Trúa framsóknarmenn á jólasveininn?

Skýringar Magnúsar Árna Skúlasonar bankaráðsmanns Framsóknarflokksins í Seðlabanka halda ekki vatni. Hann viðurkennir að stunda viðskipti og stuðla að aflandsviðskiptum fyrirtækja með gjaldeyri, en það hafi ekki verið krónur. Líklega er Magnús Árni hér að tala við fólki í Framsóknarflokknum sem bar Björn Inga Hrafnsson á höndum sér þótt hann væri upp fyrir haus í spillingu.

Einu gildir hvort Magnús Árni hafi höndlað með krónur, evrur, jen, dollara eða matadorpeninga. Hann situr í bankaráði Seðlabanka Íslands sem stendur í ströngu við að verja gengi krónunnar til kaupmáttur fólks hrapi ekki enn frekar. Að Magnús Árni skuli láta sér til hugar koma að svo mikið sem þefa af gjaldeyrisviðskiptum sýnir að hér er á ferðinni fullkomlega dómgreindarlaus maður. Spurningin er bara hversu spilltur hann er og hve fábjánahátturinn er mikils ráðandi í Framsóknarflokknum. 


mbl.is Tilgangurinn ekki að höndla með krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

Hvað á eiginlega að gera við svona menn?

Ægir , 12.9.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Magnús Árni er gjörsamlega vanhæfur og það á að vikja honum hið snarasta úr stjórn Seðlabankanns.

Svör hans sína heimsku og ekkert annað.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.9.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

af einhverjum ástæðum yfirgaf þessi "refur" Sjálfstæðisflokkinn / nú verðum við að fjarlægja svona fólk, það er ekki tími í svona "refi" nóg annað að gera

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 14:18

4 identicon

Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabankans, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að tilgangur hans með því að reyna að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri, hafi ekki verið að höndla með krónur. Hvað er satt ? Gylfi Arnb hvað er satt ?

sveinbjörn (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Björn Birgisson

Nú bíða allir spenntir eftir viðbrögðum Seðlabanka Íslands!

Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 14:48

6 identicon

Þeir trúa á jólasveina... þeir telja okkur vera jólasveina

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:11

7 identicon

Jæja.... og hver setur þá í skóinn hjá þeim?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Björn Birgisson

Kartöflurnar?

Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 17:29

9 identicon

Ef hann segir að þetta hafi ekki verið til að versla með krónur!!! Sennilega mattadorpeninga?? Heldur þetta fólk að við almenningur séum fábjánar??? já sennilega að því við kjósum þetta pakk altaf aftur og aftur og ef við svíkjumst undan og kjósum NÝTT og ÓSPILLT öfl að þá fáum við bara eitthvað eins og Borgarahreifinguna (úr öskunni í eldin!!). 

Engin útrásarvíkingana (sem komu okkur á hausin) hefur gert eitthvað ólöglegt!! Að hringsóla og kaupa og selja sömu fyrirtækin aftur og aftur fram og til baka er auðvitað ekkert ólöglegt, kallast bara viðskipti (sem nótaben gerir einhvern ríkan). Það að koma OLLUM verðmætum úr hlutafélögum í önnur félög og skilja bara eftir skuldirnar (sem lenda auðvitað á okkur almenningnum) er auðvitað ekki ólöglegt. Menn eru þá yfirleitt að bjarga verðmætum (yfir til sín) sem auðvitað getur ekki verið ólöglegt (síðan hvenær getur verið ólöglegt að bjarga verðmætum  (..yfir til sín). Það getur vel verið að það sem þessi maður gerði sé ekki ólöglegt en hvað eigum við að láta bjóða okkur svona lengi. Hvenær segjum við hingað og ekki lengra. Þetta lið (sem ekki hefur gert neitt ólöglegt) býr í lúxus og fínerí á meðan við verðum gjaldþrota hvert af öðru!!! Svona pakk matar sinn krók þegar allar spár sína framm á að almenningur á Íslandi muni þurfa að herða mikið sultarólina. Við erum búin að fá nóg ...er það ekki. Burt með svona pakk (hvort sem hann var fyrrverandi sjálfstæðismaður eða núverandi Framsókn. Skiftir engu máli bara burt).

Kjarri.

Kjarri (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:44

10 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Já, þeir trúa á jólasveininn (80%) og Grýlu (20%)!!!

Ingimundur Bergmann, 12.9.2009 kl. 18:26

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Steingrím og Jóhönnu?

Æ, bara smá grín!

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 20:59

12 identicon

Framsóknarflokkurinn er hann til í dag ?

Jú, þetta er fólkið sem er að eyðileggja allt það sem telst til að vera gott !

Selja hituveituréttindi til útlendinga , eyðileggja Ingólfstorg og byggði sennilegga lélegasta mannvirki borgararinnar8 19 hæðir ) með hjá Eykt ´, sem borgaði í kosningngjasjóð framsóknarflokksins !

JR (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:34

13 identicon

Afhverju eru menn alltaf jafn hissa þegar CosaNostra betur þekkt sem Framsóknarflokkurinn gerir eitthvað af sér?

Þetta er farið að jaðra við geðveiki að verða alltaf hissa á siðleysi sumra Framsóknarmanna eða einsog Albert Einstein á að hafa sagt...

"Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results."

Þetta má heimfæra yfir á Framsókn.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband