Kaup kaups við Nato og ESB

Í staðinn fyrir hagfelldan fiskveiðisamning veitir Ísland Evrópusambandinu atbeina í fyrirsjáanlegum stórveldaslag Bandaríkjanna, Rússa og Evrópusambandsins um auðlindir á norðurslóðum. Efnislega á þessa leið mæltist Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í Stokkhólmi þegar Ísland í annað sinn á nokkrum dögum lagði umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir Svía sem veita ráðherraráði  ESB formennsku þetta hálfárið.

Íslensk stjórnvöld hafa áður stundað sambærileg viðskipti. Landið var á dögum kalda stríðsins selt sem ósökkvandi flugmóðurskip á miðju Atlantshafi. Pólitískir umskiptingar eins og Össur, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Haralz, Jón Magnússon, Benedikt Jóhannesson eru hrifnir af viðskiptum af þessu tagi því þau ríma við sölumennskueðli þeirra sjálfra.

Sannfæringastjórnmálamenn, einstaklingar með siðferðislega kjölfestu, eins og Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson tóku þátt í utanríkisviðskiptum þar sem land var selt undir útlenda aðstöðu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að meðfram viðskiptunum var hugsjónapólitík þar sem tókust á ólíkar hugmyndir um þjóðskipulag, sósíalískt/kommúnískt annars vegar og hins vegar markaðsbúskapur. Í öðru lagi vegna þess að aðstæður leyfðu ekki annað. Ísland var hernumið í upphafi seinni heimsstyrjaldar og út frá þeirri stöðu þurfti að vinna.

Okkur tókst sem þjóð að vinna þokkalega úr álitamálum sem þurftu úrlausn um miðbik síðustu aldar. Stofnun lýðveldis, hersetusamningur við Bandaríkin, stofnaðild að Nato og útfærsla landhelginnar voru utanríkispólitískir þættir sem fengu farsæla niðurstöðu, þótt skoðanir hafi verið skiptar.

Engin leið er að fyrirliggjandi hugmyndir um kaup kaups við Brussel fái farsæla niðurstöðu. Engin hugsjónapólitík er aflvaki, við opnum landhelgina útlendingum og fáum lítið sem ekkert í staðinn.

Aðeins ein ástæða er fyrir því að utanríkisráðherra Íslands er yfir höfuð að reyna að ná samningum. Vegna hrunsins bilaði dómgreind þjóðarinnar og hún kaus yfir sig grilluflokk Íslands, Samfylkinguna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það. Þjóðin glataði dómgreindinni við hrunið. Og sjálfsvirðingin fór. Þess vegna mun hún á endanum samþykkja ESB, því miður. Hún er eins og stúlka sem hefur misst meydóminn í ölæði og telur af þeim sökum að hún hljóti að una því að vera raðnauðgað hvenær sem einhverjir stuðboltar finna hjá sér löngun til þess. 

starri (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:23

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það var skrítið þetta fyrsta útspil ESB. Þeir leggja til að Svavar Gestsson leiði samningaviðræður fyrir Íslands hönd. Tillagan kom víst frá vinum okkar í Hollandi og Bretlandi.

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband