Enginn skrifar edrú um Jón Ásgeir - á DV

  Reynir Traustason ritstjóri DV reyndi að ljúga sig frá ásökunum blaðamanns um að hafa drepið frétt vegna afskipta eigandans Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi og handlangara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar höfuðpaurs. Ungi blaðamaðurinn, Jón Bjarki Magnússon, las rétt í persónu Reynis þegar hann ákvað að taka samtal þeirra upp.

Þegar Reynir rægir blaðamanninn og sakar hann um að vera ekki starfi sínu vaxinn svarar Jón Bjarki með því að birta upptökuna. Reynir er afhjúpaður ekki aðeins sem auvirðilegur lygari heldur líka mannorðsþjófur af verstu sort sem gerir tilraun til að níða skóinn af ungum blaðamanni sem hefur meiri siðferðisþrek en samanlögð ritstjórn DV.

Í viðtali í Kastljósi í kvöld var Jón Bjarki spurður um ásakanir Reynis að hann hafi ekki skrifað nærmynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni svaraði Jón Bjarki því til að umræðan um þau skrif hafi verið eftir nokkra bjóra niðrí bæ. Og það er auðvitað; ritstjórar DV þurfa að drekka í sig kjark til að nefna Jón Ásgeir á nafn.

Ef DV heldur áfram að koma út hlýtur ritstjórnin að sjá sóma sinn í að skrifa þennan inngang að hverri frétt: Eigendur DV hafa samþykkt birtingu.


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...vegna afskipta eigandans Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi og handlangara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar höfuðpaurs"

Ha? Fréttin var um að Hreinn hefði þarna unnið fyrir Björgólf. Hvernig tekst þér eiginlega að troða nafni Jóns Ásgeirs þarna inn en minnast hvergi á Björgólf í þessari færslu þinni?

Arna Björk (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Þetta var nokkuð rosaleg upptaka og mun örugglega kosta Reyni starfið og sennilega fara langleiðina með DV. Hvernig Hreinn ætlar að snúa sig út úr þessu er erfitt að sjá.

En það er annað sem vekur minni furðu. Það var ómögulegt að skilja upptökuna á annan hátt en að Björgólfur Guðmundsson hafi a.m.k. verið einn þeirra sem að stóðu að þessum mikla þrýstingi.

Það er eftir öðrum bloggfærslum hér að ekki er minnst á það.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Ingvar

Landsbankinn er viðskiptabanki 365 og er enn . Þetta mál var til á sama tíma og Sigurjón Árnason og Tryggvi Jónsson voru að vinna fyrir JÁJ að breyta 365 í Rauðsól og síða Ný Sýn og losa fyrirtækin mið 10 milljarða skuld við landsbankann þannig að fólkið í landinu borgaði þessar skuldir og JÁJ fengi að halda áfram að eignast fjölmiðlanna alla með tölu. Leppurinn í þessu máli er Hreinn Loftsson.

Ingvar.

Ingvar, 15.12.2008 kl. 20:55

4 identicon

Þetta lið er svo sannanlega sjúkt.  Annar eins sóðaskapur og örugglega ekki  fyrsta eða seinasta skipti sem þessir d.....sokkar beitta óþverrabrögðum sem þessum.

Ungi blaðamaðurinn hlýtur að fá blaðmannaverðlaunin fyrir að losa þjóðina við þessa feðga og vonandi bara byrjunin á að hreinsa út "blaðmenn" Jóns Ásgeirs og útrásarfantana sem bera mikla ábyrgð á hversu langt þessir þrjótar komust í að hreinsa fjármuni þjóðarinnar með þöggun og hyglun þeirra.

 Blaðamannafélagið á að fara fram á að feðgaómyndirnar verði fjarlægðir úr ábyrgðarstöðunum tafarlaust og tryggja að við þurfum ekki að lesa fréttafalsanir þeirra oftar.

 Hreinn Loftsson virðist líka hafað sýnt sitt rétta eðli með að ljúga um sinn þátt.

 Eitthvað nýtt?

Arna Björk.  Sigurjón er sérlegur bankastjóri Jóns Ásgeirs og mun víst annast hans mál með Tryggva Jónsson inni í bankanum.  Það þarf sérstaka velvild eða einfeldni til að sjá ekki jafn augljósa tengingu.  Sá þriðji Hjálmar Blöndal fór beint sem hægri hönd Jóns Ásgeirs sem einn aðstoðarmanna Björgvins G. Viðskipta - og bankamálaráðherrans.  Gaman væri að frétta af álíkum augljósum hagsmunatengingum annarsstaðar í heiminum.  Þas.ef slíkt finnst?

joð (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:58

5 identicon

Ég var ekki að neita neinni tengingu þar eða játa.

Var hinsvegar að benda á hve blindir menn eru í Jóns Ásgeirs hatri sínu að geta skrifað heila færslu um þetta mál án þess að minnast einu orði á Björgólf, sem þó var nefndur af Reyni sem sá maður sem þrýsti á að fréttin yrði stöðvuð.

Arna Björk (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:04

6 identicon

Það má ekki gleyma að spyrja: Hvers vegna var auðmönnunum svona mikið í mun að fréttin færi ekki á prent? Er þetta staðfesting á því að bankastjórinn fyrrverandi(?) sé enn að vinna að hagsmunum þeirra innan Landsbankans?

Ef svo er þá þarf að hafa í huga að bankinn er rekinn af FME undir stjórn bankamálaráðherra.

sigurvin (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:17

7 identicon

Ef menn hafa ekkert að fela, þá koma vandamál eins og þetta ekki upp.

Anna Björk.  Í dag er mér fullkomlega fyrirmunað að skilja að einhver hati ekki Jón Ásgeir og félaga.  Með fullri virðingu.

joð (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:27

8 identicon

PS.  Það var Reynir Trausta sem blandaði Jóni Ásgeir í málið með að reyna að ljúga upp á blaðamanninn varðandi grein um gullgrísinn og átti að sanna hversu vondur starfsmaður hann væri. 

Páll er að vitna í svar unga mannsins að þetta hefði verið borið upp eftir einhver glös á bar af ritstjóranum og ekkert rætt eftir það.

Ég trúi ekki Reyni heldur í þessu tilfelli.

joð (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:32

9 identicon

Tæpitungulaus skrif Páll.  Það gleður mig að þú skulir hafa byrjað aftur að skrifa hér á Moggablogginu.

Anna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: corvus corax

Ég skora á alla Íslendinga að KAUPA EKKI DV - ALDREI FRAMAR! Látum þennan helvítis sorpsnepil hrynja!

corvus corax, 15.12.2008 kl. 21:56

11 identicon

Það er að koma betur og betur í ljós hversu svaðalegir skítalabbar þessir nýríku ræningjar sem hafa skilið almenning eftir í skít og svaði. Einhvern tíma hafði maður samúð með Björgólfi vegna Hafskips málssins en sú samúð er löngu farin . Ef þessir menn hefðu smá vott af manngæsku og siðferði myndu þeir skila því sem Þeir tóku og bjuggu til með kol ólöglegum hætti. Reynir Traustason sem er múlbundinn Jóni Ásgeiri og  Hreini Loftsyni hefur hingað til atað menn auri og heimtað afsögn þess en er svo sjálfur tekinn í bakaríið af  ungum blaðamanni.Nú er gott að ganga með hatt og hann stóran svo hægt sér að draga hann niður fyrir haus.

Jónas (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Beina leiðin er ekki ævinlega farin þó yfirleitt sé hún einföldust. Nei, hér þarf að búa til atburðarás sem endar á réttum stað. Ég heyrði ekki þetta samtal af því ég hafði ekki aðstöðu til að fylgjast með Kastljósi. En mér sýnist að málið eigi að líta svona út: Reynir bannar blaðamanninum að birta fréttina um Sigurjón Þ.Árnason. Hann upplýsir að Hreinn Loftsson hafi komið með hótanir,  sem runnar séu undan rótum Jóns Ásgeirs í gegn um Björgúlf og þaðan í gegn um Hrein! Aldrei hefði ég trúað að það væri svona flókið að skýra frétt sem fréttamaður var búinn að skýra áður.

Upp úr stendur þó eitt og er búið að standa þar lengi. Sukkið og spillingin á Íslandi tengist órjúfanlegum böndum gegnum banka, fjölmiðla og stjórnvöld.

Ljótast finnst mér þó af Jóni og Baugsmönnum að hafa ráðist á síldarstofninn og sýkt hann af ókennilegum kvilla. Átta mig ekki á því í svipinn á hverjum þeir eru að hefna sín. 

Árni Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 22:00

13 identicon

Hann Jón Bjarki gefur okkur von!

Það er sem betur fer ekki hægt að kaup alla á Íslandi!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:38

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú er ég hjartanlega sammála þér Páll. Var sjálf að setja inn færslu um málið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.12.2008 kl. 23:45

15 identicon

Ef það er einhvers staðar skítalykt af máli þá kemur þessi við sögu og ef rétt er með aðstoðarmann Björgvins þá á hann og ráðherra að fara strax

garún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:27

16 identicon

Nú sjá menn kannski þvílíku krabbameini hefur verið sáð inn í þetta þjóðfélag með því að afhenda siðlausum mönnum öll völd í landinu.

Nú sjá menn kannski hvernig komið er fyrir fjölmiðlum og þar með lýðræði í landinu. Frjálsir miðlar eru enn allir í eigu mannanna sem settu þjóðina á hausinn og þeir eru enn notaðir í þágu eigenda sinna.

Þetta getur fólkið í landinu þakkað forsetanum, Baugi og samfylkingunni.

Þvílíkt ástand!

Gylfi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:47

17 Smámynd: Ari Jósepsson

Ég veit ekki enn mer finnst Jón ásgeir alveg ágætur get ekkert sett neitt á hann

Ari Jósepsson, 16.12.2008 kl. 18:06

18 identicon

 Er ekki kominn tími til að spurja hættvirtan forseta vor Ólaf Ragnar Grímsson hvað honum finnist nú um fjölmiðlafrumvarpið og eignarhald á fjölmiðlum ?????. ÞArf hann ekki að svara fyrir það í ljósi liðinna atburða eða er karlinn verndaður af friðhelgi forsetavaldsins. Hatur hans á Davíð hefur orðið þjóðinni dýrkeypt.

Jónas (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband