Nýlenduyfirvald í boði Vg

Landsherra Íslands Rozwadowski er hér í boði fjármálaráðherra og formanns Vg, Steingríms J. Sigfússonar. Félagarnir dunda sér við að knésetja Ísland, fyrst með því að dengja yfir okkur Icesave-samningnum og í framhaldi nauðga okkur inn í Evrópusambandið.

Atli, Ási, Guðfríður Lilja ættu að kveðja þingflokk Vg og stofna nýjan flokk, sem eins og Atli segir réttilega, ætti að fylkja liði í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 

Vinstri grænir eru álíka ónýtur flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn væri ef hann tæki upp marxíska stefnuskrá og ríkisvæddi Íslands til andskotans. 


mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hreinlega tímabært að nýr stjórmálaflokkur yrði til úr okkar núverandi ónothæfu flokkakerfi, sem getur ekki tekist á við þær aðstæður sem nú blasa við á Íslandi.

Flokkur fullveldisinna, er hafi það á stefnuskrá sinni að Íslenska þjóðin komist upp úr kreppunni á egin verðleikum. Að yfirgangi AGS, gömlu nýlenduveldanna og alþjóðakapitalismans sé hafnað og við látum ekki kúga okkur með hótunum um td. að samþykkja Icesave.  Sömuleiðis hafna ESB aðild. Flokkur sem þorir að taka slaginn fyrir sjálfstæði Íslands.

Slíkt bandalag gæti höfðað til sjálstæðisinna úr nánast öllunm flokkum, en líklega sterkast til hluta af núverandi sjálstæðisflokki og VG.

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kæru félagar, þessi hreyfing sem þið kallið eftir er til nú þegar. Hún heitir Samtök Fullveldissinna og ég hvet ykkur til að skoða málið. Við þurfum á öllum að halda sem eru til í að standa með okkur vörð um fullveldi Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það var nú búið að knésetja Ísland áður en núverandi stjórn tók við ,Það gleymist furðu fljótt.Það að taka við brunarústum og reyna að gera eitthvað er meira en að segja það ,það er auðvelt að gagnrína en að koma með raunhæfar tillögur er erfitt að hrista fram úr ermini eins og dæmin sanna .

Það sem þarf er fyrst of fremst er að slíta í sundur framkvæmdarvald og löggjafarvald ,það mætti gera með því að sameina forsetaembættið og forsætisráðherra embættið hvað höfum við að gera með 2 toppa í 300.000 manna þjóðfélagi .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.7.2009 kl. 09:59

4 identicon

Páll,mikið djöfull er eg sammála þér.

magnús steinar (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband