Arndís Anna staðin að verki: segir hún af sér?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata úthlutar almannagæðum, ríkisborgararétti, til skjólstæðinga sinna sem kaupa af þingmanninum lögfræðiþjónustu. Arndís Anna stundar einkarekstur sem lögfræðingur og færir skjólstæðingum sínum íslenskan ríkisborgararétt sem þingmaður.

Einkahagsmunir lögfræðingsins eru að skapa verðmæti fyrir kaupendur þjónustu. Þingmaðurinn skaffar þau gæði. Þegar lögfræðingurinn og þingmaðurinn eru einn og sami einstaklingurinn, Arndís Anna, er á ferðinni spilling í sinni tærustu mynd.

Við ætlum að tækla spillingu var kosningaloforð Pírata. Ósagt var hvernig. Nú vitum við það: með því að stunda hana sjálfir.

Ekki það að Arndís Anna viðurkenni spillingu þegar hún er staðin að verki. Hún segist hæf til að úthluta opinberum gæðum til skjólstæðinga sinna. Þingmaðurinn kveður spillingu eðlilegan þátt þingmennsku. 

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra setur málið í samhengi:

Túlkun þingmannsins á ágæti þess að hún fjalli sem þingmaður í þriggja manna nefnd sem sinnir stjórnsýsluverkefni á vegum alþingis ber hvorki með sér virðingu fyrir vanhæfis- né siðareglum. Arndís Anna sótti hvað harðast að dómsmálaráðherra og lét eins og hún hefði lögin með sér í kröfum um sérmeðferð upplýsinga fyrir sig. Það var ekkert annað en ólögmæt frekja og svo kemur þessi afstaða til vanhæfis til sögunnar.

Ólögmæt frekja er milt orðalag yfir atferli Arndísar Önnu. Þingmaðurinn er gjörspilltur, kann ekki greinarmun á réttu og röngu.

Arndís Anna krafðist afsagnar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra fyrir engar sakir. Segir Arndís Anna af sér þingmennsku, nú þegar hún er staðin að verki að selja lögfræðiþjónustu sem þingmaður?


mbl.is Metur sig ekki vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Spillingin í hnotskurn
"58 manns fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi á þessu kjörtímabili. Þar af voru 15 manns, ríflega fjórðungur, sem höfðu áður fengið synjun frá Útlendingastofnun um landvist, alþjóðlega vernd eða ríkisborgararétt"

Grímur Kjartansson, 13.5.2023 kl. 09:12

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ég átta mig ekki á hvað er svona flókið við að stöðva komu ólöglegra innflytjenda. Gera þarf flutningsaðila ábyrgan fyrir að koma því fólki til baka sem ekki hafa fyrirfram útgefið leyfi til að koma. Svo ætti Alþingi ekki að veita ríkisborgararétt. Standist fólk ekki þær kröfur sem gerðar eru almennt á það fólk ekki að eiga leið í gegnum klíkuskap hvort sem er með mútugreiðslum eða ekki.

Örn Gunnlaugsson, 13.5.2023 kl. 09:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

AUÐVITAÐ SEGIR HÚN EKKI AF SÉR.  ÞAР GILDA AÐRAR REGLUR UM PÍRATA EN ALLA AÐRA....

Jóhann Elíasson, 13.5.2023 kl. 11:06

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eins og í Dýrabæ eftir George Orwell þar sem kommúnismanum er lýst, sem enn er eins:"Allir eiga að vera jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir". (elítan, ritarar kommúnistaflokksins fyrrverandi, pólitíkusar sem hlýða Davos og WEF).

Hvar er þá trúverðugleiki Pírata þegar þeir gagnrýna aðra fyrir spillingu?

Píratar voru stofnaðir um frjálsan höfundarétta á netinu, þeir eru orðnir eitthvað allt annað, hefðbundinn glóbalismaflokkur og vinstriöfgaflokkur.

Píratar lýsa sér þannig að þeir berjist gegn spillingu. 

Jón Gunnarsson er frábær ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið miklu meiri hreyfingu á málin en margir á undan honum. "Jón Gunnarsson gerir allt vitlaust", var Gísli Marteinn á RÚV vanur að segja. Jón Gunnarsson gerir allt rétt hefði hann frekar átt að segja. Það sem jafnaðarfasistarnir telja rangt, það er rétt, snúa öllu á hvolf.

Þessvegna reyna Píratar og Samfylkingin að gera lítið úr Jóni Gunnarssyni, hann hefur náð árangri á móti vinstriöflunum.

Ingólfur Sigurðsson, 13.5.2023 kl. 16:55

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ingólfur þessir Píratar hafa breyzt mikið frá því skapari hans (Birgitta) hvarf af vettvangi stjórnmálanna a.m.k. opinberlega.Ég tek undir með þér að Jón Gunnarsson er einnig góður og réttlátur ráðherra;Kæmur vel í ljós hve Íslendingar eru ánægðir með framtak hans á Alþingi- og hann er alls ekki hættur. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2023 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband