Tækifæri Framsóknarflokksins

Orð liggur á Framsóknarflokknum að þangað sækjast menn til að auðga sjálfan sig undir yfirskini almannaþjónustu. Undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar virtist flokkurinn ætla að hverfa frá þessari leiðu arfleifð. Þegar náinn samverkamaður formannsins er gripinn glóðvolgur býðst flokki og formanni tækifæri til að lýsa yfir vilja og ásetningi um siðbót í stjórnmálum.

Ef ekki eru komnar trúverðugar skýringar á athæfi bankaráðsmanns Framsóknarflokksins fyrir hádegi í dag ætti formaður flokksins að gefa út yfirlýsingu um að viðkomandi nyti ekki lengur trausts flokksins til að sitja í bankaráði Seðlabanka Íslands og biðja hann að víkja, - vinsamlegast.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Það vantar alveg nýtt kerfi hér á íslandi þar sem siðblindingjum eins og þessu framsóknarskoffíni verður ekki stætt á öðru en að segja af sér, að öðrum kosti verði þeir einfaldlega reknir með skít og skömm.

Það er rétt sem þú segir að það orð liggur á Framsókn að þangað sækist menn til að auðga sjálfann sig og aldeilis ekki að ósekju. Það er erfitt að sjá annað en að þangað hafi Finnur Ingólfsson sótt öll sín viðskiptatækifæri, sama virðist gilda um Bakkabræður og Ólaf Ólafsson í Samskipum, en allir virðast þessir menn hafa fengið gríðarlegar pólitískar fyrirgreiðslur hjá Framsóknarflokknum.

Við skulum ekki gleyma því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, framsóknarhróks og eins af meðreiðarsveinum Finns Ingólfssonar, og sat meðal annars fyrir hans hönd í stjórn Icelandair þangað til fyrir skömmu að hann var rekinn þaðan út eftir yfirtöku ríkisins á félaginu. Eitthvað kom hann víst líka nálægt Kögun...... 

Baddi (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:29

3 identicon

Ég skil nú ekki hvernig Hallur getur kallað þetta mistök=yfirsjón, klaufaskap, handvömm, vangá

Ótrúlegt hvað er erfitt að finna heiðalegt fólk sem tilbúið er að vinna að hagsmunum almennings á Íslandi. Þarna er maður á launum frá okkur almenningi að setja reglur og síðan snýr han sér við og selur ráðgjöf við hvernig komast megi framhjá þessum reglum. og við borgum

Grímur (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:55

4 identicon

Gegn hagsmunum þjóðar og vinnuveitanda á ögurstundu. Á virkilega að telja manni trú um að starfsmaður í einni æðstu sjórnunar- og ábyrgðarstöðu landsins sé "tæknilega ekki að fremja glæp" og málinu sé þar með lokið?

sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:30

5 identicon

"Mistök" kallar Hallur þetta!

Það voru "mistök" af þessu tagi og sem voru látin óátalin sem leiddu þjóðina þangað sem hún er komin.

Nei, takk, Hallur, bjóddi fólki ekki upp á það að líta á þetta sem "mistök"!

"Mistök"!

Helga (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:20

6 identicon

Stærstu mistök sem nokkur getur lent í er að fæðast sem framsóknarmaður en þú veist bara ekki af því fyrr en þú eldist, þetta er genagalli mjög alvarlegur en að velta við steini hjá framsókn er ávísun á spillingu með mikilli maðkasúpu og hefur verið svo lengi sem elstu menn muna það getur ekki breyst með nýjum formanni þetta eru örlög.

Kristján (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:34

7 identicon

Sigmundur er leppur fyrir Finn og félaga verið var að slá ryk í augu fólks með að það sé nýr Framsóknarflokkur er sami spillti flokkurinn.

Raunsær (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband