Ölvun, óspektir og raðlygar Arndísar K.

Ég var niðurlægð af dyravörðum og fékk frá þeim afsökunarbeiðni, sagði Arndís K. þingmaður Pírata á sunnudagskvöld. RÚV tók orð þingmannsins trúanleg og birti í fyrirsögn.

Í gærmorgun birti Nútíminn ítarlega frásögn af atburðinum á skemmtistaðnum Kíkí aðfaranótt laugardags. Þar kemur fram að Arndís K. hafi dáið áfengisdauða á salerninu og brugðist hin versta við er hún var vakin og neitað að yfirgefa staðinn.

Fyrsta útgáfa Arndísar K. var að henni hafði dvalist á salerninu og af þeim ástæðum verið vísað á dyr með harkalegum og niðurlægjandi hætti. Nútíminn sýndi fram á að svo væri ekki. Þingmaðurinn, meðvitundarlaus af vímu, var vakinn en neitaði að yfirgefa staðinn við lokun. Dyraverðir urðu að kalla til lögreglu svo koma mætti bálreiðum þingmanni og ofurölvi út úr húsi.

Virkar ekki eins og Arndís K. ætti inni afsökunarbeiðni frá dyravörðum. Frekar hitt að hún ætti að biðjast afsökunar. Um miðjan dag í gær mætti hún með hroka og sagði háttsemi sína engum koma við.

Í hádeginu í gær segir Arndís K. í viðtali við mbl.is: „Ég var ekki að gera neitt sem fólki kem­ur við.“

Þingmaður er opinber persóna. Það sem þingmaður gerir á opinberum vettvangi, t.d. skemmtistað, er opinbert mál og kemur almenningi við. 

Síðdegis í gær er komið enn annað hljóð í strokkinn hjá Arndísi K. Loksins, loksins viðurkennir þingmaðurinn ölvun og óspektir, samanber viðtengda frétt.

Eftir að hafa reynt að ljúga sig frá málinu í einn og hálfan sólarhring tekur að glitta í sannleikann.

Dauðadrukkinn þingmaður Pírata veldur óspektum á almannafæri. Það er fréttin. Aukafréttin er að Arndís K. er raðlygari. 

Arndís K. ber ábyrgð á sinni persónu. Píratar bera ábyrgð á þingmanninum Arndísi K.


mbl.is „Ég var dónaleg og streittist á móti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Var erindi pýratar annars ekki að siðvæða alþingi, stinga á kýlum og lofta ut? 

Ragnhildur Kolka, 28.11.2023 kl. 09:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Arndís Anna er yfir aðra hafin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2023 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband