltvísýrings í andrúmsloftinu er áætlað um 750 gígatonn. Af þessu magni er útblástur mannsins 3-4 prósent, um 29 gígatonn. Jörðin grænkar og plöntur taka til sín aukið magn koltvísýrings. En það er sem sagt maðurinn, ekki náttúran, sem ræður loftslagi jarðar, segja meintir sérfræðingar. Í raun eru þeir ekki annað en aðgerðasinnar með háskólapróf.
Will Happer loftslagsvísindamaður útskýrir á 5 mínútum hvers vegna meintir sérfræðingar höfðu rangt fyrir sér, hafa rangt fyrir sér og munu hafa rangt fyrir sér. Ástæðan er að í stað þess að freista þess að skilja óreiðuna, sem loftslagið er, smíða meintir sérfræðingar reiknilíkön og gefa þær forsendur að jörðin hlýni. Þetta eru ekki vísindi heldur skáldskapur.
Ef jarðvísindamenn segðu að þeir hafi keyrt reikniforrit með þeirri forsendu að eldgos kæmi upp í miðbæ Grindavíkur og spáðu á þeim grunni gosi í miðbænum - hvað yrði sagt um athæfið? Jú, spurt yrði hvort sérfræðingarnir væru ekki með öllum mjalla.
Meintir sérfræðingar í loftslagsmálum hafa leikið þennan leik í áratugi. Þeir spá hlýnun á grunni reikniforrita með fyrirframgefinni niðurstöðu, að það hlýni. Allir með reynslu af Excel-reikniforriti kunna þessa meginreglu: rusl inn rusl út. Meintir sérfræðingar í loftslagsmálum fela ruslið, skáldskapinn, sem fer inn og selja almenningi ruslið er út kemur sem vísindi.
![]() |
Ekki lífshættuleg gos á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. nóvember 2023
Mamma, ég drap tíu gyðinga, tíu
,,Mamma, sonur þinn drap í dag tíu gyðinga. Með eigin hendi drap ég þá. Ég hringi til þín úr síma frá dauðum gyðingi. Ég drap tíu gyðinga, tíu. Segðu pabba. Ég drap tíu gyðinga. Hendur mínar eru ataðar blóði. Mamma, sonur þinn er hetja. Móðirin grætur. Faðirinn kallar: drepa, drepa, drepa, drepa."
Ofanritað er hljóðupptaka af búkmyndavél eins hryðjuverkamanna Hamas sem stóðu að fjöldamorðum í Suður-Ísrael 7. október. Ísraelsmenn tóku saman upplýsingar í hljóð og mynd um atburðinn 7. október og kynntu blaðamönnum, 43 mínútur alls. Textinn birtist í Die Welt. Hamas drap um 1400 manns, einkum varnarlausa borgara, og tóku yfir 200 í gíslingu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)