Smáþjóð í krumlu ESB

Lettar eru í Evrópusambandinu og í myntsamstarfi við ESB sem miðar að því að gera evru að lögeyri í Lettlandi. Eins og fjölmargar aðrar þjóðir standa Lettar frammi fyrir erfiðum kostum til að ráða bug á kreppunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælti með að fella gengi latsins til að lækka kostnað og gera hagkerfið samkeppnishæfara. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins greip þá í taumana og kom í veg fyrir að Lettar aftengdu eigin gjaldmiðil við evruna. Framkvæmdastjórnin hafði áhyggjur af fordæminu.

Lettar geta sig hvergi hrært, eru í Evrópusambandinu og komnir að hálfu með evru og hagkerfið í rúst. 

Sjá fréttaskýringu Daily Telegraph.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll ég veit ekki hvað er að þér, þú ert fjölmiðlamaður og vilt ekki í ESB. Ertu ekki í elítunni?

Mér finnst með ólíkindum hvað margir fjölmiðlamenn eru lausir við það að greina stöðuna með og á móti ESB og leggja fyrir þjóðina. Ég hef farið í gegnum nokkrar blaðagreinar, þar sem rökin eru við  aðild að ESB, að þá séum við í nútímanum eða framtíðinni, við kunnum að starfa með örðum þjóðum, erum aðilar að stærri heild, Evrópu. Bjórinn verði ódýrari og ólífurnar. Vextirnir verða lægri.  Við þurfum ekki að hafa krónuna, fáum að hafa Evruna. Vertryggingin leggs af. Eina sem vantar er að ég fæ engan rökstuðning fyrir af hverju þetta ætti allt að gerast. Svo les ég eftir fyrrverandi utanríkisráðherra Dana að við ættum ekki að fara inn í ESB, af efnahagslegum ástæðum, heldur pólitískum.

Íslenska elítan rökræðir ekki, hún slær bara fram staðreyndum, sem við almúginn eigum að kyngja. Ef við ekki gleypum þetta erum við hallærislegt utanbæjarpakk. Eða eins Kolbrún Jónsdóttir Baldvinssonar sagði svo réttilega, landsbyggðarfólk vill ekki vinna með öðrum þjóðum.

Sigurður Þorsteinsson, 3.6.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Auðvitað hræðist ESB fordæmið. Lettar fella gengið og geta farið að selja sínar afurðir með góðum hagnaði til annarra ESB þjóða.

Finnar gætu farið að hugsa sín mál upp að nýju, ogmögleika á því að taka upp aftur Finnska markið. Með því gætu þeir styrkt sinn útflutning og keppt við Svíþjóð um útflutning á trjávörum til ESB landa.

Danir gætu einnig farið að hætta að  hugsa um sína fasttengingu við Evruna og möguleiki er á því að afneytuðu Evrunni í kosningum þ.e. ef þær hugsuðu máilið til enda.

Fleiri ríki i ESB  gætu farið að efast um að fasttenging við Evru eða jafnvel upptaka Evru gætu haft skaðleg áhrif á efnahag síns lands.

Ef aðilaðarlöndin færu í smá naflaskoðun um gildi Evru sem gjaldmiðild og spegil síns efnahagslífs, þá væri möguleiki á því að niðurstaða þessara þjóða yrðu ekki hagstæð Evrunni.

Þess vegna er áhyggjum fyrir að fara hjá framkvæmdstjórn Evrópu. Þeir munu sjá sína sæng útbreydda og sjá fyrir hrun Evrópugjaldmiðilsins EVRU.

Eggert Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og svo segja sakleysingjar hér upp á Íslandi að evran sé traustur gjaldmiðill.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband