Hópgelding hugsjónafólks

Myndi menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, greiða atkvæði með þingsályktunartillögu um einkavæðingu framhaldsskólanna? Fengi þingsályktun um stórfelldar virkjunarframkvæmdir stuðning Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra? Styddi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra ályktun á þingi um afnám opinberrar heilsugæslu?

Þangað til í dag hefði verið hlægilegt að spyrja svona. En eftir sjálfsvönun ráðherraliðs Vg í atkvæðagreiðslu um umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekkert eftir af trúverðugleika þingflokks Vg. Ætlar þetta fólk í framtíðinni að taka fram hvaða stefnuyfirlýsingar það telur að megi svíkja og hverjar ekki? Hver trúir þeim?

Kollektívt pólitískt sjálfsmorð forystu Vg kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var aðdragandi þar sem einbeittur og yfirvegaður brotavilji hertist. Ítrekað var bent á leið út úr ógöngunum, samþykkja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. En nei, þegar dómgreindinni var drekkt lokuðust hlustir.

Níunda og neðsta víti Dantes er frátekið fyrir fólk eins og svikahyskið í þingliði Vg sem greiddi atkvæði með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í níunda og neðsta er hólf kennt við persónu úr biflíusögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er heitt í hamsi eins og öðrum - en spurning mín í kvöld er þessi Páll: Muntu kjósa Vinstri græna næst? Það vakti furðu mína hvað þú varst gráðugur í að kjósa VG í vor. Meira að segja hvattir landslýð til þess óarðbæra starfs. Nú sjáum við árangurinn. Eða eigum við að taka saman höndum um að dæma þetta dót niður í níunda víti Dantes?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Skemmtilega beittur! Miðað við úrslitin í dag, sem reyndar komu mér ekki á óvart, er þá ekki komin ástæða til þess að safnast saman fyrir utan Alþingi með pottana okkar þegar afgreiða á Icesave? Held að það hefði orðið óþægilegra fyrir Alþingismenn ef fleiri andstæðingar ESB hefðu komið í heimsókn og truflað gleðilætin í þinginu.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kjósendur fengu að vita hvað var "í boði" hjá VG. Svo komu myglaðir réttir VG á borðið. Síðasti raunverulegi söludagur reyndist útrunninn 30 árum á undan hinum falsaða síðasta söludegi. Mygluð og kæst fýlan frá vörunni reyndist eftir allt stafa frá ráðherrastólum með setu aðeins. Botnlaus úrgangur þar nú er. Drasl, gungur og lygarar

.

Já - hvað verður nú "í boði" VG. Óvitar!

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ofaní drulluna á eftir hinum stakkst svo varaformaður Sjálfsæðisflokksins

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2009 kl. 21:51

5 identicon

Hneyksli kvöldsins er að Þorsteinn Pálsson beri þetta mál saman við NATÓ. Það var stórt mál en ESB er miklu stærra. Aukinheldur: Bretar réðust á Ísland um daginn. Tók Þorsteinn ekki eftir því? Ísland er enn í NATÓ, og það var bresk NATÓ þjóð sem réðst á okkur. Hvað gerist þegar ein þjóð ræðst á aðra NATÓ þjóð? Að maður tali nú ekki um þegar NATÓ ræðst á aðra NATÓ þjóð? Segir þetta ekki frekar um málafátækt Þorsteins, samheldnina, styrkinn, blabla? Aumingjaskapurinn og málefnafátæktin hjá þessu fólki – þar með talið Steingrími Þistilfirðingi – er algjör.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:05

6 identicon

PS. Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Fréttablaðsins í nógu langan tíma til að hafa áhrif á einhverja Sjálfstæðismenn, auk þess sem það hafði áhrif á vinstri menn sem þar með héldu að allt væri í lagi á blaðinu. Eigendum þess til mikilla gleði. Gleymum ekki hverjir eiga Fréttablaðið. Þeir áttu bankana og stórmarkaðina og bensínstöðvarnar og tryggingafélögin OG fjölmiðlana. Hefur eitthvað annað breyst annað en að Samfylkingin fékk VG í stjórn, henti X-D út, og miðlar núna út eins og þeim hentar?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:11

7 identicon

Eitt stærsta snúningsmálið er að Davíð Oddsson flækist ekki lengur fyrir Samfylkingunni – það var stóra pólitíska málið sem þeir kreistu í gegn með styrk Vinstri grænna, heimskulegustu stjórnmálamönnum ofan jarðar, að minnsta kosti er auðvelt fyrir Samfylkingu að fá þá til alls, bara ef andlit Davíðs Oddssonar er framan á því - slík er blindinin, slíkt er hatrið - og árangurinn eftir því. Kemur í ljós, dag frá degi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:18

8 identicon

Ég er að velta því fyrir mér – svona fyrir svefninn – hvernig þingmenn VG geti sofnað? Hvernig Steingrímur hefur það, allt er þetta erfitt segir hann, voða erfitt, rosa erfitt, veldur áhyggjum, menn hafa áhyggur, þeta veldur áhygjum (þess skal getið að Samheitaorðabókin er til á prenti), og hann skilur áhyggjur allra þeirra sem voru svo vitlausir að kjósa hann en HANN en er með skoðun sem ræður, enda stúdent frá MA og fyrrum íþróttafréttaritari frá RUV og allt það: menn skuli nú athuga það þegar hann hefur sagt hug sinn, þá er vissara að hafa sig hægan: kjósendur eru bara asnar, líka þessir grænu fyrir norðan. Ég er kominn suður, ég er kominn í ráðuneyti, ég ræð, ÉG RÆÐ!!!!

Látum það vera lokaorðin í kvöldl

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:28

9 identicon

Ekki vera svona svekktur. Það er vitað mál að margir sem kusu VG vilja aðildarviðræður. Nú verður farið í þær og svo fáum við að kjósa um útkomuna.

Ef ESB er eins hræðilegt og þú heldur þá mun þjóðin örugglega segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við hvað eru menn hræddir?

Ína (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:31

10 identicon

Ína, ég hélt það væri búið að loka skrifstofunni hjá Samfó í kvöld. Borga þeir enn yfirvinnukaup?

PS. Ég er ekkert sárt. Þjóðin mun svara, svo mikið er víst.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:39

11 identicon

Hér koma orð kvöldins, sérstaklega fyrir letingja eins og mig:

-

Spurður hvað taki nú við hjá þingflokknum svarar hann: „Ég veit ekki hvernig þessi þingflokkur á að virka í framtíðinni."

Þráinn segist þó ekki ætla að hætta.

-

Þar með er komin dagskrá fyrir rithöfundinn Þráin sem hefur hingað til skrifað bækur sem hafa flokkast undir spennusögur en ekki staðið undir nafni. Nú er komið að því að rithöfundurinn standi bókstaflega undir nafni (ríkið borgar honum 240.000 pr mánuð fyrir að þykjast vera rithöfundur PLÚS þingmannalaun). Eigum við launagreiðendur að gera kröfur?

Sigríður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:55

12 identicon

Án Júdasar hefði Ésús Jósepsson ekki lent á krossinum. Svikin eru því forsenda upprisunnar. Því er ekki öll nótt úti enn.

Gunnar Hinriksson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:23

13 identicon

Páll.

Á ekki fyrirsögn þessa pistils þíns, um þig og þína skoðunarbræður og systur ?

,,Hópgelding hugsjónafólks"  !

JR (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:34

14 identicon

Það mun vera þrá án þrár. Saga án Þráins.

Sigríður (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:25

15 identicon

Efins var ég fyrir en nú er ég fyllilega sáttur VG var ekki atkvæði kastað á glæ eins og ég óttaðist.

Páll þú ert blindur maður og alllllllllllllllllllllt of hægri þenkjandi.

Kjósandi VG (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:58

16 identicon

Ég er kjósandi VG og mínu atkvæði var kastað á glæ.

Númi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband