Ólafur Ragnar skuldar okkur afsökunarbeiðni

Eyjan segir frá því að ljósmyndir hafi horfið af heimasíðu forsetaembættisins. Ljósmyndirnar sýna forsetann í félagsskap auðmannanna sem komu þjóðinni á kaldan klaka. Ólafur Ragnar hefur sem forseti valið sér sérstaka viðhlæjendur.

Jón Ólafsson í Skífunni sat við háborð Ólafs Ragnars í fyrstu forsetaveislunum sem hann hélt. Martha Stewart kom í heimsókn þegar hún var laus úr fangelsi.

Útrásarliðið hefur átt hug og hjarta forseta lýðveldisins enda birtist í þeim þríeina skurðgoð Ólafs Ragnars Grímssonar; peningar, völd og hégómi.

Forsetaembættið er tildursembætti og ekkert við það að athuga þótt tildurrófa sitji það. Illu heilli fer embættið með lítið en mikilvægt hlutverk í stjórnkerfinu. Forsetinn þarf að skrifa undir lög frá Alþingi til að þau hljóti staðfestingu.

Sumarið 2004 neitaði Ólafur Ragnar að skrifa undir fjölmiðlalög sem höfðu verið samþykkt á Alþingi um vorið. Útrásarliðið með Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra í farabroddi vildi leggja undir sig fjölmiðla landsins svo þagga mætti niður í gagnrýni og berja í útrásarbrestina. Lögin áttu að koma í veg fyrir einokun auðmanna á opinberri umræðu.

Neitun Ólafs Ragnars hvorttveggja tryggði auðmönnum völd yfir fjölmiðlum og sendi skýr skilaboð til stjórnkerfisins að forsetaembættið stæði með auðmönnum gegn þjóðinni.

Fyrir þetta skuldar Ólafur Ragnar þjóðinni afsökunarbeiðni. Skyldum við heyra hana um áramótin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er sá fyrsti sem átti að segja af sér þegar sannleikurinn um dansinn í kringum Gullgrísinn kom í ljós. Með að axla ekki sína ábyrgð gaf Ólafur skýr skilaboð til annara sér saklausari dansfélaga.

joð (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:31

2 identicon

Ólafur vísaði frumvarpinu bara til þjóðarinnar. Hann stöðvaði ekkert. Það var Davíð og hans ríkisstjórn sem treystu ekki þjóðinni.
Þetta var bara í takt við einræðistilburði Davíðs.
Hættu svo þessu væli um að Ólafur hafi stöðvað eitthvað.

lesandi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ef hann stöðvaði frumvarpið, þá stöðvaði hann það, ekki getur neinn vafi leikið á því. Ég var ekki á Íslandi árið 2004 og veit því ekki nákvæmlega hvað gerðist. Getur einhver frætt mig um það hvers vegna "þjóðin" (samkvæmt því sem fram kom í skoðanakönnun að því að mér skilst) hafi ekki vilja fjölmiðlalögin sem áttu að koma í veg fyrir einokum?

Ef "þjóðin" leyfði valdamiklum aðilum að einoka fjölmiðla, þá ber hún mikla ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir.

Hörður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 14:33

4 identicon

Óli skuldar enga afsökunarbeyðni,það er ríkisstjórn þín sem það gerir,sem með glæpsamlegum hætti hefur sofið á verðinum.Óli vildi setja þetta í þjóðaratkvæðisgreiðslu en foringi þinn þorði það ekki.

Mbk Siggi 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:53

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég tel að forsetinn beri mikla ábyrgð á þessum málum,þarna var reynt að koma á lögum sem hömluðu einokun á fjölmiðlum. Það er einkennilegt hvað íslendingar eru spenntir fyrir einokun maður hefði haldið að þeir væru búnir að fá nóg af henni fyrst Danir og síðar var SÍS með mikla einokunar tilburði.

Ég held að þessi að gerð forsetans að neita að skrifa undir lögin um fjölmiðla,hafi orðið til þess að það vafðist fyrir ráðamönnum að setja lög sem takm&o

Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Það er einkennilegt hvað íslendingar eru spenntir fyrir einokun"

Þú ert ekki einn um að undrast þetta...

Ég held að það þurfi að komast til botns í þessu máli. Einokun á sviði fjölmiðla er mikil meinsemd sem ber að berjast gegn. Ábyrgð þeirra sem hafa stuðlað að þessu er mikil.

Hörður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 15:42

7 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson  skuldar þjóðinni líka  afsökunarbeiðni vegna þess að hann sagði ósatt í Kastljósi RÚV  þann 12. nóvember  sl.  um  það sem gerðist  í  margumtöluðu hádegisverðarboði í  danska  sendiráðinu þar sem  saman  voru komnir  sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi.

Þar hafði hann mörg orð um frásögn   sendiherra  Noregs, sem hann aldrei hafið  séð eða lesið.  

Eiður (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:50

8 identicon

Úr stjórnarskrá

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   
1)L. 56/1991, 5. gr.

 

Væri forseta ekki rétt og skylt að prufa þessa grein stjórnarskrárinnar. ( Að vísu hefur forsætisráðherra eitthvað verið að dingla með þessa grein í gegn um tíðina ).

 

Forsetinn er jú fræðimaður í stjórnmálum og þarf að gera tilraunir á vettvangi.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:51

9 identicon

"Neitun Ólafs Ragnars hvorttveggja tryggði auðmönnum völd yfir fjölmiðlum og sendi skýr skilaboð til stjórnkerfisins að forsetaembættið stæði með auðmönnum gegn þjóðinni."

Þetta er bull Páll. Forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar til þess að við fengjum að taka ákvörðun. þann rétt tók síðan Davíð af okkur.

Varðandi myndirnar þá ertu seinheppinn samkvæmt eyjan.is er heimildarmaðurinn sjálfur jólasveinninn (Ástþór Magnússon - sorprit.com) Engar myndir hafa verið fjarlægðar.

Kveðja,

Hrafnkell (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:14

10 identicon

Hrafnkell. 

 Viltu þá ekki linka á myndirnar hjá forsetaembættinu?

joð (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:27

11 Smámynd: Offari

Hérlendis þarf ekkert að biðjast afsökunar.  Þetta er allt saman einhverjum öðrum að kenna.

Offari, 30.12.2008 kl. 19:16

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er svo mikið bull að aðgerðir Ólafs Ragnars Grímssonar varðandi fjölmiðlafrumvarpið hafi komið í veg fyrir umræðu hér á landi.  Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafði óendanleg tækifæri til að koma með ný lög til að setja umgjörð um fjölmiðla.  Það var ekki gert og kom Ólafi Ragnari ekkert við.

Síðan varðandi efni færslunnar, þá hefur eyjan.is tekið "frétt" sína af vefnum, vegna þess að myndirnar fundust á vef forsetaembættisins.

Það er alveg merkilegt, þegar íslenska þjóðin situr í miðri skítaklessu undan ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins, þá skuli ákveðnir einstaklingar rembast eins og frekast þeir geta til að kenna einhverjum öðrum um.  Davíð og Halldór gáfu bankana til einkavina.  Það eru skuldir Kaupþings og Landsbankans sem eru að sliga þjóðina, ekki skuldir Glitnis. Það var Seðlabankinn sem hélt hér uppi handónýtri peningamálastefnu.  Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem fór út í Kárahnjúkaævintýrið.  Það var í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem krónan var sett á flot í óðaverðbólga og meðan stýrivextir voru 11,4%.  Það voru ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar sem opnuðu hagkerfið upp á gátt og innleiddu evrópulöggjöf gagnrýnilaust.  Bara eitt mál: þá felldi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks breytingartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefðu takmarkað ábyrgðir Tryggingasjóðs innstæðueigenda mjög mikið.  Það var síðan sömu flokkar sem notuðu ekki tækifærið þegar samningum við Færeyjar var bætt inn í lögin um tryggingarsjóðinn til að takmarka ábyrgðir sjóðsins, þrátt fyrir breyttar forsendur. Það voru ríkisstjórnirundir forystu Sjálfstæðisflokksins sem sváfu á verðinum og það kom fjölmiðlalögunum ekkert við.

Það hefði ekki skipt neinu máli hver hefði verið forseti, hann hefði ferðast með íslenskum viðskiptamönnum út um allan heim.  Vigdís gerði þetta á sínum tíma, komandi fram á kynningum hjá Álafoss út um hvippinn og hvappinn og ekki var henni kennt um risa gjaldþrot fyrirtækisins.

Marinó G. Njálsson, 30.12.2008 kl. 20:29

13 identicon

Það mætti ef til vill gera tilraun með þessa grein úr stjórnarskránni:

 

„  15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim “.

 

Ég er viss um að Kristinn H. kæmi til álita

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:38

14 identicon

fjölmiðlalögin voru umdeild, og eina sem forsetinn gerði var að hann vildi spyrja þjóðina hvort hann ætti að skrifa undir þau. Það var stjórnin sem þá STOPPAÐI lögin. 

Ég TRÚI því ekki að vitibornir menn viti þetta ekki, þú hlýtur að vera vísvitandi að reyna að ljúga að okkur.

Ólafur er samt ekkert spes, ef þú vilt ræða sérstaklega um hann. 

Kveðja, Pétur

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Jónas Egilsson

Núverandi forseti hefur endurskilgreint hlutverk embættisins með beinum afskiptum sínum af stjórnmálum í landinu. Gleggst kom þetta fram með yfirlýsingu hans um að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin. Aðdragandi málsin var líka einstakur, þegar hann sat í landinu til að tryggja að handhafar forsetavaldsins skrifuðu ekki undir lögin í fjarveru sinni.

Hann hefur líka með beinum hætti tengst atvinnulífinu þ.e. "útrásarvíkingunum" miklu mun meira en forverar hans í embætti.

Forsetinn verður því að vera samkvæmur sjálfum sér og standa skil á gerðum sínum. Yfirborðslegar yfirlýsingar um að hann hafi viljað vel og saklaus af öllu öðru dugar ekki.

Fosetinn skuldar því þjóðinni skýringar!

Jónas Egilsson, 30.12.2008 kl. 22:26

16 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hér er margt sagt.

Þegar forsetinn synjaði staðfestingar fjölmiðlalögum var hann í reynd að drepa þau. Engin hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, engin framkvæmdavenja. Fræðilega hefði verið hægt að búa til reglur sumarið 2004 en í reynd, að smíða reglur um tiltekna atkvæðagreiðslu, var það tómt mál að tala um.

Forsetinn notaði fjölmiðlalögin til að ná sér niðurá Davíð Oddssyni. Í leiðinni gerði hann voldugum mönnum mikinn greiða. En jafnframt níddist hann á þjóðinni eins og reynslan hefur sýnt.

Ólafur Ragnar var kosinn sem vinstrimaður í forsetaembættið. Hann átti að vera mótvægi við ofríki Davíðs Oddssonar. En Ólafur Ragnar átti að þjóna þjóðinni ekki að svíkja hana í hendur auðmanna. Dómgreindarbrestur Ólafs Ragnars felst í því að sjá ekki fyrir þá drauga sem hann magnaði upp. Ef Ólafur Ragnar hefði verið hægrimaður hefði maður skilið hann. Hægrimenn trúa jú á markaðinn og allt það kjaftæði er af því flýtur. En Ólafur Ragnar var óvart vinstrimaður. Og vinstrimenn vita allt frá 19. öld að auðmagn er því hættulegra sem það safnast á færri hendur.

Ólafur Ragnar vissi þetta. Honum var bara fjandans sama. Þess vegna fer hann í sögubækurnar sem auðvirðileg klappstýra útrásarinnar.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2008 kl. 22:52

17 Smámynd: Jónas Egilsson

Það voru reyndar fleiri en eingöngu vinstrimenn sem kusu karlinn og ekki eingöngu vegna andúðar á Davíð. En vissulega hópuðust gömu Allaballarnir kringum hann, sérstaklega þeir sem vildu losna við hann úr pólitíkinni fyrir fullt og allt. En hann má eiga það karlinn, hvernig honum tókst að snúa sér úr vonlausri pólitískri stöðu í forseta lýðveldisins - að vísu með smá heppni.

Það þarf að upplýsa nánar um hvort og þá hvaða eignartengsl voru milli forsetans og/eða nánustu fjölskyldumeðlima hans við fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. A.m.k. sat dóttir forsetans í stjórn með JÁJ í fyrirtæki sem átti hlut í einhverjum Baugsfyrirtækjunum. Ef satt reynist, var forsetinn vanhæfur skv. stjórnsýslulögum að taka á umræddum fjölmiðlalögum.

Ólafur Ragnar varð ekki vinstrimaður, nema að því að það hentaði honum. Hann var og er einfaldlega framagosi - nokkuð séður að vísu.

Jónas Egilsson, 30.12.2008 kl. 23:35

18 identicon

"En vissulega hópuðust gömu Allaballarnir kringum hann,..."

Þetta held ég sé röng fullyrðing.  Þeir þekktu hann betur en margir og kusu hann þess vegna ekki.   

101 (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 01:20

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ólafur Ragnar vissi þetta. Honum var bara fjandans sama. Þess vegna fer hann í sögubækurnar sem auðvirðileg klappstýra útrásarinnar."

Takk fyrir Páll. Ég gæti ekki sagt það betur sjálfur.

Hörður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 01:38

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Páll skrifar hér......

"En Ólafur Ragnar var óvart vinstrimaður. Og vinstrimenn vita allt frá 19. öld að auðmagn er því hættulegra sem það safnast á færri hendur."

Ef þessi polítíska skýring er rétt þá fæ ég ekki betur séð en að Davíð Oddson hafi verið vinnstri maður í loka valdaferils síns.  

Ástæða þess að mér sárnaði þessi fjölmiðlalög var það að þau voru fyrst og fremst stefnd gegn baugsliðinu í stað þess að vera almenns eðlis og þetta var bersýnilega persónulegt stríð á milli Davíðs og Jóns Ásgeirs. Ef mig réttminnir þá máttu fyrirtæki ekki eiga nema mjög lítin eignahlut í fjölmiðlafyrirtækjum og þótti mér tillagan vafasöm að því leiti. Ef hún hefði verið sett fram með eðlilegra móti og laus við allt hatur þa hefði ég skilið hana betur. 

Brynjar Jóhannsson, 31.12.2008 kl. 07:38

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ólafur Ragnar hefur aldrei verið vinstrimaður nema í nokkra vikur í senn. Það var því vitað mál að hann stæði ekki sérstaklega með eða á móti hægrimönnum þegar hann varð forseti Það var líklega ástæða þess að hann náði kjöri í upphafi. Hinsvegar var Davíð Oddson hans svarni pólitíski óvinur. Dómgreind Ólafs brást honum illa í fjölmiðlamálinu. Ég  tel að hann hafi ekki trúað að fjölmiðlalögin gætu haft slíka úrslitaþýðingu í velferð landsins og þaðan af síður yrði hægt að tengja þau með svo beinum hætti sem raun ber vitni við þessar hamfarir sem við erum að verða vitni að. Ólafur Ragnar er ekki heimskur og hann sér stóru myndina í dag, þó hanna hafi ekki gert það í aðdraganda þess að hann hafnaði fjölmiðlafrumvarpinu enda var hann þá á miklum tímamótum í sínu lífi. Ég held að það sé ekkert í heiminum sem Ólafur Ragnar sér jafn mikið eftir og að hafa hafnað fjölmiðlalögunum.

Guðmundur Jónsson, 31.12.2008 kl. 11:05

22 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skil ekki hvernig er hægt að tengja fjölmiðlafrumvarpið við fjármálakreppuna á íslandi.

Það er gjörsamlega út í hött að fá þessa útkomu.

Fjölmiðlafurmvarpið = fjármálakreppa á íslandi.

Vel má vera að Ólafur Ragnar hafi verið í óvenju miklum tengslum við Baugsveldið en ég vil benda á að Sigurður Líndal lagaprófesor benti á það í fjölmiðlum að fjölmiðlafrumvarpið væri úrvals dæmi um hvenær forsetinn hefði rétt á að beita neitunarvaldinu áður en forsetinn framkvæmdi þann gjörning.  

Fyrst menn eru á því Ólafur eigi að biðjast afsökunar þá spyr ég hvort að það er þá ekki alveg eins hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ollið bankahruninu þar sem allir helstu stjórnendur bankanna og stórfyrirtækjanna tilheyrðu þeim flokki. Á sjálfstæðisflokkurinn í heild sinni þá ekki að biðja íslensku þjóðina afsökunar á þeim lygum að þeim einum væri treystandi fyrir því að sjá um peningamál íslensku þjóðarsálarinnar ? 

Persónulega þykir mér langsótt að bendla neitunnarvaldi Ólafs á fjölmiðlalöggjöfinu  við bankahrunið þegar það er auðséð að kapitalíska hugsjónin í heild sinni hefur beðið afhroð.  Nákvæmlega sama afhroð og ríkiskomonisminn hlaut á sínum tíma.

Brynjar Jóhannsson, 31.12.2008 kl. 12:29

23 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvort sem hann hafði í raun rétt til að beyta neitunarvaldinu eða ekki, þá gerði hann það og nú verður hann að horfast í augu við afleiðingarnar.

Að segja að hann hafi með þessari neitun valdið fjármálakreppu á Íslandi er fáránlegt.

Að segja að hann hafi með þessu stuðlað að því að svo fór sem fór er rökrétt og réttmætt.

Að forseti Íslands skuli hafa stöðvað lög sem áttu að koma í veg fyrir einokun fjölmiðla voru skelfileg mistök og þeirra verður lengi minnst. Það er synd, því Ólafur hefur vafalaust látið margt gott af sér leiða.

Hann hefði betur einbeitt sér að því að gegna hefðbundnu hlutverki forseta og látið vera að krukka í stjórnmál.

Þeir sem bera ábyrgð á því rugli og þeirri spillingu sem tröllriðið hefur þjóðfélaginu undanfarið eiga að sjálfsögðu að biðjast afsökunar, sama hvað þeir heita og hvaða stjórnmálflokki þeir tilheyra.

Ójafn leikvöllur þar sem sumum er hygglað á kostnað annara og sumum er leyft að taka stjarnfræðilegar upphæðir að láni á ábyrgð almennings er ekki frjálshyggja eða kapitalismi. Það er spillt og gallað kerfi sem hefur svo sannarlega beðið skipbrot.

Hörður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 13:32

24 identicon

"Þegar forsetinn synjaði staðfestingar fjölmiðlalögum var hann í reynd að drepa þau. Engin hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, engin framkvæmdavenja. Fræðilega hefði verið hægt að búa til reglur sumarið 2004 en í reynd, að smíða reglur um tiltekna atkvæðagreiðslu, var það tómt mál að tala um."

Þetta er bull og vitleysa Páll.  Í félögum gildir sú einfalda regla að ef annað er ekki tekið fram nægir einfaldur meirihluti. 

Það skorti bara viljann til þess að leyfa okkur að ráða.  

Kveðja, 

Hrafnkell (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:34

25 identicon

Ótrúlegt þegar menn komast í eins þægilegt embætti einsog forseta embættið er að þurfa að standa í svona bulli. Ólafur hefur svo sem margt til brunns að bera og hefur gert margt gott í sinni forseta tíð. Ef ekki væri fyrir sleikjuhátt við auðmenn og það að upphefja menn með vafasaman feril og það að lofa auðmönnum að fjalla um sjálfan sig og stjórna umræðunni um mesta peningarán sögunnar er náttúrulega bara dapurlegt og mun á endanum verða hans minnisvarði í embætti forseta. Því miður því margt hefur hann ágætt gert. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlar sváfu á verðinum einsog Þyrnirós forðum er náttúrlega fyrst og fremst vegna þeirra gífurlegu hagsmuna sem eigendur þeirra höfðu höfðu í því mikla spillingar máli sem setti okkur á hausinn

Jonas (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:55

26 identicon

Ef Davíð (og Halldór greyið dinglaði með) treysti þjóðnni til að dæma um fjölmiðlalögin, af hverju dró hann lögin til baka í stað þess að setja þau í þjóðaratkvæði? Það er hin lögformlega leið þegar forseti neitar að samþykkja þau. Er fólk virkilega búið að gleyma þeim mótmælum sem komu fram þegar í ljós kom að þau voru eingöngu gegn Baugsfólki?  Ef þau hefðu verið orðuð á skynsamlegan hátt hefðu þau verið samþykkt af forsetanum. En þau voru eingöngu leikur í stíði Dabba við Jón Ásgeir og ekkert annað.

 Dettur fólki virkilega í hug að Landsbankasiðleysingjarnir (sem eru nú últra íhald) hefði EKKI farið út í Icesave reikingana ef þessi lög hefðu gengið í gegn, eða að tilfærsla bankanna á sparifé íslendinga og fé lífeyrissjóðanna til eignarhaldsfélaga á eyjum sem enginn hefur heyrt nefnt hingað til, hefði ekki komið til. Hvernig dettur fólki þessi vitleysa í hug?

Davið skar Þjóðhagsstofnun á háls af því að honum líkaði ekki hvað kom frá henni. Davið stal Hæstarétti með tveimur pólitískum skipunum á sínum vildarvinum. Davið beytti EKKI aukinni bindiskyldu (reyndar afnam hana) á bankana þegar þeir fóru að þenja sig (ekki vaxa heldur þenja sig). Davið gekk EKKI í það að setja FME eðlilegar starfsreglur, heldur lét óátalið að þar væri við stjórnvölinn stuttbuxi úr íhaldinu.  Í þessum athöfnum Davíðs (og undirlægjuhætti framsóknar) liggja nú vandi íslendinga.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:15

27 identicon

Afsökunarbeiðni

Nei kæri Páll.

Hann skuldar okkur afsögn.

Karl (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:53

28 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ólafur Ragnar baðst afsökunar í dag. Það gerði hann vegna þess að hann sér að hans hlutur er nokkur í því hvernig fjármálageirinn fór. En hvort hann var að afsaka sig fyrir að hafa stöðvað fjölmiðlalöginn eða veitt Jóni Ásgeiri þessi svokölluðu útrásarverðbaun verða menn bara að ákveða fyrir sig. Ég á einhvernvegin bágt með að skilja hvernig svona  hrós geti lagt íslenska hagkerfið á hliðina. Annars fannst mér hann komast bara vel frá þessu.

Guðmundur Jónsson, 1.1.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband